blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006
blaðið
Mikið úrval af glössilegum trúlofunarhringum
Jón Halldór Djarnason Gullsmíðameistari
Opið Mán - föfi 09-18 • lau 11-14 • ötrandgötu 37 - 220 Hfj
ðítni 565 4040 nonnil949@simnetis
www.lovedsign.is • www.nonnigull.is
bySEKONDA Mk /
Útsölustaöir:
Jens Kringlunni • Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 • Helgi Sigurðsson úrsmiður
Skólavörðustíg 3 ■ Georg Hannah úrsmiður Keflavík • Guðmundur B. Hannah
úrsmiður Akranesi • Úra- og skartgripaverstun Karls R. Guömundssonar Selfossi
alla þriöjudaga
Auglýslngasímlnn er
510 3744
Illugi Jökulsson skrifar um sýknudóm i nauðgunarmáli
þótt hún hafi síðan fengið móral
og ákveðið að kæra.
Hvaða glóra er í þessu?
*T" T‘ venær á eiginlega að
linna þeim tíma að
i" dómar í kynferðisaf-
; brotamálum misbjóði
JL JLréttlætisvitund
almennings i þessu landi? Eins og
nú hefur gerst eina ferðina enn
eftir að þrír dómarar við Héraðs-
dóm Reykjavíkur sýknuðu mann
nokkurn af ákæru um nauðgun
- þótt dómararnir tækju fram að
þeir tryðu ekki frásögn mannsins.
Blaðið sagði frá þessu máli
í gær og rétt að taka fram að ég
þekki svo sem ekkert til þess, um-
fram það sem komið hefur fram
í fjölmiðlum. En í örstuttu máli
var það þannig vaxið að stúlkan
hélt því fram að maðurinn hefði
nauðgað sér í bíl í byrjun sumars
árið 2005 en þá var hún 15 ára en
hann rúmlega hálfþrítugur. Hún
þekkti til mannsins sem hún
sagði hafa verið vin eða kunn-
ingja föður hennar. Framburður
stúlkunnar var meðal annars
studdur af vitnisburði sálfræð-
ings en Guðrún Birgisdóttir rétt-
argæslumaður hennar kvaðst
í Blaðinu í gær ekki áður hafa
„orðið vitni að svona miklum and-
legum afleiðingum af meintu
kynferðisbroti“.
Maðurinn neitaði allri sök,
kvaðst ekki hafa verið á staðnum
og ef ég hef skilið frásögn Blaðs-
ins rétt, þá neitaði hann meira að
segja að þekkja stúlkuna.
Héraðsdómur telur
manninn Ijúga
Dómararnir þrír - Ingvéldur
Einarsdóttir, Ásgeir Magnússon
og Sigrún Guðmundsdóttir - tóku
ekki mark á framburði mannsins.
1 dómnum kemur fram að dómar-
arnir telja hann fara með rangt
mál - ljúga, það er að segja - þegar
hann þykist ekki þekkja stúlk-
una. Og dómararnir telja líka full-
víst “að hann hafi sofið hjá henni”
eins og Guðrún Birgisdóttir end-
ursegir dóminn í Blaðinu í gær.
Hins vegar er maðurinn sýkn-
aður af ákæru um nauðgun.
Það er dálítið erfitt að átta
sig hvernig í veröldinni Héraðs-
dómur hefur hugsað þetta. Nú
þekki ég í þaula allar röksemdir
um að fara skuli varlega í að
dæma menn seka um alvarlega
glæpi ef orð stendur gegn orði
og fátt annað bendir til sektar en
framburður einnar manneskju.
Ég fæ hins vegar ekki séð hvernig
þær röksemdir geta átt við hér.
Dómararnir eru búnir að hlýða
á framburð mannsins og hafna
honum. Einhvers konar sam-
ræði hafi í rauninni átt sér stað
í bílnum. Og hvaða skynsamlega
ástæða gæti verið fyrir stúlkuna
að kæra þann atburð ranglega
sem nauðgun? Jú - þetta gæti
hugsanlega hafa átt sér stað með
fúsum og frjálsum vilja hennar,
Undarleg mistök ákæruvalds
Það er reyndar ekki líklegt því
tekið er fram að stúlkan hafi verið
sérlega feimin og óframfærin að
eðlisfari og hefði því trauðla farið
að ana fram með nauðgunarkæru
að ástæðulausu. Þaðan af síður ef
vitniburður sálfræðinga bendir
til þess að henni hafi vissulega
verið nauðgað. En segjum að
þetta hefði nú samt gerst þannig.
Hvers vegna hefði þá maðurinn
ekki átt að viðurkenna það? Og
halda sér við það í vörn sinni?
En það gerir hann ekki. Hann
heldur því staðfastlega fram að
hann hafi hreint ekkert þekkt til
stúlkunnar. Sem dómararnir Ing-
veldur, Ásgeir og Sigrún taka ekki
mark á. En í stað þess að trúa þá
frásögn stúlkunnar telja þau vafa
leika á um að „samfarirnar“ hafi
verið nauðgun. Af hverju? Hvað
í ósköpunum bendir til þess? Jú,
þau halda því fram í niðurstöðu
sinni að ýmislegt í framburði
stúlkunnar hafi verið „óljóst“,
enda átti hún greinilega mjög erf-
itt með að greina frá því sem gerð-
ist. En maðurinn er greinilega að
ljúga en stúlkan ekki. Ekki hvað
snertir það grundvallaratriði sem
Hvaða glóra er í þessu?
Ekki kem ég að minnsta kosti
auga á þá glóru. Enda hefði
slíkur dómur aldrei verið felldur
ef í rauninni hefði verið um að
ræða kökubox. Af hverju fellur
þá slíkur dómur þegar um er að
ræða manneskjur?
Þrír dómarar vió
Héraðsdóm Reykjavikur
sýknuöu mann nokkurn
af ákœru um riauógun
- þótt dómararnir tryöu
ekki frásögn mannsins.
átti sér stað í bílnum. Að vísu virð-
ist ákæruvaldið hafa gert þau und-
arlegu mistök að kæra manninn
ekki til vara fyrir svonefnda mis-
neytingu en fyrir það hefði mað-
urinn augljósiega verið dæmdur
sekur. Fulltrúi ríkissaksóknara
segir í Blaðinu að á því hafi hrein-
lega ekki verið talin þörf.
En af hverju þurftu dómararn-
irað taka upp hjá sjálfum sér að
draga í efa hluta af framburði
stúlkunnar? Þótt hún væri aug-
ljóslega að segja satt en and-
spænis henni væri maður sem
laug blákalt.
Ef manneskjur væru kökubox
Þetta er svolítið eins og ef A
sakar B um að hafa stolið af sér
tveimur kökuboxum en B harð-
neitar og segist aldrei hafa séð
nein kökubox. Dómarinn kemst
að þeirri niðurstöðu að B sé að
ljúga en í stað þess að dæma hann
þá sekan fyrir stuldinn á köku-
boxunum tveimur, þá úrskurðar
dómarinn að B hafi líklega bara
stolið einu kökuboxi.