blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 47

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 47
blaðið LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 51 Peter Kenyon, stjórnar- formaður Chelsea: ,Árið 2014 vil ég að Chelsea verði þekkt sem besta lið í heimi. Við erum nú með besta lið sem við höfum nokkurn tíma haft. Við höfum þó enn ekki séö það . sem ég veit að þetta lið er fært \ um.“ Cristiano Ronaldo: .Chelsea eru svipaðir og þeir voru í fyrra. Koma Andriy Shevchenko og Michaels Ball- acks hefur ekkert styrkt liðið." j&kf* Edwín Van Der Saar: „Þegar við mættum Chels- ea á sama tíma í fyrra vorum við tíu stigum á eftir þeim. Nú erum við þremur stigum á undan. Þaö er því augljóst að við erum í miklu betri S? stöðu nú en í fyrra." Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Chelsea: ,Ef Manchester United tapar leiknum, er ég , hræddur að þeir tapi jafnframt - trúnni á að þeir geti landað ÉEng- landsmeistaratitlin- um. Þótt Chelsea tapi þessum leik, tapa þeir aldrei trúnni á að þeir muni vinna titilinn í vor.“ Árangur í deildinni undanfarið: 18. nóv. WestHam (Heima) Sigur 1-0 11.nóv. Watford (Heima) Sigur 4-0 5. nóv. Tottenham (Úti) Tap 1-2 28. okt. Sheff.Utd (Úti) Sigur 2-0 21. okt Portsmouth (Heima) Sigur 2-1 Árangur i deildinni undanfarið: 18. nóv. Sheff.Utd (Úti) Sigur 2-1 11.nóv. Blackburn (Úti Sigur 1-0 4. nóv Portsmouth (Heima) Sigur 3-0 28. okt Bolton (Úti) Sigur 4-0 22. okt Liverpool (Heima) Sigur 2-0 CHELSEA MANCHESTER UNITED Manchester United tekur á móti Chelsea á morgun í uppgjöri toppliða Bæði lið þurfa að spýta i lófana eftir slaka frammistöðu í Meistaradeildinni í vikunni. Sex stiga toppslagur Manchester United og Chelsea Pressan á Manchester United Chelsea meö of mikla breidd? United meö of litla breidd? Manchester United og Chelsea leika einn mikilvægasta leik tíma- bilsins þegar þau mætast á Old Traf- ford á morgun. Manchester United hefur þriggja stiga forystu á Chelsea sem þeir geta með sigri aukið í þægi- lega sex stiga forystu. Liðin töpuðu bæði sínum leikjum í Meistaradeildinni í vikunni, o-i, þar sem United voru lítt sannfær- andi á útivelli gegn Celtic og Chelsea sýndi slakan leik gegn sterku liði Bremen. Viðvörunarbjöllur byrjuðu að klingja í herbúðum Manchester United í Glasgow á þriðjudags- kvöld þar sem liðið lék vel á þremur fjórðu hlutum vallarins en gekk illa að skapa sér færi og klára þau fáu sem það fékk. Það bitnaði á liðinu í leiknum að valkostir Alex Ferguson í framlínunni voru fáir en Louis Saha var langt frá sínu besta í leiknum. Ole Gunnar Solskjær er enn að jafna sig eftir meiðsl á læri sem hann varð fyrir í byrjun mánaðarins og Alan Smith hefur verið að leika með varalið- inu til að koma sér í leikform eftir árs fjarveru vegna fótbrots. Louis Saha og Wayne Rooney eru því einu framherjarnir sem Ferguson hefur til umráða. Styrkur Chelsea felst hins vegar í breiðum hóp sem gefur Jose Mo- urinho marga möguleika í hverri stöðu. Þrátt fyrir augljósan kost í því hefur aðlögun nýrra leikmanna að liðinu ekki gengið sem skyldi. Michael Ballack og Andriy Shevc- henko sem áttu að lyfta liðinu upp í hærri hæðir hafa enn ekki fundið sig hjá liðinu sem er ekki eins sannfærandi og það var í fyrra og hittifyrra. Búist er við að Didier Drogba og Michael Ballack hafi jafnað sig af smávægilegum meiðslum sem þeir urðu fyrir gegn Werder Bremen sem og Ri- cardo Carvalho. Rio Ferdinand, sem varð fyrir smávægilegum meiðslum á fæti í leiknum gegn Celtic á þriðjudagskvöld, hefur jafnað sig af þeim að fullu. 42. leikvika 1X2 I 1 Liverpool - Man. City □□□ I 2 Aston Villa - Middlesbrough | \\~ }\~ ; 3 Bolton - Arsenal □□□ I Derby - Leicester □□□ 12 Southampton - Luton 13 Stoke - W.B.A. Tippaðu á næsta sölustað eða á 1x2.is 8 Plymouth - Leeds I II II I 9 Preston - Crystal Palace 10 Q.P.R. - Coventry □□□ 11 Sheff. Wed - Cardiff □□□ Fulham - Reading □ □□ West Ham - Sheff. Utd. □□□ Burnley - Birmingham □□□ □□□ fyrir kl. 14 á laugardag - aðeins 10 krónur röðin! LITLAR 70 HILLJ0NIR. ÞU GÆTIR DOTTIÐ í RISAPOTTINN! HHHHI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.