blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 bla6i6 Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúar: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Janus Sigurjónsson Hálfur milljarður milli vina Hvað með fimm hundruð milljónirnar? Ætlar sveitarfélagið Ölfus að skila þeim til Orkuveitu Reykjavíkur? Milljónirnar fengust með sérstökum samn- ingi þeirra á milli. Svo boraði Orkuveitan til að mæta stækkun álversins í Straumsvík. „Hreppurinn hefur selt Orkuveitu Reykjavíkur sálu sína fyrir þessa fram- kvæmd," sagði Björn Pálsson í viðtali við Blaðið þann 20. október. Björn er héraðsskjalavörður og hefur verið leiðsögumaður um Hengilssvæðið síðasta áratug. Túlka megi samninginn sem mútugreiðslur. „Búið er að leggja vegi upp á fjallið og gröfurnar byrjaðar. Vinnubrögðin í málinu kalla ég að skjóta fyrst og spyrja svo.“ Framkvæmdirnar hafa nú verið kærðar og stöðvaðar. Sveitarfélagið Ölfus veitti Orkuveitunni bráðabirgðaleyfi að sögn bæjar- stjórans. Hvernig er hægt að veita bráðabirgðaleyfi fyrir borunum? Hvað verður um borholurnar, vegina og jarðraskið sem leyft var til bráðabirgða verði leyfið afturkallað? Ekstrablaðið danska yrði ánægt ef það fyndi önnur eins vinnubrögð innan íslensku fyrirtækjanna sem fjárfest hafa í Danmörku. Blaðamennirnir um- deildu leituðu að svona fúski. Hafa bara ekkert fundið. Nei, til að finna slíkt þurfum við að líta okkur aðeins nær, ofan í buddu sveitarfélagsins Ölfuss, sem hefur bólgnað, og á reikningsyfirlit Orkuveitunnar, sem átti hálfan millj- arð. Fyrirtækið er í eigu borgarinnar, þar sem kjörnir fulltrúar ríflega þriðj- ungs þjóðarinnar sitja. Ekki heyrist múkk frá þeim þó að svo virðist sem ákveðið hafi verið að kaupa sér leyfi fyrir fimm hundruð milljónir framhjá ríkisvaldinu; sérfræðingum á Skipulagsstofnun. Þann 6. nóvember birtist skýrsla Transparency International þar sem ís- land trónaði ásamt Finnlandi á toppi þeirra landa þar sem spilling er minnst. Löndin fengu 9,6 af 10 í einkunn. Spyrja má: Telst það ekki til spillingar að gera samkomulag við sveitarfélag um leyfi, sem það hefur ekki leyfi til að veita, og greiða þvi á sama tíma fimm hundruð milljónir? Ætli svona sam- komulag hefði haft áhrif til lækkunar á einkunninni? Framkvæmdirnar voru stöðvaðar, eins og greint var frá í Blaðinu á þriðjudag. „Það var samdóma álit okkar og Orkuveitunnar að stöðva framkvæmdir,“ sagði bæjarstjórinn. „Við viljum hvorki vera í stríði við Skipulagsstofnun né neinn annan. Við erum friðsemdarmenn,“ bætti hann við. Forstjóri Orku- veitunnar tók undir og sagði: „Við bíðum eftir að leyfisveitendur klári sín mál.“ Kokhraustur bætti hann við. „I augnablikinu erum við ekkert að æsa okkur yfir þessari töf og vonumst til að halda áætlun." Ætli hann sé svona viss um að klúðrinu verði kippt í liðinn af mönnunum sem sitja í stjórnum fyrirtækisins- og sveitarfélaganna beggja- og hlutaðeigandi ráðherrum? Sómaeinkunn landsins verði í námunda við tíu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Rítstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN ÚR SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefoafræði, hefiir unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana WPYJI HiMGfrP LsnGKa! Vi-p 1 'BRuaA KpMr/i^ mi> COMCLUSiVf -Ef NKVTRjCrr Á LtlLU TrL f\T yETA bÆQ ocr Cró-e. Lágtekjuskattar Það fer lítið fyrir pólitíkinni þessa dagana því ég er í stuttu fæðingaror- lofi. Ellert Schram situ inni fyrir mig, einsog það heitir í þinginu. Þó kom- umst við María auðvitað ekki hjá því að heyra eina og eina frétt. Eins og venjulega á þessu skeiði kjörtíma- bils einkennast þær flestar af ábyrgð- arlausum fjáraustri á báðar hendur í miðri óðaverðbólgu og hávöxtum, þegar einmitt aðhalds er þörf. Ríkisstjórnin megnaði ekki að fresta framkvæmdum hjá sér nema í nokkrar vikur. Frægust þeirra frest- ana var Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem allir vegfarendur sáu að aldrei varð hlé á. Og milli umræðna um fjár- lög eyða stjórnarþingmenn öllum afganginum sem lagt var upp með. Enda ómögulegt að hemja útgjalda- gleðina á kosningaári. Það virðist nefnilega vænlegra til endurkjörs að ausa fé í gæluverkefni, en halda verð- bólgu og vöxtum niðri. Það ætti að vera kjósendum umhugsunarefni. Skattagleði Óhjákvæmilegur fylgifiskur út- gjaldagleðinnar er skattagleðin. Enda hefur ríkisstjórnin slegið öll fyrri met í skattheimtu og jafnvel náð árangri á alþjóðavettvangi í örustu aukningu skattbyrði. Hún hefur að vísu lagt af ýmsa skatta á eignir og háartekjur og búið til margskonar skattaskjól fyrir þá sem mest hafa. Fyrir vikið hefur hún auðvitað þurft að ganga enn harðar fram í skattheimtu gagnvart meðal- og lágtekjufólki. Gott dæmi um þá ofurskatta sem venjulegt fólk býr við var í fréttum útvarpsins I vikunni þar sem nær allur viðbótarlífeyrissparnaður lífeyrisþega tapaðist í sköttum og tekjutenginum. Skilaboðin eru skýr, ekki spara. Þegar við Islendingar þyrftum þvert á móti hvað helst á því að halda að almenn skilyrði venjulegs fólks væru hvetjandi til sparnaðar. Helgi Hjörvar Og það var lýsandi fyrir þessa skattagleði að ekki einu sinni á kosn- ingaári gátu stjórnarflokkarnir fall- ist á að létta ofursköttum af lífeyris- þegum sem afla sér smávegis tekna. Tillaga um að fólk geti unnið sér inn 75 þúsund á mánuði var felld og eftir sem áður eiga þeir með meðal- og lægstu tekjurnar að greiða mun stærri hlut tekna sinna í skatta og skerðingar en hinir sem mest hafa. Því einhverjir verða jú að greiða fyrir þá óráðsíu og útgjaldadagleði sem einkennir rlkisstjórn sem setið hefur allt of lengi. Við höfum verið að flytjast frá norræna velferðarkerfinu til tekju- dreifingar eins og er i Bretlandi og jafnvel Bandaríkjunum. Hér hefur ríkisstjórnin sannarlega lagt sitt af mörkum því trúlega þekkist það hvergi að þeir sem lægstar hafa tekj- urnar borgi hæsta skatthlutfallið, en hinir sem mest hafa lægsta hlufallið. Það segir sína sögu um skattkerfi okkar í dag að trúlega væri flatur skattur sem næði til allra réttlátari en núverandi skipan með öllum sínum undanþágum og og jaðar- sköttum. Það segir meira en mörg orð um hve langt við erum komin frá þeim jafnaðaráherslum sem ein- kenna norræna velferðarríkið. Áhrif peningaaflanna En um leið og ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari þróun er vert að fagna því að með lögum um fjárreiður stjórnmálaflokkanna eigi nú að draga úr áhrifum peningaafl- anna á stjórnmálin. Auðvitað má deila um hvort rétt sé að setja þak á framlög til flokka meðan upplýsinga- skylda er um þau, en það er minni- háttar aðfinnsluefni miðað við hags- munina af því að gera fjármál flokka gagnsæ. Þetta hefur verið eitt helsta baráttumál Samfylkingarinnar frá stofnun, enda mikilvægur þáttur í að draga úr áhrifum sérhagsmuna á pólitíkina. Peningar hafa skipt æ meira máli í stjórnmálabaráttunni undanfarið og í raun síðustu forvöð að koma böndum á þróunina. Fyrir það eiga formenn flokkanna þakkir skildar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavik. PENZIM erhrein, tær og litarlaus náttúruvara byggðá vatni en ekkifitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefní eða gerviefni sem geta valdiö ofhæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, ofiur eða kremblöndursem geta smitað og eyðiiagt fllkureðarúmföt PENZlM j PENZIM PENZIM GtL WrfH ALl NAH KAl sina ícnu MAJWWíNZTiAfES Aavantta Skin 6c tkxly c**c LOTlpN WITJf MJ NAtl JLU. M.-WK ÁCTtyt MAJMNC PJGnAIW Aijvitmrtf Slrtnte Rndy l"«r 11«n iui» Moi<4u>t»ng tc j nul4> wJ i - — pENZlM j llltAf TltY ** «18 MÁIN i AI.NJNíá lirAI.THV ? ANI» M1 i$GITS ' á IOTKJN y Penzim fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. penzim.is Klippt & skorid Hinn góðkunni skopmyndateiknari Blaðsins, Halldór Baldursson, hefur nú gefið út teikningar sínar á bók, sem ber nafnið 2006 í grófum dráttum og þar er sjálfsagt aðfinna betri samtímaspegil yfir árið, sem senn er liðið, en í nokkrum fréttaannál sem má búast við á næstunni. Heyrst hefur að sumum viðfangsefnum hans lítist ekkert á að skopmyndir af sér öðlist framhaldslíf með þessum hætti og á það ekki síst við um við- skiptavesíra landsins. Flestir stjórnmálamenn virðast hins vegar minna hörundsárir, enda sagði einn þingmaður við klippara að pólit- íkusar væru ekki búnir að „meika'ða" fyrr en birst hefði af þeim skopmynd í blöðunum. Eins og fram hefur komið í fréttum er mik- ill kurr í sjálfstæðismönnum víða um land vegna fyrirhugaðs framboðs Árna Johnsen á vegum flokksins og hafa úrsagnar- beiðnir úr flokknum hrannast inn I Valhöll. Þykir til marks um al- vöru málsins, að Geir H. Haarde, formaður, hafi óskað eftir að fá þær allar á sitt borð. Sumir velta fyrir sér hvort unnt sé að koma í veg fyrir að listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði boð- inn fram meðÁrna á honum og einhverformleg úrræði munu vera til þess, en slíkt er talið afar ólíklegt. Hins vegar munu ýmsir sjálfstæðis- menn I kjördæminu farnir að ræða sérstaka her- ferð (kosningabaráttunni fyrir því að kjósendur flokksins striki Árna út. Til að það hafi áhrif þarf a.m.k helmingur kjósenda að strika hann út. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi ferfram nú ídag og þar tak- ast menn nokkuð á eftir kjördæmum. Um efsta sætið bítast þau Krist- ján ÞórJúlíusson - Stjáni blái, bæjarstjóri Akureyrar, og Arn- *’■ björgSveinsdóttir, þingflokks- JM formaður að austan. Hins vegar il er mál manna að spútnik prófkjörsins kunni að reynast Ólöf Nordal, framkvæmdastjóri Orkusölunnar á Egilsstöðum, sem telst vera austanmegin hryggjar en á sínar tengingar norður. Svo þótti hún svo Ijómandi hressileg í Silfri Egils um liðna helgi og veitir víst ekki af ungum og ferskum konum á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. andres.magnusson@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.