blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 48
52 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 blaöið Keypt og selt VERSLUN Kaupum ekkert dagurinn í dag þegar aðeins mánuður er til jóla er hinn svo- kallaði „kaupum ekkert dagur" haldinn hátíðlegur víða um heim. Deginum sem hefur verið haldinn frá 1992 er ætlað að vekja fólk til vitundar um neyslumynstur sitt og lífsgæðakapphlaupið. Tangó í Iðnó Það verður án efa heitt í kolunum í Iðnó í kvöld þar sem efnt verður til tangókvölds að argentínskum hætti. Um tónlistina sér enginn annar en skífuþeytirinn DJ Tang- omaster. Dagskráin hefst klukkan 22 og er aðgangseyrir 500 krónur. helgin@bladid.net UM HELGINA Upplestur í Eymundsson Lesið verður upp úr nýjum bókum á Te- og kaffihús- inu í bókaverslun Eymundsson f Austurstræti í dag klukkan 16. Meðal þeirra sem fram koma eru Jökull Valsson, Sig- urjón Magnússon, Steinar Bragi og Ingunn Snædal. Myndlist og börn Hin árlega myndlistarsýning Þetta vilja börnin sjá verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag klukkan 15. Jafnframt verður opnuð sýningin Brot af því besta en á henni má sjá úrval verka sem börn unnu í listsmiðjunni Gagn og gaman sumrin 1988-2004. Útgáfutónleikar Soffíu Karlsdóttur Soffía Karlsdóttir heldur tónleika í Iðnó í tilefni af útgáfu fyrstu plötu sinnar Wild horses í Iðnó sunnudagskvöldið 26. nóvember klukkan 21. Afmælistónleikar Reykjalundarkórsins [ tilefni af 20 ára afmæli Reykja- lundarkórsins heldur kórinn tónleika í Grafarvogskirkju í dag klukkan 17. Auk Reykja- lundarkórsins koma fram á tónleikunum Þórunn Lárusdóttir, Karlakór Kjalnesinga og nokkrir meðlimir Skólahljómsveitar Mos- fellsbæjar. Bókmenntir og djass Rithöfundurinn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og djassgít- arleikarinn Andrés Þór Gunn- laugsson kynna nýjustu verk sín í Galleríi Thors í Hafnarfirði í dag klukkan 13. Til styrktar Mæðrastyrksnefnd Á morgun, sunnudag, klukkan 16 verða haldnir tónleikar í Glerárkirkju til styrktar Mæðrar- styrksnefnd Akureyrar. Kvenna- kór Akureyrar heldur tónleikana ásamt Kór Akureyrarkirkju og Barnakórum Akureyrarkirkju. Tónleikar í Glerárkirkju Kvennakórinn Embla heldur tón- leika í Glerárkirkju í dag, laugar- dag, klukkan 17. Á efnisskrá eru messan „Missa Sáo Sebastiáo“ eftir Heitor Villa-Lobos, „Lie- der und Gesange“ eftir Gustav Mahler og Barnagælur eftir Atla Heimi Sveinsson. Jólatónleikar blásarasveita Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri halda tónleika í Ketilhús- inu annað kvöld klukkan 18. Skipulagsmál miðbæjar Torfusamtökin efna til sam- fundar allra sem láta sig niðurrif húsa í miðbænum varða í Iðnó í dag klukkan 14. Aðgangur er ókeypis. Jólaþorp rís í Hafnarfirði Jólaþorpið á Thorsplani í Hafn- arfirði verður opnað formlega í dag klukkan 12 og af því tilefni verður efnt til skemmtidagskrár í þorpinu. Þetta er í fjórða skipti sem Jóla- þorpið rís en það er orðið fastur liður í bæjarlífinu og jólaundirbúningnum að sögn Örnu Kristínar Einarsdóttur verk- efnisstjóra. „Þetta er farið að smita út frá sér og hing- að kemur fólk hvaðanaeva að,“ segir Arna. I dag verða tendruð ljós £ jólatrénu við hátíðlega athöfn en tréð er gjöf frá Fredriks- berg, vinabæ Hafnarfjarðar. Þá mun Karla- kórinn Þrestir syngja nokkur lög. „Svo kem- ur Solla stirða í heimsókn og jólasveinarnir láta einnig sjá sig. Þeir eru svolítið snemma á ferðinni í Hafnarfirði," segir Arna og bæt- ir við að dagskráin verði í senn hátíðleg og skemmtileg. Jólaball með Gunna og Felix Þorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga frá klukkan 12 til 18 fram til jóla og til klukkan 22 á Þorláksmessu. „Það verður alltaf skemmtidagskrá klukk- an 14 þar sem jólasveinninn mætir og Grýla er líka fastagestur. Hún er alveg hætt að borða börn en er dálítið fyndin. Hún er samt frekar ófríð og vond lykt af henni,“ segir Arna. „Á sunnudögum verður alltaf slegið upp jólaballi sem Gunni og Felix sjá um og það ætti því að verða heljarinnar stuð. Þar verð- ur gengið í kringum jólatréð sem er í miðju þorpsins," segir Arna og bætir við að fólk geti kynnt sér dagskrá hverrar helgar á vef Hafnarfjarðar hafnarfjordur.is. Að sögn Örnu kennir margra grasa í þorp- inu en þar eru 20 lítil hús þar sem boðið er upp á hönnunargripi, handverk og heima- bakað góðgæti svo nokkuð sé nefnt. Meðal annars verða Karmelsystur með útibú þar sem þær verða með kerti og jólakort á boð- stólum. Víða jólamarkaðir Það verður víðar efnt til jólamarkaða en í Hafnarfirði um þessa helgi. Kristniboðsfé- lag kvenna heldur basar að Háaleitisbraut 58-60 klukkan 14-17 í dag. Þar verða meðal annars handunnir munir og jólakort á boð- stólum auk kaffiveitinga. Allur ágóði renn- ur til kristniboðsstarfs í Eþíópíu og Keníu. I gamla sláturhúsinu í Hvalfjarðarsveit verður jólamarkaður á morgun klukkan 13 þar sem einnig verður hægt að kaupa heimaframleidda muni af ýmsu tagi og sæl- keravörur. Þá efnir Kvenfélag Eyrarbakka til jólabasars og hlutaveltu á Stað á morgun klukkan 14. Ágóðinn rennur til styrktar góðu málefni. Raðstefna um kynferðisofbeldi I dag milli klukkan 12 og 19 standa Stíga- mót, Briet og Karlahópur Femínistafélags- ins fyrir ráðstefnu um kynferðisofbeldi í Tjarnarbíói. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi en kynferðisofbeldi hefur verið mjög í um- ræðunni að undanförnu í kjölfar nauðgun- armála sem upp hafa komið. Ráðstefnan skiptist í tvö málþing og stendur það fyrra frá 12-13:30. Á því verður fjallað um sektarkennd kvenna og leitast við að skilgreina hana og hvaða áhrif hún hefur á þolendur kynferðisofbeldis. Á seinna málþinginu sem stendur frá klukkan 14 til 16 verður ábyrgð karla tekin fyrir og leitast við að svara spurningunni um hver ábyrgð karla sé í umræðunni um kynferðisofbeldi, hvernig karlar geti tekið þátt í henni og haft áhrif á hana. Að loknu seinna málþinginu verður gengið að Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg til að mótmæla lélegri nýtingu Ábyrgð karla Medal annars verður rætt um ábyrgð karla íkynferðisbrotamálum á ráð- stefnu um kynbundiö ofbeldi ídag. á refsiramma laganna gagnvart nauðgur- um. Að mótmælastöðunni lokinni verður samantekt á málþingunum tveimur í Tjarnarbíói. Að lokum verður boðið upp á veitingar og ljúfa tóna frá trúbadorunum Lay Low og Þóri. Aðgangur að ráðstefn- unni er ókeypis. TIL SÖLU Kaupmaðurinn á horninu í kolaportinu auglýsii: Herraskór frg ÍÍÉVk'táleður m m Ctl's og [Ivd liítlarnir og rolling stones ofl. frá 500 kr. 'Htr* EFNITIL BYGGINGA Eigum ávalt á lager helstu plasthluti t.d. mótarör, kóna, tappa, plötustóla, sökkuldúk, þrikantalista ofl. KNARNIR w Tunguháls 11 TunguhðlslS slmi: 564 6070 w.kvamir.is Fura p Beyki Eik r— f / stigalagerinn.it Stígar og handrið i miklu úrvali á lager,| einnig ryðfritt handriðaefni. Stigalagerinn, S: 5641890 Stórar lopapeysur til sölu Verðl2- 15 þús. Uppl. í síma 898-3827 Til sölu jólagrindur með innbyggðri 20 Ijðsa seríu 60x90cm. Tilvalið fyrir jólaskraut og jólaóróa frá Georg Jensen, til [ rauðu og hvítu. Verð 3500kr. Uppl. ÍS:6948669 til kl. 21 á kvöldin eða á http://vefpostur.internet.is/jons@ internet.is Kjarnaborar Sagarblöð Slípibollar lönbúð 1 • Garðabær Simi 565 8060 • www.fornny.is Hágæða vörur frá Arabíska furstadæminu t.d. Leonardo, Reganci og juliana. fæst hvergi annarsstaðar á ísl. Verslunin Sigurstjarnan ( bláu húsunum) fákafeni. opið virkad. 11-18 lau.11-15 S5884545 Þjónusta BÓKHALD Bókhald,Laun,Vskuppgjör,skattframtöl. Góð og ódýr þjónusta. S: 6997371 5LVUR Tölvuþjónusta - Fyrirtæki Þjónustum fyrirtæki með 1-30 tölvur. S: 615-2000 www.tolvudeildin.ne SPÁDÓMAR Spásíminn 908-6116 Sirrý Heilsa, ástir, fjármál Einkatímar 845-4009 f ......... : „ ,i ~ Iðnaðarmenn KJARNABORUN STEINSÖGUN MÚRBROT ðtek Hafsteinn Daníelsson ehf. Síml: 862 8874 - 433 8949 Vlð getum bætt vlð okkur verkefnum strax og fram að jólum, tökum að okkur fnnanhús málun, smíðar, slípun,ng parketilagnír ásamt mörgu fleira. Uppl í sfima 8603814 V J HEILSUVÖRUR Betri heiisa - betra lífl Þú léttist með Herbalife. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. S. 892 8463 & 868 4884.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.