blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006
blaðið
Þreytt á
að vera
hlutlaus
Eg held að pólitískur
áhugi hafi alltaf fylgt
mér. Hvað er að hafa
áhuga á pólitík? Það er
að hafa áhuga á samfé-
laginu og því hvernig lífi
við lifum og hvernig við hugsum um
okkur sjálf og aðra í kringum okkur.
Ég lít til dæmis á það sem ákveðna
pólitík að kenna ungum stúlkum
skák og hjálpa örlítið til við að um-
bylta karlaveldinu í skákheiminum,"
segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
forseti Skáksambands íslands, sem
býður sig fram í prófkjöri Vinstri
grænna á höfuðborgarsvæðinu. Auk
þess að vera forseti Skáksambands-
ins hefur hún starfað sem alþjóða-
ritari á alþjóðasviði Alþingis og
sem framkvæmdastjóri þingmanna-
nefndar um norðurskautsmál.
„f tíu ár bjó ég erlendis, í Bandaríkj-
unum, Þýskalandi og Bretlandi og
tók þátt í alls kyns grasrótarstarfi.
Ég var meðlimur í sjálfboðaliða-
hreyfingum og vann mikið með
heimilislausum, börnum úr fátækra-
hverfum og innflytjendum. f Banda-
ríkjunum lærði ég sagnfræði og
stjórnmálafræði í Harvard og síðar
fór ég í framhaldsnám í heimspeki
í Cambridge í Bretlandi. Ég held að
vera mín úti þar sem ég hafði sjálf
aðgang að öllu því besta en var um
leið að vinna við að hjálpa fólki sem
hafði orðið undir í lífsbaráttunni
hafi gert mig róttæka. Sú róttækni
hefur fylgt mér síðan,“ segir hún.
,Eftir námið í Bandaríkjunum bjó
ég í Berlín í eitt ár og vann meðal
annars í innflytjendamiðstöð fyrir
kúrdískar og tyrkneskar konur sem
höfðu margar búið í Berlín í mörg
ár en töluðu varla stakt orð í tungu-
málinu og voru nánast innilokaðar
heima hjá sér.
Svona starf er hápólitískt að því
leyti að maður er að reyna að breyta
samfélaginu til hins betra. Það sem
fékk mjög á mig á þessum árum var
að sjá grófa misskiptingu i návígi.
Annars vegar fólk sem hafði miklu
meira en allt til alls og svo lítil börn
sem voru vannærð. Ekki bara van-
nærð vegna skorts á mat og húsnæði
heldur skorti þau einnig umhyggju
og kærleika og þörfnuðust þess að
einhver tryði á þau.
Ég var erlendis í tíu ár en það
sem ýtti mér hingað heim árið
2000 var sá möguleiki að senda
íslenskt kvennalandslið í skák
á Ólympíumót. Það hafði ekki
verið gert í sextán ár og var búið
að vera baráttumál okkar skák-
kvenna lengi. Það verkefni tókst.“
Kom grátandi heim
Víkjum að skákinni. Vaknaði skák-
áhuginn strax þegarþú varst krakki?
„Ég ólst upp á heimili þar sem
það þótti jafn eðlilegt að tefla eins
og að fá sér morgunmat og hlusta á
fréttir. Amma Lilja var snjöll skák-
kona og tefldi við okkur krakkana.
Það sama gerði pabbi og móðurafi
minn. Frá því ég var fimm ára var
taflmennska hluti af lífinu. Mér
fannst skrýtið að uppgötva að það
voru ekki allir sem tefldu.
Kannski vegna þess að ég kynnt-
ist skák í gegnum ömmu mína þá
hef ég alltaf litið á skák sem ákveðið
tjáningar- og samskiptaform.
„Maður verður alltafað
finna einhvern leik jaftwel
þótt staðan virðist vonlaus.
Þatinig endurspeglar skákin
sjálft lífið. Það er dýrmæt
lexía í lífinu að ntaður eigi
alltaf einhvern leik."
Glœsilegt
úrval af
undirfatnaði.