blaðið - 25.11.2006, Síða 41

blaðið - 25.11.2006, Síða 41
blaðiö LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 45 Opinber skráning bifreiöa lyrir janúar ■ april 2006 í 15 löndum: Belgiu, Finnlandi, Þýskalandi, Bretlandi, Grikklandi, Irlandi, Italiu, Lúxemborg, Noregi, Portúgal, Spáni og Sviþjóö. sínir geti talað saman eins og fólk og að það sé hægt að fá tíma með þeim án stjúpforeldra öðru hvoru,“ segir Valgerður og bætir við að hún reki sig oft á það að fólk í stjúptengslum líti jafnvel ekki svo á að það sé i stjúp- tengslum. „Jafnvel þótt barn komi aldrei á heimili annars kynforeldris þá hefur fjarvera þess sem og fjar- vera og afskiptaleysi kynforeldris oft mikil áhrif. Það getur til að mynda haft áhrif á tengsl stjúpforeldra og stjúpbarna því foreldrið getur verið fullt sektarkenndar og haldið aftur af sér í samskiptum við stjúpbarn sitt. Barn sem afskipt af foreldri upplifir höfnun sem er mjög sár og er hún ekki gott veganesti út i lífið.“ Uppskrift að vonbrigðum Valgerður segist hafa lært af eigín reynslu að sveigjanleiki sé mjög gagn- legur i stjúpfjölskyldum og það eigi ekki síst við fyrir jólin. „Flestir eru með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig og hvar jólin eigi að vera. Það er uppskrift að vonbrigðum ef maður heldur alltaf í það sem var en tekur ekki mið af breyttum að- stæðum. Það sem hentar tveggja ára börnum hentar kannski ekki þegar sömu börn eru ío eða 15 ára. Einmitt út af því þurfa foreldrar að vera i sífelldri endurskoðun hvað varðar hagsmuni barnanna. Það er vitan- lega samningsatriði hvar börnin eiga að vera um jólin og taka þarf tillit til óska og aldurs barnanna en ef for- eldrar geta ekki leyst það þá legg ég til að þau leiti aðstoðar þriðja aðila. Aðal- atriðið er að börn finni að það sé sam- komulag á milli foreldranna og allt sé gert í sátt. Þá geta þau farið með góðri samvisku til pabba eða mömmu á að- fangadag. Við sem foreldrar búum oft til þessar hindranir sjálf. Hvað varðar jólagjafir þá finnst mér persónulega það vera ágæt lausn að foreldrar gefi áfram sínum börnum gjafir saman, ef það gengur. Stjúpforeldri og stjúp- börn gefa þá saman. Það er hins vegar aldrei nauðsynlegt en það getur verið ákveðið frelsi í því.“ Mælikvarði á gæði Valgerður segist telja að það sé hvergi meiri þörf á þvi að fólk fái ráð- gjöf fyrir stofnun sambands heldur en í stjúpfjölskyldum. „Það ereinfaldlega vegna þess að fólk skortir fyrirmyndir en flestir fara í sambönd uppfullir af hugmyndum um hvernig hlutirnir eigi að vera. Þetta þarf ekki að vera vandamál ef vitað er við hverju á að búast og rætt er um málið. Það sem er verst er þegar þetta verður til þess að par fari i sundur í stað þess að verkefnin þjappi þeim saman. Stjúp- fjölskyldan er að glima við öll þau verkefni sem fyrri fjölskyldan glimdi við að viðbættum þessum tilfinninga- tengslum. Tengsl stjúpforeldra og stjúpbarna eru ákveðinn mælikvarði á gæði og vellíðan stjúpfjölskyld- unnar. Það eru þau tengsl sem þarf virkilega að styrkja jafnframt því að börn haldi góðum tengslum við báða kynforeldra sina. Við fullorðna fólkið þurfum að skilja að barnið græðir á góðum tengslum við alla aðila. Þegar verið er að hindra samskipti við kyn- foreldra þá er það skammtimahugsun vegna þess að foreldrið veit ekkert hvenær barnið þarf á hinu foreldrinu að halda og hvenær foreldrið þarf jafn- vel sjálft á þvi að halda að barnið eyði tíma með hinu foreldrinu." Báðarfjölskyldurnar skipta málf Samkvæmt Valgerði er mikilvægt að hafa i huga að báðar fjölskyldur kynforeldra skipta máli, að önnur fjölskyldan sé ekki merkilegri en hin. „Börnin græða á tengslum við báðar fjölskyldur. Ef það eru ekki sam- skipti við kynforeldri þá má skoða þann möguleika hvort það sé einhver annar í þeirri fjölskyldu sem barnið geti tengst við.“ Valgerður segist vera mjög hlynnt sameiginlegri forsjá. „En það þarf að hafa í huga að við erum að ætlast til þess að fólk sem er að skilja vinni mjög vel saman. Fólk sem gat jafnvel ekki talað saman áður. Það þarf því að styðja við þessa einingu og styðja við fólk sem tekur þá ákvörðun að slíta hjónabandi. Það er tilraun í gangi um svokallaða sáttameðferð, að fólk vinni úr deilumálunum og reyni að finna lausnir. I sameiginlegri forsjá þarf að hugsa hvað barninu sé fyrir bestu. Ég hef unnið sem ráðgjafi í grunnskóla og maður finnur að skilnaður og samkomulag foreldra geta haft áhrif félagsleg tengsl barn- anna. Ef 12 ára barn fer aðra hvora helgi til foreldris hvaða áhrif hefur það á möguleika barnanna til að halda vináttutengslum við jafnaldra? Slíkt getur haft slæm áhrif ef vinirnir koma aldrei með eða barnið fær lítið tækifæri til að hitta þá.“ Tilraunastöðvar fyrir öll möguleg tengsl Valgerður talar líka um að oft virð- ist sem stjúpmæður verði þreyttar á ástandinu heima fyrir þar sem álagið „ Efforeldri horfir á tvö börn ganga inn í herbergi og annað er þeirra blóðbarn þá er mjög líklegt að foreldrið geti haft ólíkar tilfinningar gagnvart þessum börnum." sem fylgir mikilli vinnu maka virðist stundum lenda á þeim. „Þegar par er í barnlausu sambandi þá hefur það tíma til að knúsast upp í sófa og ríf- ast um tannkremstúpuna. Svo kemur barn i heiminn og þá myndast oft alls kyns deilur enda hefur álagið aukist. Það sem gerist í stjúpfjölskyldunni er að þetta kemur allt með fullum þunga til að byrja með. Stjúpfjölskyldur eru hálfgerðar tilraunastöðvar fyrir öll þau mögulegu tengsl sem upp geta komið. Ef rætt er um málin þá geta stjúpfjölskyldur orðið mjög starf- hæfar fjölskyldur því vandamálin eru svo áþreifanleg að það verður að takast á við þau. Ef ég tek sem dæmi par með eitt barn sem kaupir íbúð saman. Maðurinn er með hærri laun og vinnur mjög mikið. Konan er alltaf ein heima með barnið og er mjög þreytt á þvi að maðurinn sé aldrei heima. Ef við snúum dæminu við og maðurinn á barnið þá verður konan sem situr heima óneitanlega pirraðri, sérstaklega í ljósi þess að barnið kom til að hitta föður sinn,“ segir Valgerður og nefnir annað dæmi sem er þvi miður frekar algengt að hennar mati. „Annað foreldrið getur staðið sig mjög vel sem einstætt foreldri en svo fer það í samband og þá er barninu hálfpart- inn hent í fangið á nýja makanum. Allt á því að vera eins og það var í gamla sambandinu og sömu hlutverk eiga að gilda. í slíkum aðstæðum má stundum nota sömu úrlausnirnar og þegar foreldrið var einstætt, að útvega pössun eða einfaldlega vinna minna. Það gengur best þegar það er jafnrétti á heimilinu, þar sem báðir aðilarnir hugsa um börnin og báðir aðilar gera allt sem þarf að gera. Ef það er þessi gamaldags kynjaskipting þá reynir það mest á sambandið. Að ég tali nú ekki um vinnutímann en langur vinnudagur bitnar á öllum fjölskyldugerðum og sérstaklega illa á stjúpf)ölskyldum.“ svanhvit@bladid.net Fiat Grande nmn Númer 1 í E e Punto Evrópu www.euroncap.com Þú gætir unnið ævintýraferð til Veróna fi § I V,Ti m m jpMJr. ■xrez> Bílaumboðið Saga IFIRO Æ Opið: virka daga frá 8-18 laugardaga frá 12-16 Malarhöfða 2a • HOReykjavlk Slmi 570 9900 • www.fiat.is Fnrrafi X,

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.