blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 36
4 0 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 blaðið Kaup Eggerts Magnússonar ogfélaga á enska úrvalsdeild- arliðinu West Ham í vikunni \ hafa vakið verðskuldaða athygli enda um heldur óvettju- lega fjárfestingu að ræða. í kjölfarið hafa margir veltfyrir sér livort hér sé komittn fram nýr kostur fyrir tslenska fjár- festa í útrásarhug. Hver veit nema erletidum liðum í eigu Islendinga eigi eftir að fjölga á næstu tnisserum og loksins verði hægt að tala um raun- veruleg Islendittgalið. Blaðið Ispurði nokkra valinkunna fótboltaáhugamenn uttt hvaða fótboltalið þeir myttdu vilja kaupa ef þeir hefðu tök á því. Vill frekar kaupa handboltalið Ég myndi vilja kaupa Liverpool ef ég væri svo rík að geta keypt heilt fótboltalið. Ég hef haldið með liðinu síð- an ég var fimm ára gömul og því með sterkar taugar til liðsins. Það er orðið ansi langt síðan þeir hafa náð í almennileg- an titil í Englandi þó að þeir hafi unnið Meistaradeildina og kominn tími til að þeir fari að vinna fleiri titla. Það hefur verið leiðinlegt að horfa upp á liðið sitt spila eins illa og þeir hafa gert á þessu tímabili. Ef ég eignað- ist liðið myndi ég fá fagmenn með mér í lið og reyna að snúa liðinu til sigurs. Þrátt fyrir að liðinu hafi gengið illa þá tel ég að kaupin séu mjög gróðavænleg enda hefur lið- ið verið topplið í Englandi i mörg ár og alltaf selt mikið af varningi og miðum á leiki. Annars myndi ég nú helst vilja kaupa handboltalið ef ég fengi að velja. Þá yrði ann- að hvort fyrir valinu Viborg eða mitt gamla lið Ribe í Dan- mörku og ég myndi þá beita mér fyrir því að koma liðinu aftur upp í dönsku úrvalsdeildina. Ágústa Edda Björnsdóttir, landsliöskona í handbolta wmtmuam Lið sem stjórnar skapsveiflum Þetta liggur nú nokkuð ljóst fyrir. Manchester United, uppáhaldsklúbburinn minn og liðið sem stjórnar skapsveifl- um mínum, hlýtur að vera liðið sem ég myndi vilja kaupa. í fyrsta lagi er þetta stórkostlegt lið og góð fjárfesting. Eft- ir að bandaríska innrásin hófst eru ekki allir United-menn jafnsammála um komu þeirra til félagsins þannig að ég held að ég myndi geta orðið nýr Eggert Magnússon yngri kynslóð- arinnar. Ég hugsa að þeir yrðu sáttari við íslenska innrás en bandaríska. Mér finnst æðislegt að íslendingar séu að kaupa erlend lið og fagna þessari íslensku útrás svo lengi sem við ráðum við hana. Þetta má ekki vera eins og með heimilisbókhaldið þar sem maður tekur alltaf yfirdrátt og fær allt í hausinn seinna. Annars er ég alveg sáttur við þessar fjárfestingar, sérstak- lega í enska boltanum. Það má nefna að rekinn er Manchester United-klúbbur á íslandi og hann á 50 ársmiða á Old Trafford. Á hverjum einasta heimaleik Manchester United í vetur eru að minnsta kosti 50 íslendingar. Ljundberg heillar Ég myndi kaupa fótboltafélagið Arsenal og þá einna helst vegna þess að Ljundberg er svo sætur. Hann er ekki bara góður fótboltamaður heldur er hann líka alger sjarmör. Ég er reyndar í föstu sambandi þannig að ég myndi bara nota stöðu mína sem eigandi liðsins til að geta dást að Ljundberg úr heiðursstúkunni. Síðan myndi ég vilja kynna hann fyrir vinkonu minni sem er á lausu en hún er einnig heilluð af feg- urð fótboltamannsins frækna. Arsenal er líka gott lið, í þriðja sæti í deildinni og því um ágætis fjárfestingu að ræða að ég held. Annars fylgist ég ekki mikið með ensku knattspyrnunni og held ekkert sér- staklega með Arsenal, það er aðallega Ljundberg sem væri ástæða fyrir kaupunum. Ræturnar fyrir noröan Ætli ég myndi ekki bara vilja kaupa Ung- mennafélag Svarfdæla á Dalvík. Ástæðurnar fyrir þessu vali eru nú mjög einfaldar en ég er sjálfur Dalvíkingur og myndi vilja hlúa eilítið að þeim rótum og reyna að koma Dalvík á kort- ið í fótboltanum. Ég held að liðið gæti alveg náð frægð og frama á erlendri grundu ef rétt væri á spilum haldið. Maður þyrfti auðvitað að finna færan þjálfara til að stýra þeim til sigurs. Ef Ung- mennafélag Svarfdælinga væri ekki falt fyrir fé þá hugsa ég að ég myndi vilja kaupa Liverpool og koma því aftur í fremstu röð í ensku deild- inni. Ég myndi byrja á því að skipta þjálfaran- um út fyrir einhvern hæfileikaríkari. Ég veit ekki hvort ég sjálfur væri kandídat í starfið en mögulega myndi ég ganga í verkið og ráða mér bara góðan aðstoðarþjálfara til að hjálpa mér með þetta mikla verkefni. Líklega myndi ég byrja á því að ráða Frank Rijkaard sem nú held- ur um stjórnartaumana hjá Barcelona. Hann Björn Ingi Hilmarsson leikari gæti ábyggilega gert góða hluti með okkur. Truarlegar astæður ráöa valinu Ég myndi velja Manchester United af trú- arlegum ástæðum. Það er stærsta, flottasta og besta lið í heimi og yrði tvímælalaust góð fjárfesting. Ég geri ráð fyrir að maður gæti keypt það án þess að skuldsetja sig of mik- ið. Það er ekkert lið góð fjárfesting ef maður skuldar allt. Það var bandarískur auðkýfing- ur sem keypti Manchester United ekki alls fyrir löngu en það verður líklega ekki góð fjárfesting af því að það voru svo skuldsett kaup. Ekkert lið í heimi stendur undir mjög skuldsettum kaupum en ef staðið væri rétt að málum myndi Manchester United standa undir sér. Maður setur svolítið spurningarmerki við það þegar auðkýfingar eru farnir að safna liðum. Það er erfitt að finna menn eins og Romano Abramovits sem eru tilbúnir að tapa milljörðum. Chelsea skilaði á síðasta ári meiri taprekstri en nokkurt annað lið hefur gert í sögu enskrar knattspyrnu. Ég Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður er ekki viss um að Björgólfur sé tilbúinn til þess að tapa miklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.