blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 blaöiö INNLENT STÉTTARFÉLÖG Hafnfirðingar sameinast VR Félagar í Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar samþykktu í gær að sameina félagið VR, sem eitt sinn hét Verzlunarmannafélag Reykja- víkur. 94 prósent þeirra sem greiddu atkvæði voru fylgjandi sameiningu. ALCOA Á HÚSAVÍK Opnar skrifstofu Alcoa hefur opnað skrifstofu og upplýsingamiðstöð á Húsavík vegna hugsanlegs álvers í landi Bakka við Húsavík. Miðla á upplýsingum um Alcoa og hugsan- legt álver til hagsmunaaðila á Norðausturlandi svo sem sveitarfélaga, samtaka atvinnulífsins og íbúa. LANDSVIRKJUN Ómar fær átta milljónir Landsvirkjun ákvað á stjórnarfundi í gær að styðja verkefni Ómars Ragnarssonar, Örkina, um átta milljónir í stað fjögurra sem upphaflega hafði verið áætlað. Ómar fær styrkinn fyrir kvikmyndagerð um myndun Hálslóns. Landsvirkjun fær afnot af myndefni Ómars, en hann og sam- starfsmenn fá húsaskjól og fæði í búðum Landsvirkjunar.. ÉUmsóknir um vegabréf Myndatökur verða á veg- um atvinnuljósmyndara Héraðsdómur úrskurðar um vegabréf: Ljósmyndarar taki myndir Ljósmyndurum með iðnréttindi og nemendum í ljósmyndun er einum heimilt að taka ljósmyndir í vegabréf hjá sýslumönnum og lögreglustjóra. Þetta úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur í gær. Félag ljósmyndara hafði lagt fram kæru á hendur ríkinu vegna ókeypis myndatöku fyrir vega- bréf á vegum sýslumanna sem ófaglærðir inntu af hendi. Hjá ljós- myndurum hefur myndatakan kostað um 2500 krónur. „Þetta er sigur fyrir sýslumanns- embættin því að nú fá þau al- mennilegar myndir í gagnagrunn sinn. Þetta er einnig sigur fyrir þá sem eru með iðnréttindi,” segir Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmyndarafélagsins. „Málið var í raun eins fáránlegt og það gat verið. Það er lögreglu- stjórinn sem gefur út sveins- og meistarabréfin og hann var að brjóta eigin reglugerðir,” bætir Gunnar Leifur við. Hann segir næstu skref enn ekki hafa verið ákveðin þar sem hann eigi eftir að fara yfir dóminn með sínum fé- lagsmönnum og lögmanni. I fram- haldinu verði ákveðinn fundur með aðilum málsins. Skuggahirðir MÖGNUÐBÓK Hefur selst í yfir milljón eintökum „ævintýralega spennandi" OBSERVER 232 blaðsíður / innbundin 0HUÓÐBÓK.IS Enski boltinn Skjár sport og Sýn kepptu um sýningaréttinn á enska boltanum. Sýn hafði betur og er tal- ið að stöðin greiði á annan milljarð fyrir. Harðri baráttu um sýningarréttinn á enska boltanum lokið: Sýn borgar á annan milljarð fyrir réttinn ■ Útsendingarrétturinn alltof dýr ■ Þýðir ekki annað en að spila til sigurs Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þegar upphæðin var komin vel á annan milljarð þá hættum við að taka þá í leiknum. Þetta er löngu hætt að vera viðskiptalegar forsendur sem liggja að baki,“ segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins. Skjár sport og Sýn kepptust nýverið Um sýningaréttinn á enska boltanum. Þeirri keppni lauk með sigri Sýnar. Samkvæmt heimildum hljóðar heildartilboð sjónvarpsstöðv- arinnar upp á 1,2 milljarða króna. „Kostunaraðilarnir þurfa að vera ansi öflugir til að standa undir þessu tilboði. Mér sýnist þarna Baugur einfaldlega vera að kaupa enska boltann aftur inn í fyrirtækið,“ segir Magnús. Ari Edwald, forstjóri 365, vill ekki staðfesta hversu mikið fyrirtækið Æ Lönguhættað vera viðskipta- X legar forsendur Magnús Ragnarsson Sjónvarpsstjóri Skjás Eins Þýðir ekkert annað en að spila til sigurs Ari Edwald Forstjóri 365 greiðir fyrir sýningaréttinn. Hann segir ljóst að tilboðið sé á viðskipta- legum forsendum. „Ef maður ætlar á annað borð að taka þátt í leiknum þá þýðir ekkert annað en að spila til sigurs. Ég geri ráð fyrir því að tilboð Skjás sports hafi ekki verið mjög fjarri okkar,“ segir Ari. Hann segiSt sammála því að verð fyrir íþrótta- efni hér á landi sé alltof hátt og úti- lokar að Baugur sé í lykilhlutverki í kaupunum. „Við hefðum ekki getað greitt þetta verð nema hafa nú þegar tryggt okkur kostendur fyrir stórum hluta þess. Hverjir þeir eru kemur í ljós þegar útsendingar hefjast." Baráttan um sýningarréttinn frá enska boltanum hefur verið mjög hörð allt síðan Sýnarmenn hrepptu réttinn til útsendinga árið 1997. Aður hafði Sjónvarpið sýnt frá enska bolt- anum áratugum saman. Skjár einn kom síðan á óvart með því að hreppa sýningarréttinn fyrir þremur árum eftir harða baráttu við Sýnarmenn. Fyrsta árið var enski boltinn sendur út í opinni útsendingu á Skjá einum en þetta ár og síðasta hefur hann verið sendur út á Skjá sporti, systur- stöð Skjás eins. Fyrsti miðstjórnarfundur Framsóknar frá formannskjöri: Fylgið streymir annað FYLGI FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Á LANDSVÍSU* 11% X f! ‘Samkvæmt þjóðarpúlsi Capacent Gallups „Fylgið hefur streymt frá Fram- sóknarflokknum og það mun reyna mikið á nýja forystu að ná því til baka,“segirKristinnH.Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Fyrsti miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins frá því Jón Sigurðs- son tók við formannsembætti af Halldóri Ásgrímssyni verður hald- inn á Hótel Loftleiðum í dag. Flokkurinn hefur komið illa út úr skoðanakönnunum að undanförnu og því ljóst að það er við ramman reip að draga þegar aðeins sjö mán- uðir eru til kosninga. Verðum að stilla saman strengi. Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Björn Ingi Hrafnsson, varaþing- maður og borgarfulltrúi, segir stöðuna vissulega vera dökka og telur mikilvægt fyrir flokkinn að nýta þingið í dag til að stilla saman strengi. „Það er ekkert grætt með því að neita að viðurkenna að út- litið sé dökkt. Menn þurfa að velta ástæðunni fyrir sér og fara yfir málefnastöðuna og stilla saman strengi." Björn segist ekki eiga von á því að forystukreppa Framsóknarflokks- ins frá því í vor muni draga dilk á eftir sér. „Það skapaðist mikið tóma- rúm þegar Halldór Ásgrímsson hætti sem formaður. Það tómarúm leystist síðan á flokksþingi þegar nýr formaður fékk afgerandi kosningu.“ k *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.