blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 blaðið HÚN SAGÐI JÓNÍNA í STAÐ GALLUP? Viðbrögð Jónínu segja mér að við hér á Útvarpi Sögu erum á réttri leið í þessari ** rannsóknarblaðamennsku.” ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR ÚTVARPSSTJÓRIIADSENDRI CREIN SEM BIRTIST I BLAÐINUIGÆR. Hið nýnefnda Tunguhverfi á ísa- firði Lundir þóttu ekki samræmast landsháttum og sögu Mynd/HallddrSveinbjarnarson Nafnabreytingar á ísfirskum götum: íbúar vita ekki hvar þeir eiga heima ■ Fá upplýsingar úr blööunum ■ Byggir viö eina götu en býr viö aöra Eftir Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net íbúar í hinu nýja Tunguhverfi á ísafirði hafa litlar sem engar upp- lýsingar fengið varðandi hin nýju götunöfn hverfisins. Hverfið, sem er nýtt, hafði áður hlotið nafnið Lunda- hverfi en vegna mikillar óánægju með nafnið stendur til að breyta því í Tunguhverfi. Hverfið er enn i byggingu en þó eru nokkrir íbúar nú þegar fluttir inn í hús sín. „Eg verð eiginlega að segja að ég veit nú ekki einu sinni hvaða nafn kemur á götuna ennþá,“ segir Al- bert Heiðarsson sem er að byggja sér hús við Fífutungu. Þegar Albert hóf byggingu á húsinu sínu byggði hann við Grenilund en nú veit hann ekkert hvar hann er að byggja. Hann vissi að fyrirhuguð nafnabreyting stæði til en hann segir að eigendur húsa og lóða hafi litlar sem engar upplýsingar fengið varðandi þessi nýju nöfn. Kunni vel við Grenilund „Mér finnst þetta nú ekki fallegt nafn, ég kunni betur við Greni- lundinn," segir Albert eftir að hafa fengið að heyra í fyrsta sinn, frá blaðamanni, hvar hann býr. Albert kvartar undan því að upplýsinga- flæðið frá fsafjarðarbæ sé af mjög skornum skammti. „Það er ekkert rætt við okkur um þetta, þetta er bara það sem við lesum í blöðunum og búið.“ Hann segir einnig að honum þætti gaman að vita hvort fsafjarðarbær muni taka við þeim kostnaði sem hús- og lóðaeigendur voru búnir að greiða áður en til nafnabreytingarinnar kom. „Nú er búið að rukka lóðaleigugjöld og annað á þessi hús og ísafjarðarbær hlýtur að taka á sig kostnaðinn við að breyta því aftur.“ Nýtilkomið Jóhann Birgir Helgason, sviðs- stjóri tæknideildar ísafjarðarbæjar, segir að ástæðan fyrir þessum skorti á upplýsingum til íbúa sé hreinlega sú að ekki hafi verið farið í kynningu á henni fyrr en hún var samþykkt. Nafnabreytingin var samþykkt af bæjarstjórn á fimmtu- daginn með afgerandi hætti, átta greiddu atkvæði með breytingunni en engin á móti. Því munu bæjaryf- irvöld á næstu dögum hefja kynn- ingu á hinum nýju nöfnum á næstu dögum. Aðspurður um hvernig þetta um- deilda nafn, Lundahverfi, hafi verið tilkomið segir Jóhann að á sínum tíma hafi verið óskað eftir tillögum um nafn á hverfið. Tillögurnar sem bárust þóttu ekki nógu góðar. „Þá voru þessar tillögur um Lundi settar fram og einhverra hluta vegna voru þær samþykktar á öllum stöðum.“ framleiðendur Eragon. Ævintýri Júlíu halda áfram í þessu framhaldi af metsölubókinni Er ég bara flat- brjósta nunna? Þetta er málið, stelpur! Hrollvekjandi spennusaga fyrir unglinga. Allir venjulegir, Ijótir, fara í skurðaðgerð til að fá útlit súpermódels, en ... 1. bókin af þremur. Kvikmynd á leiðinni eftir Tindur ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.