blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2 54 Banvæn sprauta Síðasti fanginn sem tekinn var af lífi í rafmagnsstólnum í Texas var Joseph Johnson en hann var líflátinn árið 1964 en Texasríki hóf að nota banvænar sprautur til þess að lífláta fanga á dauðadeild árið 1977. blaöiö Hengdir Á árunum 1819 til 1923 voru glæpamenn teknir af lífi í Texas í Bandaríkjunum með því að hengja þá en farið var að nota raf- magnsstólinn árið 1924. Dúnúlpur Rúskinnsúlpur Leðurjakkar Vattkápur Hattar — Húfur Leðurhanskar Ullarsjöl Góð gjöf r Utsöluhorn 50 % afsl. Góðar vörur Mörkinni 6, Sími 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl 10-16 i t m K3 1 [ W ffÉi^ g § a tósfí Jf**J Quebec Toronto Winnipeg Niagara fossarnir Klettafjöllin Mont Tremblant - fjölskytduparadísin við Montreal 10.000 kr. afsláttur Þeir sem bóka strax geta tryggt sér 10.000 kr. afslátt á mann. Fyrstu 1000 sætin Mundu MasterCard j ferðaáinsunina/6 /Rt w (.icasu Frábært verð Frá 38.595 kr. - Montreal í viku Netverð á mann með 10.000 kr. afcl., m.v. 2 fuliorðna og 2 börn, 2-17 ára, vikufcrð 17. maí, á Hotcl Lord Berrí ***+ í Montreal. Frá 49.995 kr. - Mont Tremblant í viku Netverð á mann mcð 10.000 kr. afcl., m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-17 ára, vikuferð 17. maí, á Hotel La Tour des Voyageurs **** í Mont Tremblant. *) Netvcrð á mann. Flugszti báðar leiðir mcð sköttum. fárgjald A. - ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði á þcssu verði. Takmarkað sætaframboð með afclætti á hvcrri dagsetningu. Lzgsu fargjald uppsclt á cinhvcrjum dags. Heimsferðir Skógarhlíó 18 • 105 Reykjavik • Simi 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður simi: 510 9500 heimili if 9 M* fsl* f:«l Auglýslngasimlnn er 510 3744 i Frr.TtvH Christian Jungers var 48 ára gam- all þegar hann missti sveindóminn. Hans fyrsta kynlífsreynsla var með eldri konu, en þegar hann var orðinn sextugur varð hann ástfanginn af 13 ára stúlku - barnabarni konunnar sem hann var með. Njósnaði um konur Frá kynþroska fram undir miðjan aldur fullnægði Jungers þörfum sín- um í gegnum draumóra sína. Hann var með ungar stúlkur á heilanum og varð ástfanginn af 11 ára nágranna- stúlku sinni þegar hann var 22 ára. Hann njósnaði um hana á meðan hún lék sér í garðinum heima hjá sér og dag einn tók hann af henni mynd þeg- ar hún sá ekki til. Þegar myndin hafði verið framkölluð klippti Jungers and- litið út og límdi á mynd af nöktum kvenlíkama úr klámblaði. Jungers baö hana um að sækja fyrir sig drykk. Á meðan hún fór inn í eldhús tók hann upp hnífinn. Þegar hún kom aftur með drykkinn stökk hann á hana og rak hnífinn í bringu hennar. Þetta stundaði hann fram eftir aldri. Skemmtilegast þótti honum að taka myndir af stúlkum og konum sem hann þekkti. Andlitin límdi hann alltaf á myndir úr klámblöðum. Áður en hann gældi við sjálfan sig skrifaði hann viðbjóðslegar setningar undir myndirnar sem lýstu hvað hann vildi gera við þær. Meðal þess sem hann skrifaði var að hann vildi stinga nál- um í brjóst þeirra, bíta brjóst þeirra af og rista þær á hol. Þrátt fyrir sjúka draumóra sina taldi sálfræðingur hann ekki hættulegan þegar seinna komst upp um myndasafn hans. Gekk vel í starfí Eftir að skólagöngu Jungers lauk fékk hann vinnu sem yfirmaður hjá póstþjónustu. Honum gekk vel í starfi og var fljótlega hækkaður í tign. Laun- in sín notaði hann til að kaupa dýr föt, en stórum hluta eyddi hann í að reyna að kaupa sér vini, með því að bjóða fólki út að borða og í leikhús. Þá var hann duglegur við að splæsa á barnum. Þrátt fyrir þetta eignaðist hann aldrei alvöru vini. Dag einn á seinni hluta tíunda ára- tugarins hittir hann Régiane. Hún var eldri kona sem fannst Christian Jungers frábær fengur. Dóttir Régi- ane og hennar börn dáðu Jungers. Hann brást við með því að baða þau í gjöfum. Jungers flutti inn til Régi- ane og virtist svo ánægður með lífið með nýju fjölskyldunni sinni að hann gleymdi að vitja íbúðar sinnar hinum megin í bænum. Hann gleymdi meira að segja að borga leiguna. Leigusalinn fékk að lokum nóg og fór inn í íbúð Jungers og ætlaði að henda eigum hans út á götu. Það sem hann fann inni í íbúðinni kom honum hins veg- ar í opna skjöldu. Óeðlilegur áhugi á klámi Hvereinastivegguríbúðarinnarvar þakinn klámmyndum. Á gólfinu lágu klámtímarit, myndbönd og myndir út um allt. Á þessum tíma voru Belg- ar í kasti yfir nauðgaranum og morð- ingjanum Marc Dutroux þannig að leigusalinn ákvað að tilkynna fund- inn til lögreglu. Jungers var færður til yfirheyrslu þar sem hann játaði óeðli- legan áhuga sinn á klámmyndum. „Það kann að hljóma undarlega," sagði Jungers í yfirheyrslu, „en ég hef ekki brotið lögin. Ég nauðgaði ekki neinni, er það nokkuð?" Hann hafði lög að mæla en lögregl- an sleppti honum ekki fyrr en hann hafði gengist undir sálfræðirannsókn. „Hann segist hafa stundað þetta síðan hann var ungur,“ sagði sálfræðing- urinn í skýrslu sinni. „Hann er aug- ljóslega sadisti og hann fullnægir þörfum sínum með hjálp mynda. Það eru samt engar líkur á að hann muni gera eitthvað alvarlegra." Lögreglan sleppti Jungers, sem á einhvern ótrú- legan hátt náði að halda handtöku sinni leyndri fyrir kærustu sinni og börnum hennar. Eftir nokkur hamingjurík ár fór Jungers út af sporinu þegar Nadége, dótturdóttir kærustu Jungers, vildi sofa inni hjá Allyson, systur sinni. Jungers brást reiður við og sagðist ekki taka það í mál. Nadége mátti ekki verða undir áhrifum frá neinum - ekki einu sinni systur sinni. Nadége, sem var 13 ára á þessum tíma, var uppáhaldið hans. Hún átti að vera al- gjörlega hrein. Seinna kom í ljós að Jungers var ást- fanginn af Nadége. Hann bað hana um að giftast sér þegar hún yrði 18 ára og gaf henni hring. Stúlkunni tókst ekki að fela hringinn og móðir hennar var ekki sátt. „Þú verður að hætta að gefa dætrum mínum gjafir,“ sagði hún Jun- gers. „Það er ekki heilbrigt að gefa 13 ára stúlku hring!“ Jungers var í miklu uppnámi og sendi Nadége SMS-skila- boð: „Bless, ég er farinn," og reyndi svo að svipta sig lífi með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Honum var komið á sjúkrahús þar sem lyfjunum var dælt úr maga hans. Nadége svar- aði ekki skilaboðum hans svo hann reyndi aftur að fremja sjálfsmorð í vikunni á eftir og fór aftur á sjúkra- hús. Ekkert bólaði á svari svo hann gerði þriðju sjálfsmorðstilraunina sem, eins oghinar, tókst ekki. Missti vitið I júlí árið 2003 sendi Nadége SMS í síma Jungers: „Ég fór í klippingu.“ Nóttina eftir gat Jungers ekki sofið. Tilhugsunin fannst honum hræðileg. Daginn eftir fékk hann annað SMS: „Ég er ein heima hjá mömmu. Ég þarf pening.“ Jungers sendi til baka: „Eg er að koma.“ Hann fór út í bíl og hafði með sér mynd af henni. Aftan á mynd- inni stóð: „Nad, blóð okkar er bland- að saman að eilífu." I vasa sínum geymdi hann eldhúshníf. Nadége var ein heima eins og hún hafði sagt. Jungers bað hana um að sækja fyrir sig drykk. Á meðan hún fór inn í eldhús tók hann upp hnífinn. Þegar hún kom aftur með drykkinn stökk hann á hana og rak hnífinn í bringu hennar. Nadége öskraði: „Hættu! Hættu! ég skal giftast þér, ég lofa!“ En Jungers virtist ekki heyra í henni. Hann stakk hana aftur og aft- ur, alls 20 sinnum. Þegar hún féll til jarðar, blóðug og líflaus, reif hann í föt hennar og beit annað brjóst henn- ar af. Skömmu síðar gekk hann inn á nærliggjandi lögreglustöð og sagði: „Ég drap Nadége.“ í janúar á þessu ári var Christian Jungers dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann sagðist ekkert muna eftir morð- inu en sagðist hafa farið yfir um þegar hann sá hár hennar stuttklippt. atli@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.