blaðið - 01.12.2006, Page 32

blaðið - 01.12.2006, Page 32
fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Fær Eggert að skrá West Ham í íslendingabók? „Þar sem afkvæmið er væntanlega óskilgetið og það leikur of mikill vafi á ætterni þess og móðerni, þá held ég að því miður sé ekki hægt að skrá það." Friðrik Skiilnson, stofnnmU Friðriks Skúlasonar ehf. og ættfræðiáhugamaður Eggert Magnússon lýsti því yfir á dögunum í viðtali við BBC að hann hygðist flytja til London til að geta verið nær barninu sínu, West Ham Un- ited. Friðrik er mikill áhugamaður um ættfræði (slendinga og rekur fyrir- tæki hans ásamt (slenskri erfðagreiningu ættfræðivefinn (slendingabók. 32 FðSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaöiö HEYRST HEFUR... Bókaútgefendur reyta hár sitt þessa dagana og senda Óttari Martin Norðfjörð, höfundi fyrsta bindis ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar, Hannes - Nóttin er blámamma, kaldar kveðjur. Ástæðan er sú að verk Óttars sem í reynd er ljósritaður tvíblöðungur hefur hreiðrað um sig í fyrsta sæti yfir mest seldu ævisögur, handbækur og fræðibækur í Pennanum-Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar, og er í öðru sæti yfir mest seldu bækur í öllum flokkum, hárs- breidd á eftir Konungsbók eftir Arnald Indriðason. í blóðugu bókastríðinu vilja margir útgef- endur allt til vinna til að verma þetta sæti en eins og gefur að skilja færast allar ævisögur sæti neðar. Fyrsta upplagið af Hannesi er uppurið en von er á fleiri eintökum innan tíðar. Allur ágóði af sölunni rennur til Mæðrastyrksnefndar. Mikil umræða hefur verið um aukna efnishyggju. Húsgagnaverslanir sem selja rándýr hönnunarhúsgögn spretta upp eins og gorkúlur. Sjónvarpsmenn og viðmæl- endur þeirra gubba á gólfið þegar þeir sjá ljótar innréttingar. Og nú er svo komið að Góði hirðirinn er farinn að fúlsa við húsgögnum og hlutum sem eru í góðu ásigkomulagi. Kona ein ætlaði að fara með persnesku motturnar sínar í hirðinn til að aðrir fengju notið þeirra. Hirðirinn vildi ekki hirða mott- urnar þar sem þær voru ekki í réttu tískulitunum, svörtum og hvítum, og enduðu motturnar persnesku því í ruslatunnunni. Bjarni Klemenz ætlar að athuga spennuafstöður á himni „Hvort laugardagskvöldið verður rafmagnaö eða ekki veltur allt á Júpíter eða hvort tungl eríspennuafstööu við Úranus Helgin veltur á hnéskel „Ég er með laskaða hnéskel þannig að ég er að búa mig undir rólega helgi og helgin mun þróast með tilliti til hnémeiðsla,” segir Bjarni Klemenz um áform sín fyrir helgina sem senn er að ganga í garð. Bjarni gaf út sína fyrstu bók núna fyrir jólin sem heitir Fenrisúlfur og kemur út hjá Nýhil. Bókin er spennusaga og ástarsaga með goða- fræðilegu og filmnoir-elementum með tengingu í nútímann. Sánabað á leyndum stað Ofangreind hnémeiðsli urðu þegar Bjarni var að aðstoða við flutninga og hann segir að óbæri- legur sársauki fylgi meiðslunum. „Ætli ég verði ekki fastur inni i her- berginu mínu í kvöld og ég ætla að nota tímann til að lesa mér til um Samúræja og kíkja aðeins í Byron. Á meðan ætla ég að láta kúrbít krauma á hellunni og laga linsu- baunasúpu. Ég hef líka hug á því að taka stefnuna á sánabað á leyndum stað í borginni. Kannski mun ég teyga eins og einn bjór á meðan á öllu þessu stendur,“ segir Bjarni um plön fyrir daginn í dag. Spennuafstöður á himni Bjarni segir að laugardagurinn velti allur á umræddri hnéske,l ef hún er í góðum gír ætlar hann að gera atlögu að heimildarleitarbíltúr um Sæbrautina. „Síðan ætla ég að halda áfram lestri um samúræja. Ég ætla að athuga hvaða spennuafstöður liggja í loftinu og hvort kvöldið verði rafmagnað eða ekki, það veltur allt á Júpíter eða hvort tungl sé í spennuaf- stöðu við Úranus. Ég hef líka hug á að liggja á Netinu og googla sjálfan mig í öllum föllum. Það væri líka in- dælt að geta brugðið sér aftur í sána- bað á laugardagskvöldið og eitthvað út á lífið þar á eftir. Það er algerlega óútreiknanlegt hvert það brölt leiðir mig. “ Bjarni hefur enn ekki gert sér ákveðnar hugmyndir um áform sunnudagsins en Bond í bíó eða pítsa verður þar einhvers staðar á dagskránni. „Ég er allavega með plön um að hugleiða og strauja skyrtuna mína.” SU DOKU talnaþraut 9 3 6 1 4 8 2 5 7 7 4 1 2 5 6 8 3 9 8 5 2 3 7 9 1 6 4 5 8 9 6 2 1 7 4 3 1 2 3 7 9 4 5 8 6 6 7 4 8 3 5 9 1 2 4 1 7 9 8 3 6 2 5 2 6 5 4 1 7 3 9 8 3 9 8 5 6 2 4 7 1 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers nlu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 3 1 4 9 6 7 1 9 8 4 2 7 7 8 3 2 9 3 6 4 6 7 3 6 1 6 4 5 9 9 7 1 eftir Jim Unger ® LaughingSlock Intemational Inc./dist. by United Media, 2004 Við getum ekki staðið hér í allan dag! Skiltið hlýtur að vera bilað! Á förnum vegi Hvað eru margir reykskynjarar heima hjá þér? Friðrik Benónýsson, útgerðarmaður „Það eru tveir reykskynjarar heima hjá mér.“ Kolbeinn Kristinsson, nemi „Það eru tveir og það er alveg feykinóg." Jón Kristófer Jónsson, nemi „Einn, en þetta er lítil íbúð.“ Brynjar Arnarson, nemi „Það eru þrír, þetta er þriggja hæða hús og einn á hverri hæð.“ Bjarki Atlason, nemi „Tveir reykskynjarar í tveggja hæða húsi.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.