blaðið - 01.12.2006, Síða 36

blaðið - 01.12.2006, Síða 36
KoUúii Afmælisborn dagsins WOODY ALLEN LEIKSTJÓRI OG LEIKARI, 1935 BETTE MIDLER SÖNGKONA, 1945 RICHARD PRYOR GAMANLEIKARI, 1940 36 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaöið Listin er samstarf milli Guðs og listamannsins og því minna sem lista- maðurinn gerir því betra AndréGide kolbrun@bladid.net Hörmulegt flugslys Bókaíorlagið Útkall sendir frá sér bókina Útkall - Leifur Eiríksson brottendir eftir Óttar Sveins- son Um mið- nætti miðviku- daginn 15. nóv- ember 1978 var Flug- leiða- vélin Leifur Eiríks- son, DC 8-63, í aðflugi að flugvellinum við Kól- ombó á Srí Lanka. Um borð voru þrettán íslendingar, þar af átta manna áhöfn. Einnig voru þar 249 indónesískir píla- grímar. Flugleiðaáhöfn beið þess að taka við vélinni á flug- vellinum. Vélin brotlenti í skógi tæpa tvo km frá brautarenda. Þetta var fjórða stærsta flug- slys sögunnar á þeim tíma. í þessari bók segja (slending- arnir fimm, sem björguðust, og íslenska áhöfnin, sem beið á flugvellinum, í fyrsta skipti alla söguna af þessum atburði. Einnig upplýsir Skúli Jón Sigurðarson frá Flugmála- stjórn það sem gerðist við rannsóknina ytra þegar hann og Flugleiðamenn komust með reyfarakenndum brögðum að sannleikanum hjá flugmálayfir- völdum á Srí Lanka og leynilög- reglumenn tóku að fylgja þeim við hvert fótmál. Ingunn Snædal „Þegarég vann fórég að gráta. Mér fannst einkennitegt að eitthvert fólk úti í bæ skyldi skilja það sem ég var að skrifa, sem var svo mikið um sjálfa mig, og þykja það gott." Bluíil/Eyþór Fótspor á fjöllum Frásagnir ferðalanga Útkall sendir einnig frá sér bók- ina Fótspor á fjöllum eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson Hér birtast hressileg viðtöl við sex orð- lagða ferða- langa sem hafa ferðast um ís- land alla sína ævi. Fallega mynd- skreytt bók í sama broti og árbók Ferðafélags íslands. Gerður Steinþórsdóttir íslenskufræðingur er harðvít- ugurferðamaður sem hefur vitjað margra fáförnustu staða á Islandi og hefur kannað óbyggðir víða um heim. Valgarður Egilsson, læknir, skáld og fjallgöngumaður, er rómaður fyrir leiðsögn sína um Víkur og Fjörður. Guðmundur Hallvarðsson frá Búðum í Hlöðuvík er þjóðsagnaper- sóna meðal Hornstrandafara eftir fararstjórn þar í áratugi. Ingvar Teitsson læknir, sem stýrir Ferðafélagi Akureyrar, þekkir Norðurland öðrum betur. Harðfylgi á ferðalögum, víðtæk reynsla og skarp- skyggni hafa aflað Höskuldi Jónssyni, fyrrverandi forseta Ferðafélags (slands, virðingar í hópi ferðamanna. Og Sigrún Valbergsdóttir, leiðsögumaður og fjallageit, hefur legið úti á Hornströndum og Arnar- vatnsheiði en Svarfaðardalur stendur hjarta hennar næst. Og svo skálda ég bara ngunn Snædal fékkBókmennta- verðlaun Tómasar Guðmunds- sonar fyrr á þessu ári fyrir ljóðabókina Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást. Bjartur gefur út bókina en fyrsta upplag hennar er uppselt og önnur prentun væntanleg. Lýg herfilega Guðlausir menn er einlæg og sterk ljóðabók og afar opinská. Ing- unn er spurð hvort hún sé að yrkja um sjálfa sig og fólkið í kringum sig. „Já, ég er að því en um leið lýg ég al- veg herfilega upp á mína nánustu og sjálfa mig,“ segir hún. „í ljóðunum var ég að reyna að koma á framfæri tilfinningum mínum fremur en að segja kórrétt frá atburðum. Þeir gerðust ekki nákvæmlega eins og þeim er lýst í bókinni og ekki í þess- ari röð og sumt gerðist alls ekki en það gerðist kannski eitthvað annað. Og svo skálda ég bara. Þegar ég skrifaði bókina var ég að kenna uppi í Borgarfirði og var að deyja úr leiðindum. Þetta hafði átt að verða vetur hinnar miklu sköpunar: ég í sveitinni að semja og mála. Ekkert af því sem ég hélt að myndi gerast gerðist. Ég sá þessa Ijóðasamkeppni auglýsta og ákvað að vera með. Ég hugsaði ekkert lengra. Ég ætlaði bara að vera með í einhverju. Ég sendi inn handritið. Þegar ég vann fór ég að gráta. Mér fannst einkennilegt að eitthvert fólk úti í bæ skyldi skilja það sem ég var að skrifa, sem var svo mikið um sjálfa mig, og þykja það gott.“ Tímifyrirsálina Guðlausir menn eru önnur ljóðabók Ingunnar. „Mér finnst skemmtilegra að yrkja en að skrifa sögur, ég held að ég sé líka betri í því,“ segir hún. „Ég á fullt af sög- um í skúffunni en mér finnst þær ekkert góðar. Reyndar finnst mér ljóðin oft ekkert góð heldur. Ég fæ bjánahroll þegar ég les sum ljóðin í þessari bók. Aðrir eru hrifnir af þeim sem ég skil ekki því ég fletti fljótt framhjá þeirn." Jólabókahasarinn, þegar flestir rithöfundar eru á þeytingi til að lesa upp og vekja athygli á sér, á ekki sérlega vel við Ingunni sem kýs kyrrlátt líf. „Ég öfunda mann- eskjur sem geta farið á þrjá fundi sama daginn,“ segir hún. „Ég lít fram í mánuðinn og sé að ég á að mæta á þrjá staði í sama mánuði, fæ köfnunartilfinningu og hugsa: „Æ, þetta er allt of mikið.“ Ef ég þarf að mæta í upplestur á ákveðnu kvöldi hugsa ég um það viku fyrir upplesturinn hvernig ég eigi að snúa mig út úr því. Allt fram á síð- asta dag hugsa ég: „Ég vil ekki gera þetta“. Svo geri ég þetta og oft er það gaman. Ég þekki fólk sem er þjótandi á milli staða allan daginn. Ég er ekki þannig. Ég er mikið heima hjá mér. Ég á sex ára dóttur og er svo gamaldags móðir að ég sæki hana i skólann, fer með hana heim og gef henni kakó. Hún er heima hjá mér og við erum að dunda okk- ur. Ég þarf mikinn tíma fyrir sjálfa mig. Ég held að það sé gott fyrir sál- ina að fá þann tíma.“ menningarmolinn Victor Hugo fellur á tíma Á þessum degi árið 1830 átti franski rithöfundurinn Victor Hugo að skila handriti að skáldsög- unni Hringjaranum frá Notre Dame (Notre Dame de Paris) til útgefanda síns. Eins og stundum vill verða þegar rithöfundar eiga í hlut stóð Hugo ekki við samninginn við útgef- andann. Hann var önnum kafinn við önnur verkefni og framlengdi skilafrest nokkrum sinnum og bók- in kom ekki út fyrr en 1831. Hún er með þekktari skáldsögum bók- menntasögunnar og hefur nokkr- um sinnum verið kvikmynduð. Þegar Napóleon III komst til valda neyddist Hugo til að flýja land og kom ekki til Frakklands í 20 ár. í útlegðinni lauk hann við meistara- verkið Vesalingana sem sló í gegn víða um heim. Hugo lést árið 1885 og var þá orðinn þjóðhetja.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.