blaðið - 01.12.2006, Page 38
FjallaS er um þa& hvernia veður- og náttúrufar
munu breytast vegna hlýnunar jarðar oa
áhrif þess á búsetuskilyrði á mismunandi
svæðum. Minnkun fss í Norður Ishafinu mun
valda mestum breytingum á byggða- og
samgöngumynstur heimsins. Þeaar hefur
opnast aðgengi að geysilegum olíuauðævum
í Barentshafi og innan skamms mun hin stutta
flulningaleið milli Kyrrahafsog Atlantshafs
verða greiðfær risaskipum. Island mun
komast i þjóðleið flutninga i heiminum og
hefur það bæði jákvæð og neikvæð áhrif.
Um 400 kort og myndir eru í bókinni.
Brynjólfur Sveinsson biskup var maður
stárbrotinna andstæðna. Hugur hans hneigðist
til fræðaiðkana i háskólum. Þó hlýddi hann
boði konungs um að vígjast til biskups að
Skálholti þar sem hann gerðist framkvæmda-
mikill og hafði varanleg áhrif á islenskt
þjóðfélag og menningu.
í bókinni eru ritgerðir um lögfræði og
réttarsögu. Fjallað er um rétt Svia og Finna,
Skota, Israelsmanna, Eaypta og Indverja.
Þá er ritgerð um lögfræðiíeg ritverk Magnúsar
Stephesens dómstjóra, hins merka lagamanns
fyrri tiðar á landi hér. Að lokum er yfirlit um
helstu efnisþætti samninga- og kröruréttar.
Jón Oddsson Hjaltalin (1749-1835) var
lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfiarðar-
strönd. Utgáfan sem hér birtist, á fjórum
sögum frá hendi sr. Jóns, er úrval sagna-
ritunar hans og varpar Ijósi á skáldsagna-
gerð þessa timabils í islenskri bókmennta-
sögu; engin þeirra hefur áður verið prentuð.
Rannsóknir hafa aukist á undanförnum árum
á tengslum milli umhverfis mannsins og
heilbrigði hans. Þetta umhverfi er margslungið
en i bókinni er einkum fjallað um það
umhverfi sem maðurinn hefur skapað sjálfum
sér, þ.e. félagslegt umhverfi hans, og áhrif
þess á heilsu og neilbrigði.
igBjk B*kffa
sem W
HASKOLAUTGAFAN
www.haskolautgafan.hi.is
3 8 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006
blaðiö
Hvst jól
Nú fer að verða tímabært að dusta rykið af jólatónlistinni. Bing Crosby
er ókrýndur konungur jólanna en plata hans White Christmas hefur selst
I yfir 100 milljónum eintaka síðan hún kom út árið 1954. Því er ekki úr
vegi að fjárfesta í henni fyrir jólin og komast í alvöruhátíðarskap.
Söngkonan heimsfræga Denyce Graves er væntanleg í
byrjun desember til að syngja með Sinfóníuhljómsveit
Islands. Tilvalið er að byrja að hita upp fyrir tónleikana
og setja plöturnar hennar á fóninn um helgina.
menning
Leiffs heldur tónleika
Dramatík og lágstemmd Ijóð
inhverjir kynnu að segja að nafnið
Jón Leifs kæmi þeim sem það bæri
ansi langt í heimi klassískrar tónlistar
enda nafnið hlaðið menningarlegu auð -
magni. Þetta nafn ber ungur barítón
sem heldur sína fyrstu einsöngstónleika í Salnum
í Kópavogi sunnudaginn 3. desember klukkan 17.
„Ég kalla mig alltaf Jón Leifs,“ segir söngvarinn og
hlær. „Það vekur alltaf mikla forvitni og margir
spyrja mig hvort ég sé skyldur tónskáldinu eina
sanna. Því verð ég þó að svara neitandi. Ég sótti
um í söngskóla í Austurríki fyrri nokkru en fékk
ekkert svar fyrr en mörgum mánuðum síðar. Þá
hafði kennarinn séð þetta nafn á umsókninni og
þess vegna haft samband.“
Verdi í uppáhaldi
Jón brautskráðist frá Söngskólanum í Reykja-
vík vorið 2005 þar sem hann nam meðal annars
hjá Bergþóri Pálssyni og Eiði Á. Gunnarssyni.
Hann hefur sýslað við tónlistina meðfram öðru
síðan og meðal annars sungið í kór íslensku óper-
unnar. Hann söng einnig hlutverk herforingja í
Rakaranum í Sevilla eftir Rossini og þjóns Mach-
beths í samnefndri óperu eftir Verdi í íslensku
óperunni. Jón er einnig félagi í Óperukór Reykja-
víkur og hefur komið fram sem einsöngvari
með kórnum, nú síðast í 9. sinfóníu Beethovens
í Pétursborg. „Ég held ég verði að segja Verdi,“
segir Jón þegar hann er inntur eftir því hvaða
tónskáld honum þyki skemmtilegast að syngja.
„Mér finnst óperan ótrúlega heillandi í öllu sínu
veldi. Sagan og tónlistin mynda óaðskiljanlega
heild sem ekki er hægt annað en að heillast af.
Draumahlutverkin eru vitaskuld fjölmörg en
það er kannski ekki ástæða til að nefna eitt öðru
fremur. Vonandi á ég þó eftir að syngja einhver
þeirra áður en langt um líður.“
Efnisskráin á sunnudaginn er fjölbrey tt en þar
mun Jón ásamt undirleikaranum Julian Hewlett
meðal annars flytja ljóðaflokk Ralphs Vaughans
Williams Songs of Travel og part úr fyrsta þætti
Don Giovannis eftir Mozart. „Þetta eru allt verk
sem ég er búinn að vera með í höfðinu síðan ég
byrjaði í Söngskólanum. Þessi enski ljóðaflokk-
ur er einn sá flottasti sem um getur. Svo er ég
með óperuaríur og íslensk lög eftir hlé. Þetta
er eiginlega allur skalinn, heilmikil dramatík á
köflum en líka lög í lágstemmdari kantinum."
Dívan bauð dús
Jón Leifs varð landsþekktur síðasta haust þeg-
ar óperudívan heimsfræga Kiri Te Kanava bauð
honum að syngja með sér á tónleikum sem hún
hélt hér á landi. „Við fórum nokkur úr Söng-
skólanum í Master Class-nám hjá henni þegar
hún kom hingað og eftir það bauð hún tveimur
af okkur að syngja með sér á tónleikunum. Þetta
var stórkostleg upplifun enda er hún ein af bestu
söngkonum samtímans. Þetta er tvímælalaust
það stærsta sem ég hef tekið þátt í á ferlinum."
Jón segir það drauminn að helga líf sitt söngn-
um og hlakkar mikið til tónleikanna á sunnu-
daginn. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Þessi
tónlist er mér ákaflega kær og það er gaman að
fá tækifæri til að flytja hana á tónleikum sem
þessum.“
Tónleikarnir hefjast klukkan 17 sunnudaginn
3. desember.
Barokk í
Vesturbænum
Rinascente-hópurinn heldur tón-
leika í safnaðarheimili Neskirkju
við Hagatorg í kvöld. Hópurinn er
skipaður þeim Hallveigu Rúnars-
dóttur sópran, Hrólfi Sæmunds-
syni barítón og Steingrími Þór-
hallssyni, organista og listrænum
stjórnanda. Á efnisskránni eru
verk eftir ítölsku tónskáldin Gio-
vanni Gabrieli og Girolamo Fresco-
baldi sem uppi voru á sextándu
og sautjándu öld. Gabrieli var eitt
þekktasta tónskáld Evrópu á síð-
ari hluta sextándu aldar og Fresco-
baldi var einnig mjög áhrifaríkur á
sinni tíð. Þau Hrólfur, Steingrimur
og Hallveig hafa öll getið sér gott
orð fyrir túlkun sína á barokk- og
endurreisnartónlist og eiga því vel
heima í Rinascente-hópnum sem
var stofnaður af Steingrími Þór-
hallssyni árið 2003. Hópurinn hef-
ur frá upphafi einbeitt sér að tón-
list frá þessum tíma og sérstaklega
lagt áherslu á að flytja hana beint
upp úr frumhandritum til þess að
komast sem næst upprunalegum
hljómi hennar. Á næsta ári stefnir
hópurinn að því að ráðast í flutn-
ing á verkum eftir Georg Friedrich
Hándel. Tónleikarnir í kvöld eru
hluti af tónlistarhátíðinni „Tón-
að inn í aðventu" sem lýkur nú á
sunnudag en hún er haldin árlega
í Neskirkju. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.