blaðið - 01.12.2006, Síða 42

blaðið - 01.12.2006, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaóið Landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á íslandi hefur unnið öflugt starf við að afla fjár og vekja athygli al- mennings á bágri stöðu barna víða um heim frá því að deildin var form- lega stofnuð í ársbyrjun 2004. Stefán Ingi Stefánsson var í undirbúnings- hópi að stofnun landsnefndarinnar og fyrsti framkvæmdastjóri hennar og segir hann að það hafi verið mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu verkefni frá upphafi. „Ég hef alla tíð verið mjög spenntur fyrir því að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sérstaldega fyrir Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna. Það er mín hugsun að við þurfum að vinna meira í sameiningu að því að leysa vandamál okkar í heiminum. Það heillaði mig því að fylkja liði á bak við stærstu barnahjálparsamtök í heimi til að hjálpa varnarlausum börnumsegir Stefán sem hafði ekki fengist við neins konar mann- úðarstörf áður en hann gerðist fram- kvæmdastjóri UNICEF. „Ég vann sem sjúkraþjálfari áður en ég byrj- aði í þessu þannig að ég kem úr svo- lítið annarri átt en þekkti vel starfið og vissi út á hvað það gekk. Þetta var því alveg nýtt fyrir mér en hefur verið mjög skemmtilegt ferli.“ fslandsnefnd UNICEF hefur vaxið mjög og dafnað á þeim stutta tíma sem hún hefur starfað og miklir fjármunir safnast sem runnið hafa til verkefna á vegum Barnahjálpar- innar víða um heim. Stefán segir að sá árangur sem náðst hafi skipti þó mestu máli. „Það var til dæmis mjög stór stund þegar við vorum á ferð í Sierra Le- one þegar var verið að opna grunn- skóla sem við höfðum stutt við °g byggt. Þar er búið að byggja 50 grunnskóla fyrir gjafafé frá Islandi. Eins í Gínea Bisá þar sem ég var í haust viðstaddur dreifingu á flugna- netum gegn malaríu. Þar er verið að dreifa 180.000 malaríunetum sem íslendingar borga fyrir þannig að þetta eru orðin mjög stór og um- fangsmikil verkefni sem hafa alvöru áhrif á líf barna,“ segir Stefán. Peningar nýttir þar sem þörfin er mest Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að hjálpa þeim börnum sem þurfa á aðstoð að halda víða um heim. „Það er því miður mikið starf og því leitar UNICEF mjög eftir því að fá peninga sem eru ekki eyrna- merktir svo hægt sé að nýta þar sem þörfin er mest hverju sinni. Þeir pen- ingar eru nýttir með tilliti til tíðni ungbarnadauða, fátæktar og mennt- unarstigs í landinu,“ segir Stefán. „Hins vegar höfum við gert það í þeim tilfellum þar sem einstaklingar, fyrirtæki og félög hafa gefið okkur stærri fjárhæðir að eyrnamerkja peningana. Þegar Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir gáfu okkur 35 milljónir fór það í uppbygg- ingu menntaverkefna í Sierra Leone. Fyrir ári safnaðist þó nokkuð mikið af peningum, einar 80 milljónir, í hátíðarkvöldverði og þeir peningar hafa nú farið í að dreifa malaríu- netum og hjálpa til við heilsuvernd barna í Gínea Bisá,“ segir Stefán. fslendingar gjafmildir Hér á landi sem annars staðar hafa fjársterkir einstaklingar, rík- isstjórnir, stofnanir og fyrirtæki stutt starf Barnahjálparinnar með drjúgum fjárframlögum. Stærsti einstaki stuðningsaðili hennar er engu að síður sá hópur einstaklinga sem lætur lægri fjárhæðir af hendi rakna. „Bandaríska ríkisstjórnin, jap- anska ríkisstjórnin og Bill Gates eru allt aðilar sem gefa mjög mikið en ef þú tekur hóp einstaklinga sem gefa lágar fjárhæðir er það langstærsti styrktaraðili UNICEF. Það er það sem skiptir okkur mestu máli.“ „Baggalútur er engu stðri en Harry Belaf- onte og það er búið að vera mjög gaman að vinna með þeim. Islendingar hafa haft það orð á sér að þeir séu sjálfhverfir og sýni um- heiminum og vandamálum annarra litla athygli. Sú hugmynd er ef til vill ekki á rökum reist Jþví að mjög vel hefur gengið að fá Islendinga til að leggja sitt af mörkum til starfs UN- ICEF að sögn Stefáns. „Á þessum þremur árum erum við komin með stærsta hlutfall styrktar- aðila í heiminum. Á sama tíma og Unicef hefur rutt sér til rúms í fjár- öflun hafa framlög til annarra góð- gerðasamtaka aukist um 30 prósent þannig að íslenskur almenningur gefur mjög rausnarlega til góðgerða- starfsemi og þróunaraðstoðar. Við erum alla vega mjög þakklát fyrir þau viðbrögð sem við höfum fengið,“ segir Stefán og bætir við að verkefni UNICEF hafi mjög skýran tilgang og markmið og samtökin vilji bjóða fólki að taka þátt í þeim. Það getur fólk meðal annars gert með því að gerast svo kallaðir heimsforeldrar. „Heimsforeldrar eru einstaklingar sem styrkja málefni UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Þau framlög fara ekki til eins ákveðins barns, lands eða verkefnis, heldur eru nýtt almennt til styrktar UN- ICEF og eru þá notuð þar sem þörfin er mest hverju sinni. Heimsforeldr- arnir fá síðan reglubundnar fréttir með sögum af þeim verkefnum sem stutt hafa verið þannig að fólk getur fylgst með og séð hvernig því vindur fram,“ segir Stefán og bætir við að þetta sé mjög þýðingarmikið starf. Baggalútur ekki síðri en Belafonte Auk hins almenna borgara hafa ýmsar stórstjörnur meðal annars úr heimi tónlistar, kvikmynda og íþrótta lagt starfi UNICEF lið í gegnum tíðina. Meðal slíkra vel- gjörðarsendiherra má nefna Au- drey Hepburn, Whoopi Goldberg, David Beckham, Harry Belafonte og Roger Moore en þeir tveir síðast- nefndu hafa komið hingað til lands til að taka þátt í fjáröflun fyrir Barnahjálpina. Landsnefndin hefur einnig leitað til innlendra stjarna til að vekja athygli á málstaðnum og er útgáfa Baggalúts á laginu Brostu gott dæmi um það en ágóðinn af sölu þess rennur til UNICEF. „Baggalútur er engu síðri en Harry Belafonte og það er búið að vera mjög gaman að vinna með þeim. Við lítum svo á að við viljum fá sem flesta til samstarfs við okkur og höfum unnið með mjög breiðum hóp. Við höfum verið að vinna með mjög þekktum einstaklingum en líka með grunnskólum, kvenfé- lögum, Lions- og Kiwanisklúbbum. UNICEF reynir að starfa með öllum sem láta sig málefni barna varða. Hinir fá meiri athygli. Það sem fólk man eftir er að Roger Moore kom í heimsókn en kannski ekki eftir öðrum verkefnum sem við höfum verið að vinna að,“ segir Stefán. Umdeilt uppboð Fyrir ári var haldin hátíðarkvöld- verður og uppboð til styrktar UN- ICEF sem vakti nokkra umfjöllun. Viðburðurinn var gagnrýndur fyrir það að þar væri fólk að bjóða um- Sýnilegur árangur af starfinu Fjáröflun Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Islandi hefur meðal annars nýst við uppbyggingu skóla ÍSierra Leone og útbreiðslu malar- íuneta í Gínea Bisá að sögn Stefáns Inga Stefánssonar framkvæmdastjóra lands- nefndar samtakanna.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.