blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 48
blaöið
48 FÖSTUDAfiim 1 £& ilBER 2006
Jr.
Svínakjöt og fita
Það er mikið borðað af svínakjöti yfir hátíðarnar. En er mikil fita í svínakjöti?
Á undanförnum árum hafa svínaframleiðendur áttað sig á því að fólk vill
ekki mjög feitt kjöt og því eru svínin grennri nú en var hér áður fyrr. Ef fitan
er skorin frá svínakjötinu inniheldur kjötið um 2-5% fitu og ætti því að vera í
lagi fyrir þá sem eru að passa sig á aukakílóunum að fá sér sneið.
ólamatur
Geitaostur
Hvítur geitaostur er einstaklega góður í matargerð
en hann er því miður mjög dýr i ostabúðum hér á
landi. Ef þú vilt dekra við bragðlaukana ættir þú að
setja væna sneið af geitaosti á sneið af snittubrauði,
baka í ofni og hafa síðan með góðu grænmetissalati.
Uppskriftir með
íslenskum kryddjurtum
Það eru margar flottar
matreiðslubækur að
koma út þessa dagana.
Ein þeirra er Ræktað
' - kryddað - kokkað, eftir Magn-
ús Jónasson skrúðgarðyrkju-
fræðing, en hann nýtur hjálpar
margra sérfræðinga við gerð
hennar. í bókinni er bæði farið
inn á hvernig rækta skal krydd-
jurtir í heimagörðum jafnhliða
því sem ýmsar gagnlegar og
góðar upplýsingar er að finna
um notkun þeirra. Þá eru einn-
ig fínar uppskriftir í bókinni.
Við fengum leyfi útgefanda til
að birta tvær uppskriftir sem
væru upplagðar til að prófa um
jólin. Það er Ritskinna sem gef-
urbókinaút.
Hreindýra-
carpaccio
Hreindýravöðvi er brúnaður á
f snarpheitri pönnu. Síðan er honum
velt upp úr kryddblöndunni, rúllað
í plastfilmu og frystur. Þessi
uppskrift kemur frá Ágústi Garð-
arssyni, yfirmatreiðslumeistara á
Veitingahúsinu Lækjarbrekku.
i
Kryddblanda:
3 kvistar rósmarín
Vi búnt basil
4 msk. mulin einiber
Carpaccio, skorið, t.d. í brauðskera,
á stóran disk og marinerað með
blöndu af ólífuolíu og sítrónusafa, og
borið fram með ristuðum furuhnetum
og nýrifnum parmagianio-flögum, og
salatvendi (rucola og friise).
Humar með hnetum
Höfundar að þessari uppskrift eru
Guðmundur Þór og Ottó Magnússon.
Humrinum er velt upp úr hökkuðum
bjórhnetum (chilinuts). Steikið hum-
arinn í olíu á meðalhita. Skreytt með
snöggsoðnum aspargus og karsa.
Humar
Bjórhnetur
Vatnakarsi
Aspargus
Jólin koma. Ættingjar og vinir hittast og gleöjast saman
yfir margskonar jólagóögæti. Hellmann's® majónes er
eitt af því sem fullkomnar jólamatreiðsluna og gerir
árangurinn ómótstæðilegan. Flauelsmjúk áferð, besta
hráefni og ósvikin bragðgæði. Gleðileg jól.
Efþúátt afgang af kalkúna um
jólin geturðu gertþetta góða salat.
Kalkuna-waldorf-salat
/2 bolli Hellmanns's® Mayonnaise
1 msk sítrónusafi
Zi tsk salt
2 bollar af elduðum kalkúna eða
kjúklingi í teningum
1 stórt epli, afhýtt
og kjarnahreinsað
V2 bolli sellerí, sneitt
1/3 bolli rúsínur eða þurrkuð
trönuber
Vi bolli laukur, fínt sneiddur
(má sleppa)
Ristaðar valhnetur, saxaðar
(má sleppa)
Hrærið majónes, sítrónusafa og
salt í skál. Blandið öllu öðru en
hnetum vel saman við. Stráið
hnetum yfir salatið. Kælið ef vill
&
Chili-kartöflur
Það er hægt að elda kartöflur á
margvíslegan máta og gaman að
breyta til frá þessum venjulegu
soðnu eða sykurbrúnuðu. Margir
eru mjög hrifnir af sterkum mat og
matur frá Mexíkó er orðinn mjög
vinsæll. Við rákumst á þessa upp-
skrift að chili-kartöflum sem ætti
að vera spennandi að prófa, annað
hvort núna á aðventunni eða um
jól eða áramót. Þetta er einfalt að
búa til og kartöflurnar eru sérstak-
lega ljúffengar með grilluðu lamba-
kjöti.
12 kartöflur
3 msk. olía
1/4 tsk. chiliduft
1/2 tsk. paprikuduft
2 tsk. grófmalaður
pipar
1. Þvoið kartöflurnar
og skrælið þær.
Forsjóðið þær í 15
mínútur áður en þær
eru lagðar í eldfast
mót. Setjið álpappír
undir ef þið ætlið að
setja kartöflurnar á úti-
grill en margir draga
fram grillið á þessum
árstíma ef veður er
sæmilegt.
2.Blandið saman olíu
og kryddi og penslið
síðan kartöflurnar
með blöndunni.
Setjið í 200°C heitan
ofn og steikið í um
það bil 15-20 mín-
útur.
3.Þegar kartöflurnar
eru fulleldaðar eiga
þær að vera með
stökkri skorpu. Vel
má bæta við kryddi
og olíu eftir smekk
hvers og eins.