blaðið - 08.12.2006, Page 6

blaðið - 08.12.2006, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðið —O R I Dimon HÆSTIRÉTTUR 19 ára í sex ára fangelsi Tindur Jónsson var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir að ráðast að manni með sveðju og höggva hann í höfuð og líkama og fleiri brot. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness. Tindur, sem er nítján ára, réðst á piltinn í októberbyrjun á síðasta ári og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Tveir félagar hans voru sakfelldir fyrir líkamsárásir og fengu fjögurra mánaða dóma. Dýrara í Sund Aldraðir þurfa að borga meira fyrir sundferðir —SV"‘ GÓMSÆT GJÖF FYRIR SÆLKERA Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum. Við bendum þér á að kíkja á heimasíðu okkar www.ostur.is þar sem finna má nánari upplýsingar um ostana í gjafakörfunum. Þú færð ráðgjöf og tilboð hjá sölufulltrúum í símum 5691600 og 569 1620. Einnig geturðu sent fyrirspurnir á netfangið soludeild(®oss.is eða með faxi í númer 569 1699. Dagur B. Eggertsson gagnrýnir gjaldskrárhækkanir borgarinnar: Hækkun ellilífeyris hirt af borgarbúum ■ Gagnrýni úr höröustu átt ■ Fleimaþjónustan hækki ekki Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Ég held að það verði fleirum hverft við en okkur sem erum í borgar- stjórn að þetta séu í raun helstu skila- boðin úr fjárhagsáætlunni til fólks. 1 kosningabaráttunni lofuðu þeir eiginlega öllum öllu,” segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, um boðaðar gjald- skrárhækkanir í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. „Það var til dæmis lögð áhersla á að kjör aldraðra hefðu versnað og að þau þyrfti að laga. En mér sýnist að verið sé að hirða af ýmsum þá litlu hækkun á ellilífeyrinum sem orðið hefur á árinu. Mér sýnist það ekki fá staðist að þetta sé í samræmi við verðlagshækkanir. Það var einnig rætt um ýmiss konar greiðslur til foreldra,“ bendir Dagur á. Dagur segir tíu mestu gjald- skrárhækkanirnar allar að finna í þjónustu við eldri borgara, barna- fjölskyldur auk sorphirðu og stöðu- mælagjalda. Hann segirþetta hljóta að verða öllum umhugsunarefni á kosningavetri. „Mér sýnist sami leikurinn vera hafinn á Alþingi. Stjórnarflokkarnir láta líklega gagn- vart öllum og einkum þeim sem þeir hafa verið að níðast á.” Hækkum ekki heimaþjónustu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri segir hækkanirnar algjör- lega i samræmi við verðlagsvísitölu áranna 2006 og það sem spáð er á næsta ári. „Þessi gagnrýni kemur úr hörðustu átt. R-listinn hefur alltaf miðað við verðlagsvísitölu.” Hann bætir því hins vegar við að viðræður við fulltrúa Félags eldri borgara um gjaldskrána séu fyrir- hugaðar. „Ég hef komið því áleiðis til formanns velferðarsviðs að ég sé til- búinn til að mæla fyrir því að heima- þjónustan muni ekki hækka ogkoma þannig til móts við ábendingar frá Félagi eldri borgara. Það er verið að undirbúa byggingu 200 þjónustu- og öryggisíbúða ákjörtímabilinu. Fram- GJALDSKRÁRHÆKKANIR í FJÁRHAGSÁÆTLUN: Eldri borgarar ■ Heimaþjónusta aldraðra hækkar um 8,8 prósent. ■ Frístundastarf eldri borgara hækkar um 9,7 prósent. ■ Hádegis- og kvöldmatur hækkar um 9,2-9,6 prósent. ■ Kaffi, te, mjólk og drykkjarvörur hækkaumlOprósent. Barnafjölskyldjir ■ Sundferðir fullorðinna hækka um 25 prósent fyrir hvert skipti, 10 miða kortum 10 prósent en árskort um 8,8 prósent. ■ Leikskólagjald hækkar um 8,8 prósent. ■ Gjald fyrir fristundaheimili hækkar um 8,8 prósent og hefur þá hækkað um14,9 prósent á árinu. ■ Gjaldskrá grunnnáms skólahljómsveita hækkar um 20 prósent. Sorphirða og stöðumæiar ■ Gjald fyrir sorphirðu á að hækka um 22,8 prósent. ■ Gjald í stööumæla fyrir þriðju og fjórðu stund hækkar um 50 til 100 prósent. kvæmdir hefjast á næsta ári. Á12 ára kjörtímabili R-listans var engin slík íbúð byggð. Svo koma þeir og segja að ekkert sé gert fyrir aldraða.” Hæstiréttur lækkar refsingu kynferðisbrotamanns: Græddi á ungum aldri Hæstiréttur íslands mildaði tveggja ára fangelsisdóm yfir Birki Árnasyni sem hann fékk fyrir að neyða stúlku til þess að hafa við sig munnmök. Ástæðan fyrir mildun- inni er aldur hans, en hann var nítján ára þegar brotið átti sér stað. Einnig er tekið fram að dómurinn hafi verið mildaður vegna annarra atvika máls- ins þó þau séu ekki tilgreind sérstak- lega. Hæstiréttur kemst að öðru leyti að nákvæmlega sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem málsmeðferð fór fram. Birkir var dæmdur fyrir að neyða stúlku til munnmaka i júlí á síðasta ári. Þau voru í útilegu þegar þau hitt- Átján mánaða fangelsi Hæstiréttur Islands miidaði dóm yfir kynferð- isbrotamanninum Birki Árnasyni vegna ungs atdurs og annarra atvika málsins. ust og var vín haft um hönd. Stúlkan fór ásamt Birki afsíðis þar sem hann neyddi hana til munnmaka og reyndi að hafa við hana mök. Það tókst þó ekki. Stúlkan segir Birki hafa staðið upp og hlegið að sér þegar hún grét, síðan sagðist hann myndu drepa stúlkuna ef hún segði frá. Birkir neitaði sök allan tímann. Hann sagði fyrir héraðsdómi að stúlkan hefði haft við sig munnmök sjálfviljug. I skýrslu læknis segir að stúlkan hafi lent í átökum. Þá segir læknir sem annaðist stúlkuna að hann hefði ekki í annan tíma séð einstakling í jafn miklu áfalli og stúlkuna.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.