blaðið - 08.12.2006, Page 12

blaðið - 08.12.2006, Page 12
hollt Óé-ýrt Ofursterk og vel skrifuð verðlauna- saga eftir norska höfundinn Carl Frode Tiller. Ungur maður á réttargeðdeild skráir minningar sínar og opnar fyrir okkur sársaukafullan og kæfandi heim geðveikinnar. Bók sem erfitt er að leggja frá sér. Heillandi þroskasaga tveggja stúlkna sem grufla í fortíðinni og afhjúpa dular- full leyndarmál. Eftir 20 ára aðskilnað flæða minningar upp á yfirborðið sem hafa haft afgerandi áhrif á líf þeirra beggja. Margverðlaunuð bókmennta- perla eftir Michéle Roberts. Ætigarðurinn er himnesk bók, full af girni- legum uppskriftum og góðum ráðum um hvernig má nýta sérgróður jarðar til matar og lækninga. Hildur Hákonardóttir kryddar fróðleikinn með skemmtilegum sögum og fallegum myndum. Hollu bækurnar eru tilvaldar fyrir fólk sem er annt um heilsuna og vill matbúa einfalda en spennandi rétti. Höfundurinn, Guðrún Jóhannsdóttir, er mikill matgæðingur og skrifar m.a pistilinn Til hnífs og skeiðar í Fréttablaðinu. C"C -fi . Cliliittóc Storglæsileg matreiðslubok eftir ævintýra- og sjónvarpskokkinn Völla Snæ. Frábær gjöf fyrir erlenda vini hér heima og erlendis. Kristín Ómarsdóttir er jólabarn í hjarta sínu. Prakkaraleg Ijóðræna einkennir bók hennar sem töfrar fram einstaka aðventustemmningu. Syn Pjeturs Hafstein Lárussonar á áhugaverðu fólki í Reykjavík allt frá litríkum lífskúnstnerum götunnar til bankastjóra og hefðarkvenna er frumleg og hlýleg í senn. V&knbárg & draurns l’jclurllaMrin KRISTÍ N öMARSDÖTTIB /lli.-£/’/' //ie(ur /uí.utltj Ásthildur BJ. Snorradáttir bdlrsihp Falleg saga fyrir 2 - 6 ára börn eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur. Myndskreytingar eru eftir Bjarna Þór Bjarnason. Bína er bálreið því hún veit ekki hvernig hún á að haga sér. Frábær bók sem eflir málþroska og styrkir boðskiptafærni. ! Snuðra og Tuðra eru yndislegir ólátabelgir! Iðunn Steinsdóttir er einn af okkar ástsælustu höfundum. Nú hafa fyrstu fjórar sögurnar verið endurútgefnar með nýjum myndskreytingum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.