blaðið - 08.12.2006, Side 16

blaðið - 08.12.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaöið HVAÐ MANSTU? 1. Hver eru fimm fjölmennustu ríki heims? 2. Hverjir skoruöu mörkin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 1999? 3. Hvað hafa margir gegnt embætti forseta Bandaríkjanna? 4. Hverjir eru bankastjórar Landsbankans? 5. Hver fékk flestar tilnefningar til (slensku tónlistarverðlaunanna í ár? GENGIGJALDMIÐLA Svör: KAUP ■ Bandaríkjadalur 68,78 sis Sterlingspund 135,35 SS Dönskkróna 12,25 Ufr Norskkróna 11,28 SJJJ Sænskkróna 10,11 H1 Evra 91,33 SALA 69,10 136,01 12,32 11,34 10,17 91,85 Atvinnulausir Vopnfirðingar látnir sækja námskeið á Egilsstöðum: 100 kílómetrar í bæturnar ■ Verða að ferðast langan veg á námskeið ■ Óréttlátar reglur ■ Fá bílastyrk Samgöngur: Vilja stækka Norrænu Mbl.is Rætt hefur verið um það i stjórn Smyril Line, sem gerir út ferjuna Norrænu, að lengja skipið. Færeyska blaðið Dimma- lætting segir að yfir sumartím- ann sé skortur bæði á klefum og bílaplássum. Gert er ráð fyrir að rekstur Norrænu verði hallalaus á þessu ári. Blaðið hefur eftir Hendrik Eg- holm, markaðsstjóra Smyril Line, að þegar Norræna var smíðuð hafi verið gengið svo frá að auðvelt yrði að lengja hana um 30 metra. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um að stækka skipið en málið hafi verið rætt. Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Atvinnulausir Vopnfirðingar geta þurft að keyra alla leið til Egilsstaða til að missa ekki atvinnuleysisbætur en þangað eru um íoo kílómetrar. Eiginmaður atvinnulausrar konu á Vopnafirði segir reglurnar vera afar skrítnar og að fólk sé þvingað til að keyra langar vegalengdir. Forstöðu- maður Svæðisvinnumiðlunar Aust- urlands segir að vegna manneklu sé erfitt að halda úti þjónustu i öllum bæjarfélögum á svæðinu. Mjög ósátt „Ég trúi því ekki að það hafi verið ætlun þeirra sem settu löggjöfina að þetta ætti að virka svona,“ segir Helgi Þórðarson, íbúi á Vopnafirði. „Það er hægt að kippa fólki af bótum ef það getur ekki keyrt too kílómetra til Egilsstaða.“Eiginkona Helga er at- vinnulaus og hefur fengið atvinnu- leysisbætur í samræmi við lög. 1 síðasta mánuði var hún boðuð á námskeið á Egilsstöðum. Var henni ennfremur tjáð að sæi hún sér ekki fært að mæta námskeiðið myndi hún verða af bótum. Námskeiðið var þrískipt sem þýddi að eiginkona Helga hefði þurft að ferðast þrisvar til Egilsstaða til fullnægja kröfum um atvinnuleysisbætur. Hún fór ekki og missti þar af leiðandi bætur. Helgi segir að eitthvað hljóti að vera bogið við lög sem skikki fólk til að takast á hendur slíkt ferðalag og einboðið að það skapi óréttlæti. „Þetta er afskaplega vitlaust kerfi. Sá sem býr á Vopnafirði fær ekki bætur jafnvel þó hann sé búinn að borga í Atvinnuleysistryggingasjóð í tugi ára. Við erum mjög ósátt við þetta.“ Skylt að fara á milli Ölöf Magna Guðmundsdóttir, for- stöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Austurlands, segir erfitt að halda úti þjónustu í öllum bæjarfélögum á svæðinu. „Hér í kringum Egilsstaði eru mörg mjög lítil samfélög. Það er ekki hægt að bjóða upp á úrræði á öllum þessum stöðum. Því safna ég fólki saman hérna miðsvæðis. Ef ég á að þjónusta fólkið þá get ég þurft að hreyfa það til. Lögum sam- kvæmt er því skylt að fara á milli. Við greiðum ferðirnar fyrir fólkið í Vinnumiðlun fyrir Austurland er staðsett á Egilsstöðum Þangað þurfa atvinnulausir Austfirðingar að fara á námskeið. I sumum tilvikum þurfa þeir að keyra eitt hundrað kilómetra. formi bílastyrkja." Ólöf bendir á að í lögum séu gerðar strangar kröfur um að fólk sem þiggur atvinnuleys- isbætur sýni virkni í atvinnuleit. Námskeiðin séu liður í þeirri virkni. „Fólk á bæði að vera virkt i því að búa sig undir atvinnuleit og styrkja sig. Þess vegna er boðið upp á nám- skeiðið fólki að kostnaðarlausu." Bylting á leikjatölvumarkaðnum: Wii fjarstýring með hreyfiskynjara. Útgáfudagur leikjatölvunnar Wii frá (NinTendo) er í dag! 0 ® 0 © Wii „Það er allt að verða vitlaust!“ Nintendo Wii er bylting í leikjatölvum. Wiimote fjarstýringin er með hreyfiskynjara, sem nemur nákvæmlega hvernig þú snýrð, hreyfir þig eða sveiflar höndunum - þú getur staðið upp og leikið leikina. Fjöldi leikja kominn. Wii getur spilað Game Cuöe leikina. Innbyggt þráölaust netkort -tengjanleg við netið. Fyrsta sending af Wii er UPPSELD. Ný sending á leiöinni. Nintendo Wii selst þrisvar sinnum meira en PS 3 í Bandaríkjunum og Japan. Hvað segir það okkur? Sjá nánar á www.nintendo.is ORMSSON ORMSSON-SÍÐUMÚLA 9 1 ORMSSON-SMÁRAUND I ORMSSON-AKUREYRI I ORMSSON-KEFLAVÍK SÍMI530 2800 | SlMI 530 2900 | SlMI 461 5000 | SiMI 421-153S Afram ríkisstofnun Ekkert verður af þvi að RÚV verði að opinberu hlutafélagi í ár. L. j *!' Frestuðu afgreiðslu laga: s RUV-frumvarp aftur sett í bið Mbl.is Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst sátt við að önnur umræða um Ríkisútvarpið ohf. klárist fyrir helgi, þótt ekki ná- ist að afgreiða frumvarpið fyrir jól. Samkomulag náðist í fyrrinótt milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að önnur umræða um frumvarp um Ríkisútvarpið yrði kláruð fyrir þing- lok. Að óbreyttu stefndi í miklar um- ræður um Ríkisútvarpið. „Ég er sátt við niðurstöðuna. Ég er sátt við það að við klárum aðra umræðu, en í henni er alltaf mikill þungi. Síðan byrjum við strax eftir áramót, fyrr heldur en áður var gert ráð fyrir, til að klára Ríkisútvarpið Stefnt er að því að þing komi saman hinn 15. janúar næstkomandi. Spurð hvort þessi málsmeðferð breyti ekki einhverju fyrir Ríkisút- varpið sjálft segir ráðherra: „Nei, það munar ekki þessum mánuði eða tveimur." Á hinn bóginn sé best að óvissu um Ríkisútvarpið verði eytt sem fyrst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, leggur til að skipuð verði nefnd allra flokka á þingi sem leiti leiða til sátta áður en frumvarp mennta- málaráðherra um Ríkisútvarpið komi aftur til umræðu í janúar. Samkomulag hefur náðst um að fresta lokaafgreiðslu frumvarpsins fram yfir áramót. Önnur umræða um frumvarpið hófst á Alþingi í gærmorgun.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.