blaðið - 08.12.2006, Page 24

blaðið - 08.12.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðið Aðsendar greinar Blaðið birtir aðsendar greinar frá þeim, sem taka vilja þátt í þjóðfélagsumræðunni með virkum hætti. Greinum skal skila inn með tölvupósti til greinar@bladid.net og er æskilegt að þær séu ekki lengri en 600 orð. Greinum skal fylgja mynd af höfundi ásamt kennitölu hans og símanúmeri. Blaðið áskilur sér rétt til að breyta fyrirsögnum og millifyrirsögnum og getur ekki ábyrgst að greinar birtist á tilteknum tíma. Eins er birting greina háð því að ritstjórn telji þær innan ramma laga og almenns velsæmis. blaöi Gjafabréf upp á ljúfa kvöldstund á Argentlnu steikhúsi er jólagjöf sem gleður og líður seint úr minni. Tilvalin gjof tilþeirra sem manni finnst mikið til koma! Jólagjöf veiðimannsins veidikortid.is 29 vatnasvæði fyrír aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiöivöruverslunum og á www.veidikortid.is . Alþýðuflokkurinn endurborinn Sómakonan Margrét Frímanns- dóttir hélt veglega útgáfuhátíð æviminninga sinna í Hólmarast- arhúsinu á Stokkseyri um síðustu helgi. Um leið var samkoman nokkurskonar kveðjuathöfn þess- arar mætu þingkonu sem lætur af þingmennsku á vori komanda. Þau starfslok marka tímamót í ís- lenskri stjórnmálasögu. Með brotthvarfi þeirra Margr- étar Frímannsdóttur og Jóhanns Ársælssonar eru síðustu Alþýðu- bandalagsþingmennirnir horfnir úr Samfylkingunni. Þar með má segja að íslenska flokkakerfið hafi náð sér af þeim hringlanda sem nafnbrey tingar á vinstri vængnum ollu fyrir 8 árum. Stofnun Samfylk- ingarinnar var heiðarleg tilraun til að sameina alla vinstrimenn í einn flokk en mistókst líkt og fyrri tilraunir sem gerðar voru með stofnun Sósíalistaflokksins á sínum tíma og síðan Alþýðubanda- lagsins árið 1968. Torræð og skrýtin ræða Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur á þessari sömu helgi tók af öll tví- mæli í þessum efnum. Ingibjörg lofar þar að Samfylkingin muni láta af ábyrgðarlausri vinstri- stefnu og verður vart um villst að hér er hægri kratastefna gamla Al- þýðuflokksins afturgengin. Um leið skapast svigrúm fyrir Vinstri græna til að sameina undir einn hatt þau öfl sem áður tilheyrðu Alþýðuflokkur- inn heitir nú Samfylkingin Umrœðan Bjarni Harðarson Alþýðubandalaginu. Margt af þeim var aldrei fyllilega stjórntækt og sama virðist því miður ætla að verða uppi á teningnum í flokki Steingríms J. En aftur að Alþýðuflokknum sem nú heitir Samfylking. Eins og marga rekur minni til var flokkur þessi ekki bara minnstur allra flokka í atkvæðamagni heldur einatt líka heldur smár í sniðum og hugsun. Gaf út minnsta blaðið og stóð fyrir hægri kratastefnu sem einhvern veginn sló aldrei í takt við alþýðu þessa lands. Hörð Evrópuhyggja einkennir flokk þennan í fortíð og nútíð og á liðnum vetri hafa gægst fram fleiri angar þeirrar stefnu sem sterkust var í Alþýðuflokki Jóns Baldvins. Líkt og hjá Jóni er afstaðan til land- búnaðarins nú harðari og óvægnari en áður þannig að þar á Samfylk- ingin helst samleið með frjálshyggju- drengjum Sjálfstæðisflokksins. I byggðamálum stendur flokkurinn fyrir skeytingarleysi af svipaðri gerð og fyrrnefndir drengir. Það er auðvitað alltaf erfitt að bera saman afstöðu tveggja flokka til málefna þegar áratugur skilur að í tíma. En það blasir samt við að viðhorf Sam- fylkingarinnar í landbúnaðar- og byggðamálum eru mjög fjarlæg því sem gamla Alþýðubandalagið hefði nokkru sinni leitt hugann að. Út yfir tekur svo þegar stærsta byggðaaðgerð sögunnar, bygging Fjarðaáls, er nú fordæmd. Þar seil- ist flokkurinn reyndar svo langt að fordæma eigin gjörðir en slíkan tví- skinnung muna miðaldra menn vel úr sögu Alþýðuflokksins gamla. Höfundurer bóksali á Selfossi og sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokks- ins (Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins 20. janúar næstkomandi. KLASSÍSKAR BARNABÆKUR Hver man ekkl eftir Flmm-bÓkunum 08 Ævintýra-bókunum. Hér eru þær komnar aftur í nýrrl úteáfu tll óblandlnnar ánaesiu fyrir alla. Þessar skemmtllesu os spennandl söeur hlns kunna höfundar Enid Blyton fjalla um nokkur börn os vlnl belrra úr dýraríklnu sem lenda I ótrúlesustu ævintýrum. ÆVINTYRA “■ M eyjan 1 nyjum ævintýrum f Wmv< -í W;- i- & % M jrí WJr ^ I -1 .gL HHV

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.