blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 34
HEiLAGRAR
-1GUÐDÓMSINS
Hþrenningar
»6 biSKUpS
1693-1720}
MAR jONSSOft 00
SKULt S. ÚIAFSSON
tOKU SAMAN
Hér eru svonefndir prestastefnudómar Jóns
Vídaiíns sem gengu ó prestastefnum
órin 1698-1720. Dómarnir veita innsýn í
kirkjustjórn, varpa Ijósi ó hagi og heqðun
presta og sióferðisástand íslensku þjóöar-
innar. Einnig kemur fram harÓur óarein-
ingur milli kirkju og veraldlegs valas.
Leílin að
tilgan^i
lífsins
VIKTOR E. FRANCL
$E
- 3
m 3
Is-
(Q
Q
3
(Q
i?
5*
Höfundurinn er austurrískur aeðlæknir.
Hann leggur óherslu ó að í lífi sérhvers
manns sé einstakur tilganaur sem hver og
einn verði að finna. Frankl sat í fanga-
búðum nasista og notar reynslu sína paðan
sem undirstöðu kenninga sinna. HólmfríSur
K. Gunnarsdóttir þýddi
Fjallað er um hvernig veöur- og nóttúrufar
breytist vegna hlvnunar jarðar og óhrif
þess ó búsetuskilyrði ó mismungndi
svæóum. Minnkun íss í NorSur Ishafinu
mun valda breytingum ó byqgða- og sam-
göngumynstri neimsins. Nú pegar hefur
opnast aðgengi aÓ geysilegum olíuauð-
ævum í Barentshafi og innan skamms mun
flutningaleið milli Kyrrahafs oq Atlantshafs
verÓa greiðfær risaskipum. ísíand kemst í
þjóÓleio flutninga og nefur þaÓ bæði
jákvæó og neikvæS óhrif. Bókin er öll í lit
og í henni eru um 400 kort og myndir.
Ýmsar kenningar hafa veriÓ uppi um eÓli
og orsök lestrarerfiðleika. Höfundar vilja
með þessu riti draga saman niSurstöSur
helstu rannsókna um dyslexíu og varpa
Ijósi ó hugmyndir fræSimanna um les-
hömlun eins og þær birtast nú skömmu
eftir aldamótin 2000.
UMSKIPTIN N | g* ~
rl. 3
Umskiptin (Die Verwandlung), að öllum
líkindum frægasta saga Franz Kafka, kemur
út í þýðingu Ástróðs Eysteinssonar og
Eysteins Þorvaldssonar, sem hafa þýtt fleiri
verk Kafka. Sagan birtist hér í tvímóla
útgófu, þannig aS lesendur hafa þýska
frumtextann andspænis þeim íslenska.
I formóla er fjallaö um höfundinn og verkið.
Bækur
sem
lifa!
HASKOLAUTGAFAN
www.haskolautgafan.hi.is
blaðið
Aðventutónar
Islandsdeild Amnesty International heldur aðventutónleika í
Neskirkju við Hagatorg sunnudaginn 10. desember klukkan 20.
Þar koma meðal annars fram Auður Gunnarsdóttir sópran, Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Ellen Kristjánsdóttir.
Fyrir börn á öllum aldri „Platan
er einföld og einlæg og ég held að
það séu einmitt þessir eiginleikar
sem höfði hvað þest til barna."
Idol-reynslan herti mig
örgum er enn í
fersku minni þeg-
ar stúlka að nafni
Rannveig Káradótt-
ir kom fram á sjón-
varsviðið í fyrstu Idol-keppninni
sem haldin var hér á landi árið
2004. Hún þótti prýðileg söngkona
og ljóst var að hún ætti eftir að láta
mikið að sér kveða í íslensku tón-
listarlífi. Á dögunum leit ljós plat-
an Barnalög - Mig langar að læra
en hún hefur að geyma átján lög
og texta eftir Skerjafjarðarskáldið
Kristján Hreinsson og Rannveig
ljær plötunni rödd sína.
„Ég söng nokkrar prufur fyrir
Kristján og Svein Rúnar Sigurðs-
son fyrir undankeppnina í Euro-
vision. Það gekk mjög vel hjá okk-
ur og þegar Kristján samdi við Tólf
tóna um gerð þessarar barnaplötu
þá var hann svo hrifinn af upptök-
unum sem við gerðum að hann
hringdi í mig og bauð mér verkefn-
ið,“ útskýrir Rannveig þegar hún
er spurð um upphafið að samstarfi
þeirra Kristjáns. „Ég sló strax til
enda leist mér ákaflega vel á verk-
efnið. Ég hafði líka unnið mikið
með börnum, meðal annars haldið
utan um sunnudagaskólastarf í Ví-
dalínskirkju í níu ár og unnið mik-
ið í sumarbúðum þannig að þetta
hentaði mér ágætlega.“
Plata sem eldist vel
Aðspurð um hvort það sé mikill
munur á því að vinna efni fyrir
börn eða fullorðna segir Rann-
veig að hún sé ekki frá því að það
sé skemmtilegra að vinna að efni
fyrir börn. „Þetta eru svo ótrúlega
skemmtileg lög sem við erum að
vinna með á plötunni að þetta
gat aldrei orðið annað en gaman.
Eg hlustaði á demóin, fékk lögin
um leið á heilann og var farin að
söngla þau í svefni," segir Ranveig
hlæjandi og bætir við að plötuna
prýði allt sem prýða skuli góða
barnaplötu. „Platan er einföld og
einlæg og ég held að það séu ein-
mitt þessir eiginleikar sem höfði
hvað best til barna. Því flóknari
sem hlutirnir eru þeim mun leiðin-
legri verða þeir. Lögin eru grípandi,
laglínurnar einfaldar og textarnir
hnyttnir. Einmitt vegna þessa þá
held ég að platan eigi eftir að eld-
ast ákaflega vel.“
Klassíkin í aðalhlutverki
Rannveig hefur alla tíð haft mik-
inn áhuga á tónlist og lærði með-
al annars í mörg ár á þverflautu
eins og heyra má á nýju plötunni,
en hún bregður henni fyrir sig í
nokkrum lögunum. „Ég var á átt-
unda stigi þegar ég hætti að læra
á þverflautu fyrir tveimur árum.
Þetta var ákvörðun sem ég vissi að
ég þyrfti að taka því ég ætlaði mér
ekki að verða flautuleikari. Mig
langar frekar að helga mig söngn-
um.“ Hún segist vera afar fegin því
að hafa tekið þátt í Idol-keppninni
á sínum tíma enda sé það reynsla
sem komi sér vel. „Ég var bara tví-
tug þegar ég fór í Idolið og ég veit
að það að þurfa að standa frammi
fyrir fólki, syngja og fá dóma herti
mig mikið og gerði mig öruggari í
því sem ég er að gera. Núna er ég
að læra klassískan söng og ég þarf
oft að fara í áheyrnarpróf fyrir
óperur og annað. Mér finnst lítið
mál að koma fram og láta dæma
frammistöðu mína og það þakka
ég Idol-reynslunni.“ Þó Rannveig
hafi að mestu helgað sig klassísk-
um sögn segist hún ekki alveg til-
búin til að sleppa öllu hinu. „Mér
finnst frábært að syngja popp,
gospel og djass og mun halda því
áfram meðfram hinu. En því mið-
ur getur maður ekki gert allt í einu
og ég hef ákveðið að einbeita mér
að klassíkinni að svo stöddu,“ seg-
ir söngkonan unga.
Hjálpið til við að
dreifa myndlist
Um helgina eru síðustu forvöð
að sjá sýningu Helgu Óskarsdóttur
í Kling og Bang á Laugavegi 23 en
henni lýkur á sunnudag. „Sýningin
er einskonar gjörningur þar sem ég
er að biðja gesti um að taka þátt í að
dreifa myndlist. Ég bjó til rúmlega
300 litla skúlptúra sem allir eru
svipaðir að stærð og lögun sem fólk
getur tekið með sér af sýningunni
og ráðstafað að vild. Skúlptúrarnir
eru nú á víð og dreif um borgina
á öllum mögulegum og ómöguleg-
um stöðum enda ímyndunaraflið
það eina sem setur fólki takmörk
þegar að því kemur að dreifa mynd-
listinni." Helga ætlar að halda ævin-
týrinu áfram og dreifa skúlptúrun-
um sínum víða um heiminn. „Ég
hef augastað á London og ég hugsa
að það verði næsti áfangastaður en
það mál er í vinnslu," segir Helga
og hvetur alla til að heimsækja
Kling og Bang um helgina.