blaðið

Ulloq

blaðið - 08.12.2006, Qupperneq 46

blaðið - 08.12.2006, Qupperneq 46
blaðió FÖSTUDAG^ pEMBER 2006 Stórt og smátt Vissir þú aö karlkyns rottur sem hafa stærri kynfæri hafa smærri heila? Hvort þetta eigi viö um allar dýrateg- undir er ekki vitað. Ekki telja kindur Rannsókn sem gerð var árið 2002 sýndi fram á að sú iðja að telja kindur til þess að flýta fyrir syfju og svefni hefði ekki tilætluð áhrif. Ástæðan er sú að þetta er svo leiðinlegt að önnur mál sem valda hugarangri eiga auðveldara með að koma upp á yfirborðið og halda vöku fyrir fólki. í piparsveinaeldhúsinu er að þessu sinni staddur Ásgeir Kol- beins, þáttastjórnandi á Sirkus. Ásgeir hefur í nógu að snúast en sá sér þó fært að aðstoða aðra piparsveina með því að setja fram leynilega kjúklinga- uppskrift sem að sögn svíkur engan og aðrir lesendur Blaðs- ins ættu einnig að njóta góðs af. Misskilningur Gjarnan er talað um hitt og þetta sem karlar þola illa í fari kvenna og sömu sögu er að segja um ýmsa karllæga eiginleika sem geta gert út af viö konur. En allt hlýtur þetta að eiga sér einfalda útskýringu. Hérna eru nokkur atriði, sem talin eru frekar eiga við konur, sem karl- menn eiga erfitt með að þola. En er þetta ekki allt saman byggt á misskilningi? Þær eiga það til að vera of tilfinningaríkar Sumar tárast yfir öllu og engu hvort sem það er sorgleg bíómynd eða brotin fingurnögl. Ástæðan fyrir þessu er sú aö mörgum karlmönnum finnst erfitt að hugga og þess vegna gerir kvenmanns- grátur þá varnarlausa. Þær eru of kaupglaðar Kona með kortið á lofti getur verslað eins og vindurinn og geta konur eytt dögum saman í að skoða, kaupa, skima og hanga í almennilegri verslun. Ástæðan fyrir þessu er sú að konur eru í eðli sínu safnarar. Þessu verður víst að kenna formæðrum kvenna um, sem sátu heima og söfnuðu herjum og fræjum á meðan karlarnir eyddu timanum við veiðar og höfðu því aðeins eitt takmark eins og þeir gera þegar þeir fara inn í búð. Það er alltaf gert í ákveðnum tilgangi. Þær tala mikið Oft er sagt að karlmenn hafi aðeins takmarkaöa athyglisgáfu og því geti verið erfitt fyrir þá að fylgja eftir löngum frásögnum. Þeirra feill en ekki kvenna. BMId/Eyþór Uppskrift: Doritos-kjúklingaréttur Þessi er fyrir alla, ótrúlega einfaldur en bragðast samt eins og þú hafir eytt hálfum degi í að gera hann. Kannski bara rugl að vera að kjafta frá honum, en jæja það er gott ef fleiri geta notið góðs af honum. Fullt nafn: Ásgeir Kolbeinsson Aldur: 31 árs Andlegur aldur: 2980 ára Starf: Þáttastjórnandi á Sirkus Fyrirmynd í lífinu: Foreldrar mínir. Það er ekki hægt að eignast þá betri. Að vinna á togara eða við blómaskreyt- ingar: Ég efast um að ég kæmist úr höfn áður en ég yrði grænn af sjóveiki. Væri samt meira hafður í blómabúðinni til að spjalla við stelpurnar sem þangað kæmu. Þú vilt ekki aö ég búi til skreytingu, það er klárt mál. Eru skór til að ganga á? Nei, bara alls ekki. Þeir eru til að ganga í. Myndirðu nota Men Expert Power Buff Anti-Roughness Exfoiiator? Þetta er ekkert smá nafn..www.google.com.... Heyrðu, já okey. Þetta er örugglega eitt- hvað sem er fínt þegar ég fer að beyglast eitthvað. Ertu hræddur við skordýr? Bara þessi sem elta mann, eins og geitunga. Maður hreyfir sig og þeir elta... heyrðu, og líka köngulær sem hanga á manni. Slepþa bara ekki. Talandi um ást við fyrstu sýn. Notarðu nefhársklippur? Já, klárlega. Það er ein besta uppfinning síðari ára. Áttu safn af skurðarhnífum og wok- pönnu i eldhúsinu? Já, það er algjör staðalbúnaður í eldhús- inu. Nóg af pottum, pönnum og hnífum. Finnst þér gaman að baka kökur? Það er frábært með syni mínum. Rústa eldhúsinu með súkkulaði á nefinu og hveiti í hárinu, það getur ekki verið neitt nema gaman. Ferðu eftir uppskriftum? Já og nei. Meira svona hugmyndum frá vinum og kunningjum. Rakarðu þig annars staðar en fyrir ofan axlir? Raka? Nei, nei, ég nota auð- vitað plokkara. Hvað er kynþokki? Adriana Lima Vic- torias Secret módel er dæmi um massa- kynþokka. Skoðið hana og þá skiljið þið hvað kynþokki er. Hvað ertu að gera í kvöld? Ég er að vinna fram á kvöld, en síðan er planið að slaka á og hafa það rólegt í sófanum með góða bók. Færðu oft fólk i mat? Já, ansi oft. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fá fólk í mat. Borðarðu oft úti? Já, reyndar. Þegar maður er mikið á hlaupum og býr einn þá gerir maður mikið af því að borða úti. Ætii ég borði ekki úti svona 2-3 sinnum í viku. Hvað bjargar deginum? Kvöldstund með fjölskyldu minni. Það er eðal. Hvaða bækur ertu að lesa? Ég er að lesa núna Munkinn sem seldi sportbílinn sinn og síðan er ég að byrja á einni bók eftir Dalai Lama 1 poki af appelsínugulum Doritos 4-6 kjúklingabringur 2 dósir af salsasósu (mild, medium, heit, eftir smekk) 2 dósir af ostasósu (mild, medium, heit, eftirsmekk) 1-2 pokar af rifnum osti (allt eftirhvað þú ert mikið fyrir ost) Þær gagnrýna Sumar konur eiga það til að gagnrýna aðrar konur. Þetta er misskilningur, konur gagnrýna ekki bara aðra kvenmenn heldur líka karlmenn. Mylur Doritos í pokanum alveg í mauk. Dreifir úr maukinu í botninn á eldföstu móti. Smyrð salsasósunni yfir maukið og siðan ostasósunni. Léttsteikir kjúklinginn á pönnu og skerð í bita sem þú ýtir ofan í sósuna og maukar þannig að sósa hylji kjúklinginn að fullu. Stráir ostinum yfir og bakar í ofni við 180 gráður í svona 20-25 mínútur. Gott er að láta kjúklinginn liggja í sósunni í mótinu vel áður en hann er settur í ofninn til að hann fái i sig bragð úr sósunum. Ef ekki gefst tími til þess þá er gott að krydda hann á pönnunni þegar hann er steiktur. Þær tala undir rós Það er líklega ekki rétt. Þetta er bara spurning um orðaforða en konur hafa öflugri orðaforða en menn og því bendir allt til þess að karlmenn skilji einfaldlega ekki allt sem sagt er og haldi því að verið sé að tala undir rós. Síðan erþetta borið fram með hrís- gijónum, hvítlauksbrauði og salati. Allt eftir smekk. Snyrtibuddan Maskari Nýr Chanel-maskari með tegund af bursta sem hefur aldrei sést áður. Burstinn er úr sérstöku efni sem þykkir, lengir og brettir upp á augnhárin og gerir þau fallega löguð. Augnhárin fá aukinn glans, aðskiljast vel og klessast ekki. Farði Ótrúlega léttur og góður farði frá Marbert sem fellur vel inn í húðina en hylur hana vel engu að síður. So Natural- farðinn helst vel á og er tilvalinn til nota bæði kvölds og morgna og gerir húðina silkimjúka og jafna. Gloss Flott, Ijóst appels- ínugult gloss frá Gosh sem helst vel á vörunum og klessist ekki. Tilvalið bæði eitt og sér eða þá til að blanda við annan lit. Gloss sem gefur vör- unum fallegan gljáa. Resurface Peel Nýjung frá Lancöme sem endurnýjar húðina á svipstundu. Resurface Peel er örugg en áhrifa- rík meðferð sem endurnýjar húðina á nokkrum minútum. Tilvalið fyrir þær sem hafa áhyggjur af þreytulegri húð, opnum svitaholum, brúnum blettum eða finum línum. lancömb Ilmvatn Ótrúlega góður ilmur frá Cacharel. Noa Perle-ilmurinn er mjúkur og ferskur, ákveð- inn og munúðarfullur. Angan af blómum og ávöxtum gerir Noa Perle kvenlegan og kyn- þokkafullan ilm sem hentar öllum konum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.