blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaöiö $ REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST úfeyar ancfláí Ser ab höncfum Onnumsí aíía þœtti úífararinnar >6 y UTFARARSTOFA %. ý KIRKJUGARÐANNA %rAR.v^’ ^ Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Súui 551 1266 • www.utfor.is Afar vandaður lúxus-hvíldarstóll með snúningi og innbyggðum skemmli Litir: Ljóst leður, brúnt og dökkbrúnt. Verð kr. 125.000.- <3]h usgoqn www.valhusgogn.is Röltu um verslunina okkar í rólegheitum á netinu meö nýja 360° sýningarkerfinu okkar - Þetta verður þú aö prófa! Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 Opið Virka daga kl.10-18/ Laugard. kl.11-16 Einn íslendingur á leikskóladeild ii Áhyggjuefni ef við viljum að börnin læri íslensku, segir dósent við HÍ ■ Ræða á setningu reglna um hlutfall erlendra starfsmanna Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Ræða á setningu reglna um hlutfall erlendra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur, að því er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maðurleikskólaráðs, greinir frá. Nú ákveður hver og einn leikskólastjóri hvernig hann raðar starfsfólki niður á deildir. Á leikskóla í borginni eru 3 af 4 starfsmönnum einnar deildar- innar erlendir og er einn þeirra ný- kominn til landsins. Erlendu starfs- mennirnir eru fagmenntaðir en íslenskukunnátta þeirra er misgóð. Sigríður Sigurjónsdóttir, dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Islands, segir meginhluta starfs- fólks á leikskólum verða að hafa íslensku að móðurmáli. „Þetta er aðalmáltökuskeið barnanna. Þetta er áhyggjuefni ef við viljum halda áfram að tala íslensku og viljum að börnin læri hana.“ Þorbjörg Helga segir þetta spurn- ingu um hvaða afslátt eigi að gefa. „Þetta hefur verið í höndum leik- skólastjóranna og við höfum treyst þeim,“ segir Þorbjörg. Auður Jónsdóttir, mannauðsráð- gjafi hjá leikskólaviði Reykjavíkur- borgar, segir að víða séu erlendir starfsmenn í leikskólum borgar- innar þar sem enn vantar um 150 starfsmenn, bæði faglærða og ófag- lærða. „En leikskó ustjórar hafa reynt að hafa ekki fleiri útlendinga en einn á hverri deild.“ Ráðningarviðtöl á íslensku Hún bendir á að viðtöl vegna ráðn- ingar starfsmanna í leikskóla eigi að fara fram á íslensku auk þess sem erlendir starfsmenn fái íslensku- kennslu. „Þegar erlend börn eru á leikskólum er það gott innan vissra marka að hafa erlenda starfsmenn. Það styrkir starfsemina. En auðvitað viljum við að allir tali íslensku. Það er ósköp einfalt,“ tekur Auður fram. Hún bætir við að faglærðir erlendir starfsmenn séu fljótari að læra ís- lensku en ófaglærðir. „Þeir ætla sér það líka,“ segir hún. Sigríður Sigur- jónsdóttir bendir á að búast megi MÁLTAKA BARNA ► Þótt börn virðist að mestu tileinka sér móðurmálið og regiur þess sjálf eru samskipti við annað fólk á máltökuskeiði nauðsyn- leg forsenda þess að þau nái valdi á máli. Börn læra orðaforða og margar reglur málsins af samskiptum við aðra. ► Það hversu góðir málnot- endur börn verða fer eftir því hvers konar máluppeldi þau hijóta. við að framburði og setningafræði sé ábótavant hjá erlendum starfs- mönnum. Hún kveðst hafa heyrt af grunnskólabarni úti á landi sem hafði erlendan kennara. „Barnið hélt að stafirnir segðu eitthvað allt annað en þeir eiga að segja.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Afgreiðsludama í 19 ár Karin Gústavs- dóttir, sem segist vera á besta aldri, sest við afgreiðslukassa á álagstímum. Fjarðarkaup í Hafnarfirði á besta aldri í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði þekkja viðskiptavinirnir afgreiðslu- dömurnar því að margar þeirra hafa starfað i versluninni í 20 ár eða lengur. Þetta eru konur sem komnar eru á besta aldur eða 55 til 65 ára. Gísli Sigurbergsson, einn eigenda Fjarðarkaupa, segir það hafa verið stefnu fyrirtækisins frá upphafi að hafa ekki eingöngu ungt fólk við störf og hann er viss um að það sé ein af ástæðunum fyrir tryggð viðskiptavinanna. Eldri dömurnar leysa þær ungu af á kössunum en eru annars við störf inni í búðinni. „Það er erfitt að vera á kassa allan daginn. Það er bara ekki hægt þótt ég segi sjálfur frá. Við höfum líka reynt að hafa það þannig að þær ungu komi líka inn á lager til að skipta þessu svo- lítið upp. Það koma þó stelpur inn sem eru bara á kassa en þær endast ekki lengi. Eitt ár þykir góður tími,“ greinir Gísli frá. ingibjorg@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.