blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 8
Rúnar Geirmundsson Þorbergur ÞórOarson Alhliða útíararþ j ó n u s ta Sírnar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • nmar@utfarir.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 TILBOÐ! Blöndunar og hreinlætistæki ATH! Aðeins í nokkra daga i - 50% afsláttur HARÐVIÐARVAL þegarþú kaupir golfefm Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is Montreal 5. október frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal í Kanada 5. október. I borginni mætast gamli og nýi timinn á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Glæsileg gisting í boði! Verð kr. 39.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði í 3 nætur, 5. okt. Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, út 5. og heim 8. okt. Verð kr. 59.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting með morgunverði í tvíbýli á Hyatt Hotel **”+ í 3 nætur, 5. okt. Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Delta Centre Ville **** í 3 nætur, 5. okt. Heimsferðir Munið Mastercard ferðaávísunina Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaðið Flugfélagið SAS Vélar gallaðar Rannsóknir hafa leitt í ljós ryð- galia í lendingarbúnaði á 25 af 27 Dash 8-Q400 flugvélum norræna flugfélagsins SAS. Ryðgallinn er sá sami og fannst í tveimur flug- vélum félagsins sem lentu í óhöppum við lendingu í Álaborg í Danmörku og Vilníus í Litháen með nokkurra daga millibili fyrr í mánuðinum. I kjölfarið voru allar vélar af þessari gerð kyrr- settar. Á vef sænska blaðsins Af- tonbladet segir að gaUinn á lend- ingarbúnaðinum sé ekki einungis bundinn við vélar SAS, heldur hafi fleiri flugfélög tekið eftir sambærilegum göllum í vélum sínum. aí Noregur Nýir ráðherrar Áslaug Haga, formaður norska Miðflokksins, tók við embætti ráðherra olíu- og orkumála í gær, eftir að Odd Roger Enoksen sagði af sér af persónulegum ástæðum. í norsku miðlunum er greint er frá því að Haga muni í nýju emb- ætti leggja mesta áherslu á Uf- ræna orkugjafa, en hún hefúr ver- ið ráðherra sveitarstjórnarmála frá árinu 2005. aí Líbanon Þúsundir syrgðu Þúsundir manna komu saman þegar líbanski þingmaðurinn Antoine Ghanim var borinn tU grafar í höfuð- borginni Beirút í gær. Ghanim hafði lengi talað gegn Sýrlands- stjórn og var myrtur í sprengjutUræði ásamt fimm öðr- um á miðviku- daginn. Líbönsk stjórnvöld hafa heitið því að forsetakosningar verði haldnar í næstu viku, þar sem arftaki EmUe Lahoud verður valinn. Lahoud er fylgjandi Sýr- landsstjórn, en margir saka Sýr- lendinga um sprengjutilræðið. aí N-Kórea sögð aðstoða Sýrland ■ ísraelar gáfu Bandaríkjunum upplýsingar um skotmörk sín í Sýrlandi ■ Gruna Sýrland og N-Kóreu um kjamorkusamvinnu Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Ákvörðun ísraela um að gera loft- árás á meintar kjarnorkustöðvar Sýrlendinga þann 6. september síð- astliðinn, var tekin eftir að ísraelsk og bandarísk stjórnvöld skiptust á upplýsingum, meðal annars í formi gervihnattamynda, um að norður- kóreskir kjarneðlisfræðingar væru starfandi í Sýrlandi. Þetta kemur fram á fréttavef Washington Post. George Bush Bandaríkjaforseti hef- ur neitað að tjá sig um árásina, en í ffétt bandaríska blaðsins segir að fullyrðingar tsraela um að Norður- Kóreumenn aðstoðuðu ríki með náin tengsl við Iran, hafi vakið miklar áhyggjur í herbúðum Bandaríkjastjórnar. Þrátt fyrir það hafi bandarísk stjórnvöld kosið að bregðast ekki við upplýsingum Israelsstjórnar, af ótta við að slíkt myndi grafa undan langvinnum samningaviðræðum sexveldanna um kjarnorkuáætlun N-Kóreu. Fundur í Pyongyang Fulltrúar sýrlenskra og norður- kóreskra stjórnvalda funduðu í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu, í gær og var fundurinn sagður snúast um tvíhliða sam- skipti ríkjanna. Sögusagnir hafa verið á kreiki um samstarf ríkjanna á sviði kjarnorkutækni, en stjórn- Mikil spenna Bæði ísraelar og Sýrlendingar eru með mikinn viðbúnað á landamærum Israels og Sýrlands við Gólanhæðir. ÁRÁSIN Árásin átti sér stað um 80 kílómetrum frá landamær- unum að (rak, þann 6. sept- ember. Þremur dögum fyrr hafði norður-kóreskt skip lagst að bryggju í borginni Tartus með varning, sem var sagður steypa. völd í báðum ríkjum hafa hafnað því að Sýrlendingar njóti aðstoðar Norður-Kóreu á þessu sviði. Benjamin Netanyahu, formaður Likudflokksins og íyrrum forsætis- ráðherra Israels, viðurkenndi á fimmtudaginn að Israelar hefðu gert skotárás langt inni í Sýrlandi í byrjun mánaðar, en Israelsstjórn hafði fram að því neitað að svara ásökununum. Árás ísraela var gerð að næturlagi, að sögn til að lág- marka mögulegt mannfall. Wash- ington Post segir að enn sé margt á huldu, þar á meðal um gæði upp- lýsinga ísraelsmanna, umfang að- stoðar Norður-Kóreumanna við Sýrlandsstjórn og hver alvöruþungi Sýrlendinga er í málinu. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Glæpaklíkur kaupa böm til Svíþjóðar Neyða bömin til að stunda þjófnað Sænska lögreglan hefúr komið upp um fjölmargar erlendar glæpa- klíkur sem hafa misnotað börn með því að ferðast með þau um Evrópu og láta þau stela. Lögreglan rannsakar nú ásakanir um mansal, þar sem fátækir foreldrar í Austur- Evrópu hafa selt börnin sín, sem eru svo neydd til að stunda þjófn- að. „Þau eru þjálfuð til að stela í verslunum og vöruhúsum, og jafn- framt í vasaþjófnaði,“ segir Kajsa Wahlberg, fúlltrúi lögreglunnar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Lögreglan í Svíþjóð hefúr helst verið að fást við mál er varða börn sem hafa verið seld frá Rúmeníu og Búlgaríu. Wahlberg segir foreldra barnanna marga virðast gefa nafn- greindum mönnum skriflegt leyfi til að ferðast um með börnin og að slík leyfi geti gert yfirvöldum erfitt fyrir að sanna mansal. atlii@bladid.net STUTT • Hönnunargalli Bandaríski leikfangaframleiðandinn Matt- el hefur viðurkennt hönn- unargalla í flestum leikfang- anna sem fyrirtækið hefur þurft að innkalla. Mattel hefur jafn- framt staðfest að sökin sé ekki kínverskra framleiðenda. • Látinn 42 ára gamall Græn- lendingur, sem stunginn var í brjóstið í úthverfi Árósa í Dan- mörku um síðustu helgi, er lát- inn. Fjórtán ára drengur er grunaður um að hafa ráðist á manninn en hann neitar sök. • Skotárás Tveir nemendur voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás við Delawareháskóla í Bandaríkjunum í gær. Að sögn er annar nemendanna lífs- hættulega særður en líðan hins sögð stöðug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.