blaðið

Ulloq

blaðið - 22.09.2007, Qupperneq 8

blaðið - 22.09.2007, Qupperneq 8
Rúnar Geirmundsson Þorbergur ÞórOarson Alhliða útíararþ j ó n u s ta Sírnar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • nmar@utfarir.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 TILBOÐ! Blöndunar og hreinlætistæki ATH! Aðeins í nokkra daga i - 50% afsláttur HARÐVIÐARVAL þegarþú kaupir golfefm Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is Montreal 5. október frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal í Kanada 5. október. I borginni mætast gamli og nýi timinn á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Glæsileg gisting í boði! Verð kr. 39.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði í 3 nætur, 5. okt. Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, út 5. og heim 8. okt. Verð kr. 59.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting með morgunverði í tvíbýli á Hyatt Hotel **”+ í 3 nætur, 5. okt. Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Delta Centre Ville **** í 3 nætur, 5. okt. Heimsferðir Munið Mastercard ferðaávísunina Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaðið Flugfélagið SAS Vélar gallaðar Rannsóknir hafa leitt í ljós ryð- galia í lendingarbúnaði á 25 af 27 Dash 8-Q400 flugvélum norræna flugfélagsins SAS. Ryðgallinn er sá sami og fannst í tveimur flug- vélum félagsins sem lentu í óhöppum við lendingu í Álaborg í Danmörku og Vilníus í Litháen með nokkurra daga millibili fyrr í mánuðinum. I kjölfarið voru allar vélar af þessari gerð kyrr- settar. Á vef sænska blaðsins Af- tonbladet segir að gaUinn á lend- ingarbúnaðinum sé ekki einungis bundinn við vélar SAS, heldur hafi fleiri flugfélög tekið eftir sambærilegum göllum í vélum sínum. aí Noregur Nýir ráðherrar Áslaug Haga, formaður norska Miðflokksins, tók við embætti ráðherra olíu- og orkumála í gær, eftir að Odd Roger Enoksen sagði af sér af persónulegum ástæðum. í norsku miðlunum er greint er frá því að Haga muni í nýju emb- ætti leggja mesta áherslu á Uf- ræna orkugjafa, en hún hefúr ver- ið ráðherra sveitarstjórnarmála frá árinu 2005. aí Líbanon Þúsundir syrgðu Þúsundir manna komu saman þegar líbanski þingmaðurinn Antoine Ghanim var borinn tU grafar í höfuð- borginni Beirút í gær. Ghanim hafði lengi talað gegn Sýrlands- stjórn og var myrtur í sprengjutUræði ásamt fimm öðr- um á miðviku- daginn. Líbönsk stjórnvöld hafa heitið því að forsetakosningar verði haldnar í næstu viku, þar sem arftaki EmUe Lahoud verður valinn. Lahoud er fylgjandi Sýr- landsstjórn, en margir saka Sýr- lendinga um sprengjutilræðið. aí N-Kórea sögð aðstoða Sýrland ■ ísraelar gáfu Bandaríkjunum upplýsingar um skotmörk sín í Sýrlandi ■ Gruna Sýrland og N-Kóreu um kjamorkusamvinnu Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Ákvörðun ísraela um að gera loft- árás á meintar kjarnorkustöðvar Sýrlendinga þann 6. september síð- astliðinn, var tekin eftir að ísraelsk og bandarísk stjórnvöld skiptust á upplýsingum, meðal annars í formi gervihnattamynda, um að norður- kóreskir kjarneðlisfræðingar væru starfandi í Sýrlandi. Þetta kemur fram á fréttavef Washington Post. George Bush Bandaríkjaforseti hef- ur neitað að tjá sig um árásina, en í ffétt bandaríska blaðsins segir að fullyrðingar tsraela um að Norður- Kóreumenn aðstoðuðu ríki með náin tengsl við Iran, hafi vakið miklar áhyggjur í herbúðum Bandaríkjastjórnar. Þrátt fyrir það hafi bandarísk stjórnvöld kosið að bregðast ekki við upplýsingum Israelsstjórnar, af ótta við að slíkt myndi grafa undan langvinnum samningaviðræðum sexveldanna um kjarnorkuáætlun N-Kóreu. Fundur í Pyongyang Fulltrúar sýrlenskra og norður- kóreskra stjórnvalda funduðu í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu, í gær og var fundurinn sagður snúast um tvíhliða sam- skipti ríkjanna. Sögusagnir hafa verið á kreiki um samstarf ríkjanna á sviði kjarnorkutækni, en stjórn- Mikil spenna Bæði ísraelar og Sýrlendingar eru með mikinn viðbúnað á landamærum Israels og Sýrlands við Gólanhæðir. ÁRÁSIN Árásin átti sér stað um 80 kílómetrum frá landamær- unum að (rak, þann 6. sept- ember. Þremur dögum fyrr hafði norður-kóreskt skip lagst að bryggju í borginni Tartus með varning, sem var sagður steypa. völd í báðum ríkjum hafa hafnað því að Sýrlendingar njóti aðstoðar Norður-Kóreu á þessu sviði. Benjamin Netanyahu, formaður Likudflokksins og íyrrum forsætis- ráðherra Israels, viðurkenndi á fimmtudaginn að Israelar hefðu gert skotárás langt inni í Sýrlandi í byrjun mánaðar, en Israelsstjórn hafði fram að því neitað að svara ásökununum. Árás ísraela var gerð að næturlagi, að sögn til að lág- marka mögulegt mannfall. Wash- ington Post segir að enn sé margt á huldu, þar á meðal um gæði upp- lýsinga ísraelsmanna, umfang að- stoðar Norður-Kóreumanna við Sýrlandsstjórn og hver alvöruþungi Sýrlendinga er í málinu. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Glæpaklíkur kaupa böm til Svíþjóðar Neyða bömin til að stunda þjófnað Sænska lögreglan hefúr komið upp um fjölmargar erlendar glæpa- klíkur sem hafa misnotað börn með því að ferðast með þau um Evrópu og láta þau stela. Lögreglan rannsakar nú ásakanir um mansal, þar sem fátækir foreldrar í Austur- Evrópu hafa selt börnin sín, sem eru svo neydd til að stunda þjófn- að. „Þau eru þjálfuð til að stela í verslunum og vöruhúsum, og jafn- framt í vasaþjófnaði,“ segir Kajsa Wahlberg, fúlltrúi lögreglunnar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Lögreglan í Svíþjóð hefúr helst verið að fást við mál er varða börn sem hafa verið seld frá Rúmeníu og Búlgaríu. Wahlberg segir foreldra barnanna marga virðast gefa nafn- greindum mönnum skriflegt leyfi til að ferðast um með börnin og að slík leyfi geti gert yfirvöldum erfitt fyrir að sanna mansal. atlii@bladid.net STUTT • Hönnunargalli Bandaríski leikfangaframleiðandinn Matt- el hefur viðurkennt hönn- unargalla í flestum leikfang- anna sem fyrirtækið hefur þurft að innkalla. Mattel hefur jafn- framt staðfest að sökin sé ekki kínverskra framleiðenda. • Látinn 42 ára gamall Græn- lendingur, sem stunginn var í brjóstið í úthverfi Árósa í Dan- mörku um síðustu helgi, er lát- inn. Fjórtán ára drengur er grunaður um að hafa ráðist á manninn en hann neitar sök. • Skotárás Tveir nemendur voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás við Delawareháskóla í Bandaríkjunum í gær. Að sögn er annar nemendanna lífs- hættulega særður en líðan hins sögð stöðug.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.