Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 9

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 9
, Austurríki, England, Frakkland, Italía, Spánn og Þýskaland. Ef þú ert á aldrinum 18-26 ára er málanám og starfsþjálfun góð leið til þess að læra tungumál, kynnast ólíkri menningu og öðlast starfsreynslu. Um er að ræða störf á hótelum, veitingahúsum og hjá fyrirtækjum í öðrum greinum. Þeir sem sækja um Starfsþjálfun í Evrópu eiga kost á ad sækja um Leonardo da Vincy styrk sem rennur til greiðslu á hluta kostnadar. Stúdentaferdir úthluta þessum styrkjum fyrir hönd Landsskrifstofu Leonardo á íslandi. Búðu þig undir ótrúlegt sumar. Starf í sumarbúðum er tilvalið starf fy rir þá sem eru 18 ára og eldri og hafa gaman af að vinna með börnum og unglingum. Au pair býr hjá gistifjölskyIdu, aðstoðar við barnagæslu og heimilisstörf. Þú tekur þátt í daglegu lífi gistifjölskyldunnar og færð að launum vasapening, frítt fæði og húsnæði. Til þess að ná góðum tökum á tungumáli er nauðsynlegt að dvelja í landi þar sem tungumálið er talað. Stúdentaferðir er í samstarfi við fjölda málaskóla sem bjóða nám fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Fyrirfólk á öllum aldri! Sjálfboðastörf eru krefjandi en um leið tækifæri til þess að kynnast framandi menningu. America ÉT www.vistaxchange.is + www.exit.is STUDENTA Bankastræti 10 + 101 Reykjavík + Sími 562 23 62 + info@exit.is + info@vistaxchange.is e it.is A rið 1980 vgr þýðingamikið ár fyrir a ms WÉ&- y -æm • wBKsbhs Þá kom út franska myndin La Cage Aux Folles, sem síðar var endurgerð í Hol- lywood undir nafninu The Birdcage. Sama ár kom á tjaldið mynd með Al Pa- cino sem kallast Cruising. Myndin segir frá gagnkynhneigðri löggu sem þarf að fara „undercover" í leðurhomma- klúbba f New York (leit að morðingja. Þetta var örugglega í fyrsta skiptið sem samkynhneigðir ( Banda- ----------- ríkjunum mótmæltu kvikmynd undir því yfirskini að hún gæfi slæma mynd af þeim. Mikið vatn hefur runn- ið til sjávar síðan og árið 1992 hófust önnur mótmæli hjá sam- kynhneigðum þeg|r myndinThe Silence of the Lambs var tilnefnd til Óskarsverðlauna og sópaði að sér helstu verðlaununum. Það sem GLAAD (réttindasamtök homma og lesbía I ______________ USA) voru reið yfir var að myndin sýndi morðingjann^Buffalo Bill sem homma sem sveifst einskis til að drepa konur til þess að geta búið til fatnað úr skinni þeirra. Samkynhneigðir fóru í mótmælagöngur f L.A og margir hótuðu að gera í rassíu á sjálfa Óskarsverðlaunaafhendinguna í beinni útsendingu. Satt best að segja hefði ég ekkert haft á móti því. Það sama ár '92 kom önnur mynd ( bfó sem gerði allt vitlaust.hvort sem það var f miðasölunni eða í gagnrýni. Það var kvikmynd- in Basic Instinct. í myndinni voru þrjár lesbíur, eða tvfkýnhneigðar (aldrei al- mennilega lýst f myndinni) konur og þeim lýst sem steríótýpum sem hata karlmenn. Ein þéirra drap til dæmis 14 ára gamlan bróður sinn af því að hún var þreytt á því að hann fékk meiri athygli enn hún. GLAAD samtökin voru engan veginn sátt. Með þessum mótmælum sýndu samkynhneigðir „UNDERCOVER" í LEÐURHOMMAKLÚBB í NEWYORK ---—•------- að þeir voru orðnir þreyttir á lélegri og staðnari (mynd sinni í kvikmyndum. Ef þeir voru ekki fjöldamorðingar voru þeir dauðvona með AIDS, með brókar- sótt eða heimskar aukapersónur sem komu myndinni eiginlega ekkert við. I dag má sjá breytingu á þessu viðhorfi. Hommar og lesbfur eru orðin meira áberandi f kvikmyndum og á ekki eins neikvæðan hátt. Árið 1994 kom út Iftil mynd í Ástralfu þar sem fylgst var með þremur dragdrottningum í rútuferð frá Sydney innf mið-Ástraliu til þess að leika á sviði. Þessi mynd heitir Priscilla:Queen of the Desert. Margir „straight" vinir mfnir ru á myndina uppfull- ir af ýmiskonar fordómum en komu út alveg skælbros- andi. Einnig var þetta fyrsta myndin sem fór í almenna dreifingu þar sem að- alpersónurnar voru kynskiptingur og tveir hommar sem töluðu opinskátt um kynhneigð sfna. Framleiðendur mynd- arinnar óraði aldrei fyrir hversu vinsæl myndin yrði og opnaði hún leikurun- um Hugo Weaving (leikur vonda kall- inn í Matrix), Guy Pearce (minnislaus í Memento) leiðina inn f Hollywood. ---------- Þremur árum seinna lék Kevin Kline kennara ( smábæ í Bandarfkjunum sem var „misskilinn" sem hommj. Eftirminnilegasta atriðið í myndinni er þeg- ar hann og Tom Selleck kyssast. Fyrir mitt leyti hef ég mjög gaman að horfa á „hýrar myndirl.kannski vegna þess að ég er hýr __________ sjálfur, en ég væri til í að sjá fleiri myndir um sterk- ar og skemmtilegar per- sónur sem eru já, samkynhneigðar. Að lokum vil ég benda á fimm uppáhalds „hýru myndirnar" mínar: 1. Priscilla:Queen of the Desert.(1994) Hey...kannast ekki allir við þessa?? 2. A Beautiful Thing. (1996) Svo sæt að hún gæti brætt hið versta hómóphóbfska hjarta. 3. The Incredible True Adventures of two Girls in Love.(1995) Besta lesbíu- myndin....án efa!!! 4. Trick (1999) með þvflíkum hönkum. A 5. Broken Hearts Club ( samkynhneigt hafnabolt, ur að segja eitthvað meira???? KRAFTAVERK

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.