Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 12
VSPMN Nautið (20.apríl 20.maí) Of mikið af hinu góða getur orðið leiðin- legt ef fjölbreytileikann vantar og ekkert gefandi verður á vegi þínum. Þú ættir að staldra við og horfa með opnum huga á afleiðingar verka þinna þegar viðskipti eða jafnvel áætlun (viðskiptahugmynd) er ann- ars vegar. Það sem einkennir þig fyrstu sex mánuði ársins varðandi viðskipti og mann- leg samskipti er að þú ert mjög gefandi í samksiptum við aðra. Þú virðist vera reiðu- búin/n að leggja þig fram af alhug þegar kemur að verkefni sem þú stendur frammi fyrir. Þú ert fæddur leiðtogi og ættir þar af leiðandi að vera meðvituð/meðvitaður um hverjir samkeppnisaðilar þínir eru og leita sífellt leiða til að koma auga á þá. Leiðtogar hugsa sífellt um það að sigra. Nýttu hæfi- leika þinn mjög vel á vordögum og settu þig í spor annarra. Það gerir þér kleift að undirbúa þig betur og ná því markmiði sem þú ein/n ákveður að ná. Tvíburarnir (21 .maí - 21 .júní) Mikilvægasti eiginleikinn sem þú getur hugsanlega þróað tengt viðskiptum árið 2003 er að hlusta vel á tilfinningar þinar. Þú birtist hér mekilegur einstaklingur og hefur að bera ómælda hæfileika og eiginleika sem ná langt út fyrir allt það sem þú hefur þegar gert og upplifað. Þú ert minnt/ur á að þú lifir á tlmum tækifæra þar sem fólk getur náð meiri árangri en áður hefði ver- ið hægt að ímynda sér. Þú trúir því að það séu tvær hliðar á hverju máli og því reynir þú að sjá þær báðar áður en þú kemst að niðurstöðu. Þú kannar, skoðar og greinir þangað til þú veist svarið. Notaðu innsæi þitt í meira mæli. Þegar viðskipti eru annars vegar vilt þú frelsi og erfitt er að hemja þig. Merkúríus sýnir þig greinda/n en þig skortir oft á tíðum dómgreind og rökvísi, sem ekki ber að rugla saman við greind. Nýttu þekk- ingu þína betur. Krabbinn (22.júní - 22.júlí) Tunglið segir þig hafa of miklar áhyggjur fyrstu sex mánuði ársins og ótti dregur úr sjálfsöryggi þínu. Ef þú leitar eftir viðskipta- legum árangri ættir þú að sleppa tökum á fortíð þinni því þú ert bundin/n henni mjög sterkum böndum. Þér er gefinn sá eiginleiki að draga fólk að þér þó þú virðist jafnvel ekki hreyfa þig og kemur það sér vissulega vel þegar viðskipti eru annars vegar. Skilgreindu markmið þín vel og gerðu þér grein fyrir hvaða verkefni færa þig í átt að þeim. Þú ættir að tileinka þér að Ijúka hverju verki áður en nýtt hefst. Settu mál á verkefnalista þinn og raðaðu þeim í forgangsröð. Andlega þenkandi og ánægt fólk á ávallt von á þv( besta og á það vel við fólk fætt undir stjörnu krabbans. Minnkaðu kröfur þínar og gefðu fólkinu í kringum þig lausan tauminn. Þú kýst ekki að neinn eigi þig; því þá að reyna að eiga aðra? I púmuém.M Eg þoli ekki konur sem gagnrýna fegurð- arsamkeppni. Er ekki í lagi að konur, sem hvort eð er virðast alltaf vera að bera sig saman við aðrar konur (vístl), keppi um hver fegurst er í heimi hér? Vinkona mín benti á að einfaldlega væri keppt of oft. Ungfrú Snæ- fells- og Hnappadalssýsla,Ungfrú Norðurland, Austurland, Suðurnes, Reykjavík og svo Ung- frú ísland. Jú þetta eru náttúrulega margar keppnir en eins og í bikarnum (sko fótboltan- um) er keppt í riðlum, undanúrslitum og svo úrslitum. Þannig er það líka í Evrópukeppninni og f heimsmeist- arakeppninni. Það er því eðlilegt í keppninniumfeg- urstu konu lands- ins að allir fái séns til að velja fulltrúa síns kjördæmis. Ég held bara að það séu alltof margir og þá sérstaklega konur sem dæma fyrirfram þessar stelpur sem einhverjar athyglissjúkar gálur en átta sig engan veginn á því hversu mikið þær þurfa til að bera til að taka þátt.Ég meina hugrekk- ið sem þarf til að keppa á þessum grundvelli við huglægt mat dómnefndar. Þið getið Ifka verið stoltar af þessum stelpum og megið ekki halda að fegurðarsamkeppni afvega- leiði álit almennings á konum og standi í vegi fyrir réttindum kvenna. Æi, svo er það nett glatað þegar íslenskum konum gengur vel í keppni á alþjóðlegum vettvangi og verða allt í einu "stelpurnar okkar" við hlið strákanna okkar, Björk og Dóra Lax. Þá skipt- ir ekki máli hver á ( hlut, öllum finnst þær æðislegar, fegurðarsamkeppni verður voða sniðug og ekkert þykir sjálfsagðara til að undirstrika hversu framarlega íslenskar kon- úr standa (alþjóðasamfélaginu.Svo var það punkturinn að sökum fjölda keppna væri þjóðin að verða uppiskroppa með fallegar konur. Right! Ég held að þrátt fyrir ýmsa strauma og stefnur sé hið sígilda norræna útlit alltaf eftirtektarvert og enginn skortur er á fallegum konum á (slandi. Ég held hins vegar að vegna þessarar óvægu gagnrýni ( garð fegurðarsamkeppna er verið að breyta þeim og leggja áherslu á hluti sem höfða ekki eins sterklega til fjöldans. En er rétt að hleypa þannig Petrum og Pálum beint ( úrslit? Alveg spurning. Persónulega fer ég ekki í grafgötur með það að ég þoli ekki konur sem þola ekki fegurðarsamkeppni. Þær held ég að séu nokkuð afvegaleiddar. Sérstaklega ef þær halda því einnig fram að auga Saurons, upphaf alls ills í Lord of the Rings, skýrskoti viljandi til skapa kvenna, til að senda út skilaboð um að uppspretta hins illa sé fundin! GSM-GJALDMIÐLUN Það kannast allir við það að eiga ekki smápen- inga ( stöðumælana og blóta endalaust yfir stöðumælavörðunum og sektunum sem fara sífellt hækkandi. Nú er komin frábær lausn á þessum vanda, GSM-gjaldmiðlun fyrir stöðu- mæla. Snilldarhugmynd sem hefur reynst vel þar sem hún hefur verið prófuð,til dæmis (Tall- inn, höfuðborg Eistlands, þar sem búa rúmlega 400 þúsund manns. Það eina sem þú þarft er í fyrsta lagi að eiga bíl og farsíma en auk þess límmiða sem settur er í glugga bifreiðarinnar sem segir að þú getir notað þessa þjónustu til greiðslu ( stöðumæla. Þegar þú hefur lagt bílnum þarftu ekki að gramsa í öllum vösum til að leita að klinki, sem vanarlega ekkert er, heldur sendir þú bara inn upplýsingar um skráningarnúmer bifreiðarinnar og hversu lengi þú ætlar að leggja með einu sms-i. Þá getur þú farið áhyggjulaus á búðarrölt í mið- bænum, sest á kaffihús eða gert í raun hvað sem er án þess að þurfa að hlaupa í bílinn á klukkutíma fresti tii að setja í stöðumælinn. Það besta er að þú færð senda viðvörun í sím- ann þinn þegar tíminn er að renna út og þá geturðu bara framlengt tímanum með einu skiiaboði. Ekkert stress lengur. Gjaldskráin fer bara milliliðalaust inn á símreikning þess núm- ers sem sendir skilaboðin og þú þarft ekki að hafa áhyggjur fyrr en um mánaðarmótin. Strikamerkið, sem er á límmiðanum í glugga bifreiðarinnar, getur stöðumælavörðurinn svo skannað og fær þá strax að vita hvort viðkomandi hafi greitt fyrir stæðið. Auðveld og þægileg leið. Klinkvandræðin verða úr sögunni, engin afsökun lengur fyrir óteljandi stöðumælasektum og þú getur notið þess að ganga áhyggjulaus um miðbæinn.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.