Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 43

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 43
{ L HVAÐÆTLA ÉGAÐVERÐA ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR? Það er alveg merkilegt hversu oft maður hefur heyrt þessa spurningu yfir ævina. Stundum spyr fólk af því að það er forvitið, en oftast þó af almennri kurteisi.Þá er mað- ur búinn að semja voðalega fínt vélrænt svar sem maður þylur fyrir viðkomandi og verður voða sáttur við það eitt að hafa gert viðmælanda sinn ánægðan. En í raun áttum við okkur ekki á mikilvægi þessarar spurningar fyrr en að við stöndum frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvert maður fari nú næst... Það stendur óheyrilega margt til boða fyrir ungt fólk í dag, fullt af tilboðum sem rugla mann og stela þeim einbeitingar- krafti sem býr í okkur. En það er sama hvað þú velur, það er engin leið "rétt" eða "röng" Hafðu l(ka hugfast að öll menntun er góð og skiptir máli. Þú ert frekar ráðin ( starfið heldur en hin sem kláraði aldrei stúdent- inn...-Það er af þeirri einföldu ástæðu að stúdentspróf er staðfesting á því að þú get- ir lært og lokið einhverju markmiði sem þú setur þér. En sumir vita einfaldlega ekkert hvað þeir vilja gera. Þeir velja sér fag nánast af handahófi, bara til að hafa gráðu ( hönd- unum, oft án þess að hafa neinn sérstakan áhuga á þv(....Hrikalega hlýtur líf þeirra að verða óspennandi. En ég er með tillögu handa þér. Væri ekki frábært að geta valið sér eitthvað sem þú hefur einlægan áhuga á? Því þú hefur þetta val, þetta llf og það er algjörlega (þ(n- um höndum hvernig það er og hvað verður úr því. Þú verður að fatta hvað það er sem kemur þér af stað, í hverju þú gleymir þér al- gjörlega, hvað gefur þér þessa einstöku til- finningu sem þú færð ekki út úr neinu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur. Af þv( að það er óskráð skylda þín að elta það uppi sem gefur þér ánægju og gera allt sem þú geturtil að láta þína leyndustu drauma rætast...Það er lykillinn að velgengni þinni og lífshamingju. Til þess að komast að þessum Kfsnauðsyn- legu staðreyndum eru nokkrar leiðir, því fleiri sem þú prófar, þeim mun líklegri verður þinn glæsti draumur! Farðu lengra en þú trúir þér til að geta farið og settu þetta niður á blað með opnum hug, uppáhalds trélitnum þínum og nokkrum blómum hér og þar á blaðið! Skrifaður niður 8 atriði sem vekja áhuga þinn. Hvað þarftu að gera svo að hugurinn fari á flug? Hvenær kemur spennuhnúturinn ( magann? Hvaða fög voru skemmtilegust í barnaskóla? Hvað lékstu þér með? Hvað er það í hversdagslegri rútínu sem þú hlakkar til að gera? Skrifaðu niður 6 starfsheiti sem þú gætir hugsað þér að starfa við. Enga hræðslu, ekki efast um að þú getir ekki fengið þetta starf...Líttu á konur ársins, ekki voru þær að efast. Skrifaðu niður kosti og galla þessara hug- mynda. Gerðu tvo dálka, vertu samkvæm sjálfri þér. Þessar staðreyndir hjálpa þér að velja á milli. Þrengdu hringinn niðrí tvö störf. Prófaðu þessi störf, hvernig er að vinna í þessu umhverfi.Oft skiptir maður um skoðun við að setja sig í það umhverfi, kynnast vinnutíman- um eða að átta sig á námsferlinu. Þegar þú ert búin að fækka hugmyndunum aðeins, þá er næsta skrefið að setja þig inn (aðstæðurnar:leiðinaað þessu starfi,umhverf- ið, stemmninguna, launin, jafnvel fötin eða tónlistina. Mun ég kunna við að vera í þessu starfi? Mun ég blómstra ( þessu umhverfi? Rétta fólkið og ótrúlega spennandi viðfangs- efni? Farðu svo af stað, leitaðu þér upplýsinga, farðu á námskeið, búðu til þ(na eigin starfskynningu, sendu e-mail og hringdu út um allar trissur til að verða jafnvel bara örlítið fróðari um það sem þú ert á leiðinni út (. Búðu til þína eigin starfskynningu: Farðu á staðinn.fáðu að fylgjast með (einn dag. Kannski kveikir það einhvern eld. Farðu á bókasafnið: Leitaðu þér upplýsinga um allt sem tengist þessu starfi eða áhugamáli:t.d.um blöð, bækur,jafnvel geisladiska eða videospólur. E-mailin virka alltaf: Sendu e-mail til fólks sem er starfandi innan geirans, ritara, kennara sem gætu lumað á einhverjum upplýsingum eða góðum ráðum. Flestu fólki finnst gaman að geta ráðlagt og sagt frá starfi sínu. ÞAÐ ER SAMA HVAÐ ÞU VELUR, ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ "RÉTT"EÐA"RÖNG" Námskeið: Góðir starfsmenn eru sffellt að endurmennta sig. Leitaðu uppi nám- skeið sem gætu tengst þínu áhugamáli eða komandi starfi.ÖII reynsla skiptir máli. Hvað sem þú bætir við þig, gefur þér bara meiri reynslu í reynslupokann sem verð- ur svo skoðaður vandlega þegar þú verður tekin inn í skóla eða ráðin í vinnu. Að komast að þessu setta marki getur verið bæði langt og erfitt en það verður svo sannarlega þess virði—.Ekkí missa þolinmæðina, því velgengni (Kfinu er langhlaup. Um leið og þú ert komin af stað (átt að marki þ(nu,verðursvarið við spurningunni sem lögð var fyrir ( upphafi leikandi létt og það er æðislegt að svara:„ég ætla að verða forseti (slands"..þú stendur svo stolt og ákveðin og föst á þínu.Stolt af þv( að vera búin að ákveða hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór.. ofurkona! Texti:Jessie g MYND:ÁRNI V

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.