Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 36

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 36
f 4 Þórdís Claessen er grafískur hönnuður með brennandi áhuga á graffití og veggjaskrifum. Hún hefur Ijósmyndað og hannað um listina í París og við fréttum að íslensk bók væri á leiðinni. Við hittum hana og forvitnuðumst aðeins um þetta mál. Hvernig kviknaði áhuginn á veggjaskrifum og graffití? Ég hef alltaf haft áhuga á veggjaskrifum og það hefur alltaf verið til graffití í einhverju formi. Sú þörf mannsins að tjá sig á veggi hefur fylgt okkur frá upphafi svo þetta er ekkert nýtt. Fræðiheitið graffití er notað yfir hverskyns ristur og skrif á almannafæri. Mérfinnst áhugavert að lesa „ónafngreind" skrif sem endurspegla viðhorf einhvers í þjóðfélaginu. Það geta til dæmis verið skoðanir, mótmæli, húmor eða bein skilaboð. Mér finnst veggjaskrif oft virka sem sannur þjóðfélagsspegill, einhver vill deila tjáningu sinni með umheiminum og þetta er góð mælistika á hræringar í þjóðarsálinni jafnt í Reykjavík sem annars staðar. Þegar ég var um átta, níu ára fann ég undir eins að í hipp hopp bylgjunni var ný sköpun sem átti mig alla. Krakkarfóru að dansa breikdans, mála graffitíverk og hlusta á rapp. Ég flutti til Svíþjóðar. Þar var jú hipp hoppið í gerjun eins og heima nema að vinir mínir þar voru frá blandaðri menningarheimum sem stokkaði upp fílinginn. Þá kynntist ég hjólabrettafélögum mínum sem voru einnig duglegir að graffa. Ég lifði á hjólum í þrjú ár í Stokkhólmi og hrærðist í tónlistar- og myndlistargeira hipp hoppsins. Það má segja að snemma hafi ég runnið saman við þennan púls. Ég hef myndað nokkuð í Stokkhólmi og var reyndar handtekin þar í sumar á lestarstöð fyrir að mynda graffití. Flest fólk lítur á graffiti sem skemmdaverk og eru þau refsiverð brot í samfélaginu þar sem graffarar fá sektir fyrir að nást við að teikna á veggi. Er einhver breyting að verða á þessu hugarfari? Graffití og veggjaskrif, eða veggjakrot eins og sumir kalla það, er nokkuð klofið fyrirbæri í huga fólks. Þeir sem iðka graffití af einhverju tagi hafa mjög ólíkar forsendur fyrir því. (stuttu máli vilja sumir merkja sér svæði og koma nafni sínu sem víðast að, í ákveðinni samkeppni við aðra í geiranum. Langflestir graffarar byrja þannig og það kallast að „tagga". Þessi angi graffsins fer víða í taugarnar á fólki sem skemmdarverk og sóðaskapur. Aðrir leggja meira kapp í að skapa marglituð myndverk með úðamálningu. Sumir meina að taggið komi óorði á graffitíhugtakið. Hvort tveggja er jú graffití en af sitt hvorri tegundinni, gert í sama „leyfisleysinu" í opinberu rými. Sú þróun er þó í vexti hér að fólk sjái graffitíverk sem sjálfsagða list eins og hverja aðra list. Graffarar fá að skreyta veggi fyrirtækja og stofnanna, eða graffití notað í auglýsingar. Fólk er smámsaman að finna kraftinn og átta sig á aðdráttaraflinu sem graffití getur haft. Gosdrykkjaumboð hér á landi fékk graffara til að auglýsa ákveðna drykkjartegund með úðamálverkum. Altoids hálstöflur keyra nú risavaxið graffitíverkefni í Bandaríkjunum og koma á framfæri efnilegu graff-myndlistarfólki. Toyota, Perry Ellis, Nike og ótal fleiri markaðsjöfrar hafa notað graffití í auglýsingum. Lokaverkefni þitt „Franskar veggjasögur" er unnið að hluta í París. Segðu okkur frá því. Þegar ég vann útskriftarverkið í LHÍ vorið 2001, fór ég til Parísar og Ijósmyndaði graffití í miðborginni og úthverfum. Ég rölti snemma á morgnana í Metróið og fór þangað sem franskir graffarar höfðu leiðbeint mér í netskrifum og hitti svo nokkra sem sögðu mér hitt og þetta. Ég skreið undir grindverk, reif buxurnar oft á gaddavír, hoppaði af brú, gekk á lestarteinum og var skömmuð af lestarstarfsfólki. Mér fannst þetta svakalega gaman. Að ná mynd og hafa virkilega fyrir því. Það minnisstæðasta var þegar við Nonni frændi (förunautur) vorum elt af froðufellandi villihundum með allt kamerudraslið. Það var alls ekki sniðugt. Svo hitti ég einn af frumkvöðlum franska skapalón-graffsins af tilviljun. Það er kona um fimmtugt og er kölluð Miss-tic. í rúm 20 ár hefur hún sett fallegar skapalónsmyndir á veggi Parísar. Nú er hún svo sterkur hluti ^ af götum Parísar, að hreinsunardeild borgarinnar lætur myndir hennar standa því þær eru orðnar verðmiklar. Hún er goðsögn í skapalónsgraffinu um heim allan. Þess vegna var ég heppin að labba í flasið á henni á gallerísýningu og spjalla við hana. En bókina "Franskar veggjasögur" gerði ég í 10 eintökum sem löngu eru gefin og er eitt í bókasafni LHÍ. En íslenskt graffití, fylgist þú með því ? Mjög svo. í einhver ár hef ég fylgst með graffití hér heima. Mér finnst þróunin og staðallinn hafa tekið stökkbreytingum síðustu tvö ár. Hér sé ég verk og stensílmyndir sem eru hreint frábærar og hef gaman af að fylgjast með þróun hand- bragðsins hjá þeim sem láta mest til sín taka í graffinu hér. Einnig er límmiðamenningin svokallaða vaxandi hér sem alveg ný grein í íslensku graffi/götulist. Sennilega ferskasta kvíslin út frá graffinu í dag. Það er ákveðin upp- skerutími í (slensku graffití um þessar mundir og sprettur upp samsíða íslensku hipp hopp/rapp byltingunni sem vex ört. Við eigum marga mjög færa graffitímálara hér. Ég hef sýnt sænskum vinum mínum (Akay og Bacteria) verk héðan sem þeir hrifust af. Þeir hafa graffað í um 15 ár og eru nokkuð þekktir I Evrópska graftitígeiranum. Ég mun hitta þá í Stokkhólmi um páskana og sýna þeim fleira nýtt héðan og þeir senda mér iðulega sfn verk. fslenskt graffiti á vel skllið að komastá alþjóðakortið. Er pólitík f íslensku graffi? Það er mikið um pólitískar skoðanir og ádeilur í reykvísku skapalónsgraffi og auðvitað sem almennar setningar á víðavangi. Það er hreint meiriháttar að sjá að fólk hefur skoðanir sem það vill deila með samfélaginu á þessum svakalegu umbrotstímum. Sá /sú sem skrifaði: „Davíð lýgur" „Ríkið svfkur" eða "Höggvum Runna (Bush)" kaus að skrifa það á vegginn fyrir aðra að sjá, því eðli graffití er svo umbúðalaust. Fólk rekst á það við næsta götuhorn og fær það beint í flasið einhvern veginn sem óritskoðaða, hreina og hispurslausa tjáningu. Þess vegna er sumum í nöp við veggjaskrif og upplifa það sem uppáþrengjandi fyrirbæri. Ég hefði gaman af að hitta þann sem kvittar undir há-pólitiskar skapalónsmyndir sínar með „Eye Information". Það eru myndir af góðum klassa sem ætti að sýna fleirum en íslendingum. Hefur þú hugsað að gefa út bók um íslenskt graffíti? Já. Ég Ijósmynda reglulega það sem kemur fram á veggjum borgarinnar. Fer á stjá og hef í raun vélina meðferðis sem oftast. Graffitímeðvitað fólk skannar umhverfið öðruvísi með augunum en aðrir, því við tökum eftir hverri smá-breytingu í umhverfinu. Ég er að vinna að nýrri bók. „(slenskar vegjasögur" heitir hún og er um íslenskt graffití. Ég ætla að hanna þessa bók út frá graffitíljósmyndum og veggjaskrifum í okkar daglega umhverfi í samhengi við mannlífsmyndir. Vinnan er komin í gang og Ijósmyndasafnið er stórt. (bókinni veröa viötöl við nokkra graffara af ólíku tagi. Mjög óliku tagi satt að segja! Ef allt gengur samkvæmt óskum mun bókin verða fáanleg fyrir jólin. Allir fjárstyrkir til verksins eru vel þegnir! En telur þú vera markað fyrir svona bók hér heima? Hiklaust! Bækur um graffití sem seldar eru hér klárast strax. Það er greinilegt að fólk hefur áhuga á bókum um götulist sem er jú ákveðin hönnun. Nú er mikil hönnunarvakning á íslandi hvort sem er (þrívíðu eða í tvívídd. Mér finnst komin tfmi til að nú verði gerð bók með þessum tón sem sýnir okkar stíl og getu á (slandi. Allir þessirferðamenn sem koma hingað hljóta sumir að hafa áhuga á bók um framandi borgarlandslag, sjá aðra grafíska hönnun og Ijósmyndun. Það mætti þá bjóða þeim eitthvað annað en vfðlinsu-landslagsbækur og lundapóstkort. Bók fyrir (slendinga og útlendinga. Fylgist með! 4- viötal; Hrefna, útlit; Þórdís, myndirs Þördis og Árni

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.