Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 41

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 41
HITTAST Á DJAMMINU Kostir: Ef allt fer á versta veg er hægt að kenna áfenginu um. Gallar: Þú helður kannski að þetta sé sniðugt því að vlnið eigi eftir að hjálpa þér af stað og ef hann er leiðínlegur gætirðu alltaf stungið hann af, en ég mæli ekki með þessari leið. Þú byrjar að drekka klukkan fimm af stressi og ert orðin vel f því þegar þú hittir hann og þá getur allt gerst. Þegar fólk er fullt segir það og gerir sínar mestu vitleysur og ef hlutirn- ir fara að ganga illa fara þeir versnandi þegar llðurá kvöldið. ÚTIVISTT.D. SNJÓBRETTI EÐASKÍÐI Kostir: Otivera er alltaf skemmtileg og sama hvort þú ert góð eða léleg á snjóbretti eða sklðum eigið þið örugglega eftir að skemmta ykkur konunglega. Ekkert of mikið spjall en ef þið eruð að smella saman er hægt að fá sér köku og kakó og tala út í eitt. Eftir ferðina eruð þið bæði útkeyrð og langar heim í sturtu og þar er hægt að melta gæjann. Ef hann hringir aftur er hægt að segja já eða nei við öðru„deiti" Gallar: Maður er nú ekki sem best útlftandi, en samt ferskur og útitekinn... Ef þú ert óvön má búast við miklum harðsperrum daginn eftir og að fara upp í fjöll er frek- ar dýrt sport. Einnig getur komið fyrir, ef þú ert að bjóða honum, að hann segi bara já til að koma með en þú sérð að honum leiðist og endar með nagandi samviskubit... Texti: Erna María KEILA Kostir: Skemmtileg afþreying og það er alltaf gaman ef þú vinnur. Gallar: Þinn rétti persónuleiki gæti komið í Ijós í keilu, ef þú ert tapsár er best að sleppa henni þangað til lengra er komið. Oftast er frekar troðið í keilu og það er svona staður þar sem maður hittir alltaf ein- hvern sem maður er ekki búinn að hitta f mörg ár og færá sig spurninguna„Hver er þetta með þér, kærastinn þinn?" Svar- ið við þessu yrði mjög pínlegt ef gaurinn sem er með þér stendur nálægt. Þér finnst gæinn líka alltaf vera að glápa á rassinn á þér þegar þú ert að kasta og sumum gæti þótt það frekar óþægilegt. HORFAÁVIDEO Kostir: Það er hægt að gera eitthvað annað t.d. kela eða spjalla ef þið eruð að ná vel saman. Það er hægt að slökkva á mynd- inni ef hún er leiðinleg og ef þú ert mjög feimin og vilt bara Ifkamlega nærveru til að byrja með er þetta sniðug leið. Gallar: Þetta er mjög Kkt bíóferð en nær ekki einu sinni að vera siðmenntað „deit'f Oftast verður voðalega lítið um spjall og þið kynnist ekki heldur er hoppað beint f samfarir þegar myndin er að enda til að komast hjá vandræðalegaheitum (strák- ar kjósa þó eflaust þessa aðferðll). ÚTAÐ BORÐA Kostir: Jú, jú, það er alltaf gaman að fara út að borða... Gallar: Það er svo vandræðalegt að fá relkriing- inn, báðír vilja borga eða borga fyrir sig, og það eyðileggur allt sem komið var... Það er erfitt að halda uppi samræðum á matsölustað þar sem þögn verður mjög áberandi og þjónninn er alltaf að labba til ykkar. Sumar stelpur hafa líka enda- laust áhyggjur af maganum sem þenst út þegar hámað er í sig og rauðvfnsrönd í munnvikunum getur líka eyðilagt allt kvöldið. Ef þú smjattar þá er mun betra að velja kaffihúsið. BÍLTÚR: Kostir: Ef það er gott veður, sem gerist mjög sjaldan,er hægt aö gera bíltúrsferð mjög skemmtilega. Þú getur nýtt ferðina og farið í sólbað í leiðinni. Hægt er að taka með sér nesti, græjur og teppi og keyra eitthvað afsfðis þar sem þið eruð bara tvö ein og þá er komin góð stemmning. Gott er að hafa með spil ef ykkur fer að leiðast. Að bjóða einhverjum f bíltúr gæti hljóm- að frekar lummó hjá þeim sem er boðið.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.