Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 45

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 45
EINKAÞJÁLFARINN ERT ÞÚ AÐ ÆFA RÉTT? Ert þú ein af þeim sem æfir og æfir, reynir að þorða hollt og fylgja að minnsta kosti ein- hverjum af þeim ráðum sem eiga að færa þér betri heilsu og flottari líkama en virðist bara ekki ná neinum árangri? Mætir í líkamsrækt nokkrum sinnum í viku, drekkur ógrynni af vatni eða sódavatni, borðar aldrei nammi (eða svona næstum því aldrei) og neitar þér jafnvel um sætabrauðið í kaffiboðum hjá ömmu en virðist bara ekki takast að losna við þessi stðustu kíló? Á endanum er mjög líklegt að þú gefist upp á þessari vitleysu(l) því ef enginn árangur er sýnilegur er líklegt að hvatningin sem til þarf fari út um veður og vind. En getur verið að það sé einföld ástæða fyrir árangursleysinu? Að ástæðan sé ekki sú að eitthvað sé að þér heldur einfaldlega að þú farir rangt að við æfingarnar? Ertu kannski bara að æfa vitlaust og borða vitlaust? Vilborg Ása Guðjónsdóttir Einkaþjálfun F.I.A (fyrirspurnir til Vilborgar er hægt að senda á einkathjalfarinn@hotmail.com eða ínn á www.ordlaus.is undir spjall og síðan heilsa.) NOKKUR GÓÐ RÁÐVARÐANDI LÍKAMSRÆKT OG MATARRÆÐI. Borða 5-6 sinnum á dag;já ótrúlegt en satt þá er það ein af bestu leiðunum til að ná ár- angri, þ.e.a.s. svo fremi sem hver máltið er ekki eins og sú seinasta! En að sjálfsögðu verður hver máltíð að vera samansett af hollum og næringaríkum mat til að þessi regla komi að góðum not- ^ um (gat verið!). VATNVATNVATN; já að lokum er vert að minnast á vatnið góða, verðum víst að fá nóg af því á hverjum degi, 2 lítrar er góð viðmiðun sem ætti að vera viðráðanleg. Best er að forðast orkuríka íþróttadrykki á æfingum og halda sig að mestu við vatnið. Vona að þessi ráð komi einhverjum að góðum notum,gefi sýnilegri árangur og haldi sem flestum við efnið. Því allt er víst hægt ef viljinn er fyrir hendi (klikkar ekki). FYRIRÆFINGU; -Nauðsynlegt er að láta líða 1 1/2-2 klst. frá máltíð þar til æft er. Ef skemmri tími líður á milli erum við einfaldlega að brenna þv( sem við vorum að innbyrða en ekki þessum aukabirgðum sem ætlunin er að ráðast á. Einnig er þetta gott ráð til að tryggja sem besta líðan á æfingunni sjálfri. -Þolþjálfun á fastandi maga snemma morg- uns hefur gjarnan verið talin kjörin leið til góðrar fitubrennslu en til að það gefi góða raun er auðvitað nauðsynlegt að þú sért sjálf upplögð og með næga orku til að taka á því svo snemma morguns....en það hentar vafalaust ekki öllum. ÁÆFINGU; -Það sem þarf einna helst að varast við val á æfingum er að vera stöðugt að breyta til. Ekki gera alltaf það sama heldur að auka álagið, gera nýjar æfingar, breyta þyngdum og endurtekningum ef þú ert að æfa í tækja- salnumog þarframeftirgötunum.íhóptím- um í líkamsræktarstöð gildir það sama sem og við hvaða hreyfingu sem er, nauðsynlegt er að auka álagið, hraðann og/eða tímann sem varið er í æfingarnar jafnt og þétt. EINNIG MIKILVÆGT; Styrktaræfingar auka grunnbrennsluna en það er sú brennsla sem á sér stað í líkaman- um stöðugt, dag og nótt. Því er nauðsynlegt að stunda einnig styrktarþjálfun og er óþarfi að hræðast stóra og karlmannlega vöðva svo lengi sem ekki eru teknar gifurlegar þyngdir í lóðunum. Að taka hverja æfingu 3svar sinnum með 15-20 endurtekningum er fínt til að sty- rkja og forma vöðvana án þess að þeir stækki gífurlega. Æfingafjöldi ( viku hefur að sjálfsögðu mikið að segja en ráðlegt er að ætla sér ekki of mikið, byrja rólega, 2-3 v svar ( viku en reyna svo að bæta einni til tveim æfingum við seinna ^ meir. Gott er að miða við ca.eina klst.f j æfingar til að byrja með en auka það svo í einn og hálfan til tvo tíma. Snarl á kvöldin er eitthvað sem verður y því miður að reyna að forðast sem mest ef árangur á að nást. Ástæðan fyrir þv( er að þar sem við aðhöfumst ekki mikið á kvöldin er ólíklegt að orkan úr kvöldsnarlinu eigi eftir að koma okkur að notum og á hún það oft til að fara beint í orkuforða líkamans, þ.e.fitu- birgðirnar. Þar sem kvöldsnarl er oft á tíðum eitthvað orkuríkt og gotterjafnvel sniðugtað fá sér það fyrr um daginn ef hægt er að koma því við. Ágæt regla er að reyna að forðast að borða eftir klukkan átta á kvöldin.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.