Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 27

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 27
i 1. Atvinnuleysi hér á landi hefur ekki verið jafn mikið og nú í langan tíma.Var atvinnu- leysi í janúar um 60% meira en árinu áður og er það sérlega mikið meðal ungs háskóla- menntaðs fólks. Hvernig er best að sporna við þessu vaxandi vandamáli? Ég held að skipta megi aðgerðum gagnvart atvinnuleysis- vandanum (tvennt. Annars vegar bráðaaðgerðir gagnvart ástandinu eins og það er, hins vegar að móta framsækna atvinnustefnu, sem tryggir betur en nú er stöðuga og fulla atvinnu fyrir landsmenn á komandi árum og áratugum. Varðandi bráðaaðgerðir er tvímælalaust rétt að flýta fram- kvæmdum og fara í sérstök átaksverkefni þar sem Atvinnu- leysistryggingasjóður kemur til skjalanna. Það ber að gera allt sem hægt er til að aðstoða fólk sem misst hefur vinnuna í formi endurmenntunar og starfsþjálfunar og tryggja að fólk geti komist af á þeim tíma sem það er án atvinnu. Það er til háborinnar skammar að atvinnuleysisbætur skuli ekki vera nema 77 þúsund krónur á mánuði. Það þarf að móta framsækna og metnaðarfulla atvinnustefnu þar sem lögð er rækt við rannsóknir og þróun og byggt er á fjölbreytni í atvinnulífinu. 2. Telur þú þjóðina græða eða tapa á Kára- hnjúkavirkjun þegar til langs tíma er litið? (mínum huga erenginn vafi á þvíað allirtapa á Kárahnjúka- virkjun af þeirri einu ástæðu að náttúruperlurnar,sem fórna verður á altari virkjunarinnar ef hún rís,eru óbætanlegar og umhverfisspjöllin eru óafturkræf. Einnig hellast yfir okkur upplýsingar um að s(ðan verði mikill efnahagslegur fórn- arkostnaður samfara þessum miklu framkvæmdum þannig að gríðarlegt tap verði í öðru atvinnu- og efnahagslífi, út- flutningsgreinarnar munu búa við mjög óhagstæð skilyrði um árabil og án efa fara einhverfyrirtæki beinlínis á höfuð- ið. önnur verða aldrei til sem ella hefðu getað orðið það þannig að þar verður kostnaður í formi glataðra tækifæra og glataðra möguleika. Síðast en ekki síst er allt sem bendir til að af sjálfu fyrirtækinu verði beinlínis tap. Raforkuverðið er einfaldlega svo hörmulega lágt. Sjálfir forsvarsmenn verk- efnisins viðurkenna einnig að nánast ekkert megi út af bera þá snúist þeirra eigin útreiningar yfir í tap. 3. Hverja telur þú vera helstu kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið? Satt best að segja þá sé ég fáa kosti við það. Sú ástæða er oft nefnd að með því að ganga í sambandið getum við haft einhver frekari áhrif á gang mála innan þess og það geta vissulega fylgt því kostir. Það má horfa á ákveðnar jákvæðar hliðar í sambandi við fulla aðild að ýmsum byggðaþróun- ar- og rannsóknarverkefnum og ýmsir hafa þá trú að hér muni komast á meiri stöðugleiki með tilkomu evrunnar. ( mínum huga er þó enginn vafi að gallarnir vega miklu þyngra og þá nefni ég skert sjálfstæði.skertan sjálfsákvörð- unarrétt og samningsrétt sem við íslendingar höfum sem sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins og hefur reynst okkur gríðarlega dýrmætur. Yfirráðum yfir auðlindum okkar myndum við að talsverðu leyti tapa til Evrópusambandsins eða til Brussel og ýmsir efnahagslegir ókostir myndu fylgja. Lítill vafi er á því að aðild að Evrópusambandinu myndi verka mjög neikvætt t.d. á stöðu íslensks sjávarútvegs og íslensks landbúnaðar og síðast en ekki síst er Ijóst að aðild mun kosta okkur umtalsverða fjármuni. 4. Hvernig leggjast kosningarnar í vor í þig? Telur þú að þær eigi eftir að snúast um það hvora persónuna fólkið vill sjá í forsætisráð- herrastóli, Davíð eða Ingibjörgu, eða menn láti stefnu flokkanna ráða vali sínu? Kosningarnar í vor leggjast ágætlega ( mig og ég tel frá- leitt að þeim sem það hafa ætlað sér heppnist að láta fólk greiða atkvæði á grundvelli einhverrar ímyndaðrar kosningar um forsætisráðherraefni. I alþingiskosningum er ekki kosið um forsætisráðherra, heldur eru kosnir flokk- ar og ég hef þá trú á skynsemi íslenskra kjósenda að þeir muni láta málefnin ráða ívorog kvíði þ.a.l.ekki útkomunni fyrir hönd míns flokks. 5. Á að hækka eða lækka tekjuskattinn? Við teljum að það eigi að reyna að leita leiða til að lækka skattbyrði lágtekjufólks og fólks með uppundir meðaltekj- ur en erum ekki að boða almennar skattalækkanir sem ganga þar á hátekjufólk eða gróðafyrirtæki. I reynd erum við því ekki að boða skattahækkun en boðum aðgerðir til að létta skattbyrðir þeirra sem virkilega þurfa á því að halda. 6. Telur þú fátækt vera félagslegt vandamál hér á landi og ef svo er hversu alvarlegt tel- ur þú þaðvera? Já, ég tel fátækt vera verulegt og vaxandi vandamál hér á landi, sama hvort mælt er á algildan eða hlutfallslegan mælikvarða. Það er enginn vafi á því að vaxandi fjöldi fólks á í miklum erfiðleikum með að ná endum saman. Það þekkist hrein örbirgð á (slandi sem endurspeglast í því að fólk verður að leita sér aðstoðar hjá hjálparstofnunum til að komast af.Til viðbótar er mikill fjöldi sem auðvitað er fá- tækur vegna þess að hann verður að neita sér og börnum slnum um ýmis gæði sem þykja sjálfsögð í okkar samfé- lagi. Auðvitað er einstæð móðir, sem ekki getur veitt börn- um sínum sambærilega hluti og t.d.bekkjarsystkin njóta, í þessum efnum fátæk. 7. Þrátt fyrir töluverðar umbætur er ennþá mikill launamunur kynja. Hver er ástæða þessa og hvað myndir þú vilja gera til að breyta því? Já, því miður er enn umtalsverður kynbundinn launa- munur á (slandi sem er ófremdarástand og óþolandi. Ég tel að öflugasta aðgerðin gegn því sé að gera félagslega gagnsæja kjarasamninga þar sem allar greiðslur eru uppi á borðinu. Þá er síður hægt að fela þær duldu greiðslur og sporslur sem karlar fá í miklu ríkari mæli en konurnar og er m.a.skýringin á hluta af þessum kynbundna launamun sem svo erfiðlega gengur að útrýma. 8. Ber að lögleiða kannabisefni? Nei, það væri að fara í alranga átt, uppgjöf, og að færa víglínuna innar með því að lögleiða einhvern hluta af fíkniefnunum. 9. Hvernig er hægt að þyngja dóma sem dæmdir eru í nauðgunarmálum og hækka hlutfall þeirra mála sem fara fyrir dóm? Dómana er væntanlega fyrst og fremst hægt að þyngja eða opna svigrúm fyrir það að dómar þyngist með þv( að víkka refsirammann, en það er í höndum dómara að ákveða refsingarnar. Hitt tel ég miklu brýnna verkefni að fjarlægja þær hindranir sem bersýnilega eru til staðar og valda því að allt of fá nauðgunarmál eru kærð og allt of fá enda fyrir dómi. Að sjálfsögðu ber að keppa að því að undantekningarlaust séu slík mál kærð og reynt að ná til þeirra og refsa þeim sem slíka verknaði fremja. 10. Ef til stríðsyfirlýsingar kæmi gegn írak, myndir þú styðja hana eða ekki? Nei og afturnei. Árásarstríð gegn (rakeralgjörlegaórétt- lætanlegt, óverjandi og samræmist ekki grundvallarsátt- málum Sameinuðu þjóðanna. Ég tel fráleitt að íslensk stjórnvöld styðji slíkt eða greiði fyrir því á nokkurn hátt. Við í Vg höfum þvert á móti flutt tillögur um að (sland lýsi yfir eindreginni andstöðu og ákveði að verði ráðist á (rak þá verði engin aðstaða látin (té af (slands hálfu í því sambandi. 11. Er einhver kvikmynd, tónlistarmaður og rithöfundur í uppáhaldi hjá þér? Já, ég á mér ýmsar uppáhaldskvikmyndir og gæti ne- fnt kvikmyndina Derzu Usala eftir Kurosawa sem er mikið snilldarverk. ég dái ýmsa tónlistarmenn eins og til dæmis Björk, Bubba og SigurRós. Þegar kemur að rithöfundunum þá eru þeir nú margir. Ætli þeir tveir íslenskir rithöfundar sem ég met mest séu ekki Snorri Sturluson og Halldór Laxness. Það er stórhættulegt að fara að nefna einhverja úr hópi núverandi rithöfunda en Einar Már Guðmundsson, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir og Vigdís Grímsdóttir, eru virkir núlifandi höfundar sem ég hef mjög gaman af. Ég er á laun mikill aðdáandi Arnalds Indriðasonar en svo eru þeir auðvitað ótal margirfleiri sem ég virði. 12. Hvað gerir þú helst í frístundunum? ( frístundum mínum fer ég gjarnan út að hlaupa eða geng á fjöll, sem sagt reyni að drífa mig út í náttúruna til að njóta útiveru og hreyfingar. Hitt er að vera sem mest með fjölskyldunni þessarfáu stundir sem ég heffrá mínu krefjandi starfi. 13. Hvers vegna valdir þú að verða stjórnmálamaður? Ja, ég veit ekki hvort að ég geti beinlínis sagt að ég hafi valið mér það. Ég varð kornungur áhugasamur um þjóðmál og stjórnmál og gerðist virkur í samtökum her- stöðvaandstæðinga og var farinn að taka þátt í baráttu bæði á sviði utanríkismála og umhverfismála áður en ég hóf formlega stjórnmálaþátttöku. Ég var í fyrsta skipti í framboði 22ja ára gamall í alþingiskosningunum 1978, og hlutirnir æxluðust og ég held að í reynd hafi þetta meira verið þannig að aðrir hafi valið mig fremur en að ég hafi valið mér að verða stjórnmálamaður.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.