Orðlaus - 01.03.2003, Side 32

Orðlaus - 01.03.2003, Side 32
Hver: Jimmy Page og Lori Maddox Hvar: Los Angeles Henær: Snemma á áttunda áratugnu Igegnum tíðina hafa alls konar sögur sprottið upp í kringum hlómsveitir og meðlimi hljómsveita. Sumar eru sannar en aðrar uppspuni, en flestar eiga þær það sameiginlegt að vera tengdar dópi, kynlífi eða vafasamri hegðun. Hér á eftir eru sann- ar sögur af frægum tónlistarmönnum og uppátækjum þeirra, sumar ættu einhverjir að kannast við þar sem þær hafa birst á forsíðum tímarita út um allan heim, en aðrar ekki. Eftir að hafa átt nokkrar misheppnaðar tilraunir til að krækja í hina 14 ára Lori Maddox greip Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin, á það ráð að láta Richard Cole aðstoð- armann sinn ræna henni. Farið var með hana í svítu Jimmy Page þar sem hann beið eftir henni. Hún sagði að Jimmy Page hefði verið klæddur eins og gangster þar sem hann beið eftir henni í stól haldandi á staf og með hatt yfir augunum. Eftir það byrjaði samband sem átti eftir að endast í eitt og hálft ár og kom hún með í tónleikaferðir með Led Zeppelin.Trommari Led Zeppelin gerði henni frægan grikk og skeit í veskið hennar og var honum eftir það hótað brottrekstri úr hljómsveitinni. Jimmy Page hélt seinna framhjá Lori með Bebe Buell sem seinna var með StevenTyler úr Aerosmith.en þau eignuðust saman dótturina LivTyler. Hver: Gene Simmons - Kiss Hvar: Heimurinn Hvenær: Áttundi áratugurinn þartil nú Því er tekið sem sjálfsögðum hlut að allar rokkhljómsveitir fái sinn skerf af grúppíum á ferð sinni um heiminn. Gene Simmons, bassaleikari hljómsveitarinnar Kiss, fór einu skrefinu lengra og tók myndir af öllum þeim grúppium sem hann svaf hjá. Úr því varð stórkostlegt myndaalbúm. í viðtali sagði hann:„ln the early Seventies I started taking photos of these ladies,so there are thousands of wonderful places l've been to.Just like a tourist." Hver: Dr Dre Hvar: USA Hvenær: 1991 „Pump it up"var áhrifamikill hip hop þáttur á Fox sjónvarpsstöðinni.Þátturinn var mikilvæg- ur fyrir frama margra stjarna eins og lce Cube og Vanilla lce. Árið 1991 dissaði lce Cube sitt fyrrverandi band NWA og meðlimi þess í beinni útsendingu.Dr Dre brást við því,en ekki með því að eltast við lce Cube heldur elti hann uppi kvenkyns stjórnanda þáttarins, Dee Barnes. Hann reyndi að henda henni niður stiga og elti hana inn á kvennaklósettið og kýldi hana í hausinn. Hún lýsti þessu svona:„Hann reif í hárið á mér og eyru, henti mér síðan á baðher- bergisdyrnar. Ég datt niður og hélt mér á grúfu á gólfinu. Það var enginn þarna til þess að hjálþa mér og það var ekki séns að ég hefði getað kýlt hann."Dre mótmælti ekki ákærunum og var dæmdur til að vinna samfélagsvinnu í 240 klst, greiða 2,500$ í sekt og var á skilorði í tvö ár. Dre sagði síðar um málið í viðtali við Rollin Stone:„Þetta var rangt af mér, en það var ekki eins og ég hafi brotið hendina á tíkinni."Barnes höfðaði síðar mál á hendur honum og krafðist 20 milljón dollara en þau sömdu utan dómstóla. Hver: Bez - The Happy Mondays Hvar: í miðju flugi Hvenær: 1990 Á leið af tónleikum í Río þar sem The Mondays nýttu sér fáránlega ódýrt kókaínið fóru strákarnir um borð í flugvél á brjáluðum niðurtúr. Bez, fríkaði dansari hljómsveitarinnar, var kófsveittur og varir hans þurrar og blæðandi (afleiðing fimm daga eiturlyfjapartýs). Hann settist niður í eina auða sæti vélarinnar en áttaði sig fljótt á því af hverju það var laust,þvíað við hliðina á honum sat Piers Morgan,þáverandi dálka- höfundur slúðurtímaritsins The Sun. Á endanum var lítið að óttast þar sem Piers þorði ekki að yrða á Bez vegna orðspors hans sem ruglaður dópisti. Bez gerði lítið til að draga úr þessu orðspori sínu,faldi sig undir teppi, keðjureykti jónur og snorkaði ógrynni af kókaíni. Hver: Puff Daddy Hvar:NewYork Hvenær: 1999 Það byrjaði með Guði,fór út í kampavín og ásakanir um ofbeldi og endaði fyr- ir rétti. Á myndbandi við lag sem Puffy gerði með rapparanum Nas var hann krossfestur, en eftir að hafa ráðfært sig við prestinn sinn fannst honum hann hafa farið yfir strikið og heimtaði að hann yrði klipptur út úr myndbandinu. Ekkert mark var tekið á kröfum hans og varð hann því æfareiður. Hann tók sig til og kallaði til tvo vini sína og héldu þeir til skrifstofu umboðsmanns Nas, Steve Stoute. Steve endaði með brotna hendi, kjálkabrot, skurði á höfði og eyðilagða skrifstofu. Puffy fór í kjölfarið á námskeið til að hemja reiði sína. Hver: Keith Moon-The Who Hvar: London Hvenær: 1969 Fyrir utan næturklúbb í London réðust brjálaðir Who aðdáendur að bíl Keith Moon, trommara hljómsveitarinnar. Neil Boland aðstoðarmaður Keiths steig út úr bílnum og reyndi að róa fólkið niður en Keith, blindfullur og dópaður, ákvað að setjast við stýrið og bruna burt. Nokkrum tugum metra síðar fann hann að allt var ekki með felldu og stansar. Eftir nánari athugun á bílnum sá hann að lík aðstoðarmannsins hafði dregist með bílnum alla leiðina, mjög illa leikið. Keith slapp þó við allar ákærur þar sem aðstoðarmaðurinn átti að hafa hrasað fyrir bílinn og þar með var þetta talið slys. Hver: Marvin Gaye Hvar: USA Henær: Áttundi og Níundi Áratugurinn Hver:Chuck Berry Hvar: USA Hvenær: Á áttunda og níunda áratugnum. Þegar myndbandsupptökur fundust á heimili gömlu gítarhetjunnar fékk almenningur að vita um einkennileg "fetish" hans til að taka kvenfólk sem notaði salerni veitingarstaðar sem hann átti upp á myndband.Földu mynd- arvélarnar voru tvær, önnur var staðsett undir klósettsetunni og sýndi nær- myndir af því sem þar fór fram. Hin myndavélin var beint fyrir ofan klósettið og sýndi afrakstur kósettferðarinnar. Á heimili hans fannst einnig myndband með honum pissandi á andlit nokk- urra kvenna, Þrátt fyrir mikla velgengni sína jafnaði Marvin Gaye sig aldrei á ströngu uppeldi föður síns. Þetta leiddi til mikilla kvíðakasta sem leiddu seinna til þess að hann ofnotaði kókaín og var sagður hafa getað sogið únsu í nefið á klukkutfma. Fíkn hans gerði hann sjúklega ofsóknar- brjálaðann og sagði móðir hans að hann hefði hagað sér eins og skrímsli. Síðustu dögum sínum eyddi hann í rúminu þar sem hann sagðist vera að bíða eftir djöflinum. Djöfullinn kom síðar í mynd föður hans sem skaut hann eftir rifrildi á 45 ára afmælisdegi Gayes. Hver: Boy George-Culture Club Hvar: London Henær: 1985-1986 Þriðja plata Culture Club,„Waking up with the house of fire"varfyrsta flopp hljómsveitarinnar og tók hinn ofurhýri söngvari hennar því mjög illa. Þegar hann var staddur í París gaf Ijósmyndari honum poka af heróíni sem hann tók seinna í nefið. Fíknin tók hann heljargreipum og minnist fyrrum aðstoðarmaður hans að Boy George tæki stundum ekki eftir því er hann migi á sig. Á blaðamannafundum dottaði hann og bullaði eitthvað út í loftið. Blaðið Sun hafði eftir bróður söngvarans að hann væri við dauðans dyr og notaði fyrirsögnina"dópistinn George á átta vikur ólif- aðar"árið 1986. Boy George hefur verið allsgáður síðan þá. Hver: Dave Gahan-Depeche Mode Hvar: Heimurinn Henær: 1993-1997 Þegar hljómsveitin Depeche mode hélt á "Devotional"tónleikaferðina varð heróínneysla söngvarans Dave Gahan, sem hafði byrjaði að nota efnið snemma á tíunda áratugnum, í hámarki. Áttunda október árið 1993 í New Orleans tók hann of stóran skammt og grunur lék á að hjartað (honum hefði bilað. Eftir tónleikaferðalagið flúði hann til LA, þar sem hann gat haldið fíkn sinni áfram í friði. Á næstu tólf mánuðum fór hann nokkrum sinnum í meðferð en féll í hvert sinn. í ágúst árið 1995 mallaði hann sér í skeið, drakk flösku af víni og skar sig á púls meðan hann talaði við móður sína síman.Fyrir tilviljum kom vinur hans ( heimsókn og náði að bjarga honum. ( maí 1996 tók hann aftur of stóran skammt og endaði á spítala. Þegar hann rankaði við sér var hann handtekinn og kærður fyrir aðeiga of stóran skammt kóakíns sem fannst á heimili hans. Hræðslan hélt honum edrú, þar sem valkostir hans virtust vera að deyja, enda í fangelsi eða fara (meðferð. Hann valdi seinasta kostinn og er edrú í dag.

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.