Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 31

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 31
HVAÐ SKIPTIR ÞIG MESTU VARÐANDI FRAMTÍÐINA? Q a) Að ég eignist maka með tekjur, hús, góðan bíl og börn. b) Að ég verði hamingjusöm að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast. c) Ég hugsa voðalega lítið um framtíðina. Ég lifi einungis fyrir daginn í dag. ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR ÆTLA ÉG AÐ AKA a) Benz, BMW, eða Audi og maðurinn minn á jeppa. b) Góðum traustum bíl eins og t.d. Volvo, hann er vlst öruggastur. c) Vona að ég aki um á einhverju.. Hlutir eins og bílar skipta mig ekki miklu máli. Þeir menga líka svo mikið. 0 HVAÐ FERÐU í MARGAR UTANLANDSFERÐIR Á ÁRI? a) Ég reyni að komast einu sinni til tvisvar á ári. b) Ég verð að fara minnst 4 sinnum, það er ekkert hægt að versla eða fara á skíði í sólarlandaferðum og ég gæti aldrei valið hverju ég ætti að sleppa. c) Ég þarf ekki að fara til útlanda til að vera sátt, ég hef allt sem ég vil hafa einmitt hér. 0 HVER ER ÞÍN VERSTA MARTRÖÐ? a) Æi,ég er alltaf svo róleg yfir öllu, get ekki alveg ímyndað mér eitthvað sem gæti orðið mín versta martröð. b) Að ég eyði lífinu til einskis. c) Að verða gömul og fá hrukkur og slitinn maga. 0 ÞEGAR ÉG SÉ FYRIR MÉR DRAUMAHÚSIÐ ÞÁ SÉ ÉG... a) Einbýlishús á Arnarnesinu eða í Þingholtunum með tvöföldum bílskúr, potti í garðinum og Völu Matt í stofunni. b) Einhverja litla sæta íbúð fyrir mig og manninn minn. Full af gömlu drasli. c) Langar (fína íbúð sem er sæmilega flott... Innlit útlit myndi kannski ekki mæta á staðinn en Ikea myndi redda okkurfyrir horn fyrstu árin. 0 ÞEGAR VIÐ VINIRNIR FÖRUM ÚT AÐ BORÐAVEUUM VIÐSTAÐ a) (talía, Hornið eða eitthvað í svipuðum verðflokk b) fer ekki út að borða nema einstaka sinnum, held frekar matarboð. Það er miklu skemmtilegra. c) þar sem allt fræga fólkið sást seinast í Séð og heyrt, Apótekið eða Tapas. 0 HVERNIG VELUR ÞÚ FÖTIN ÞÍN? a) Ég fer eftir merkjun..fylgist með í Vogue og öðrum tískutímaritum og kaupi það sem er þar.... Sem sagt alltaf inn. b) Kaupi það sem mér finnst flott og líður vel í, reyni að hafa það eins ódýrt og ég get. c) Versla bara (17, Retro og Centrum... Annað passar bara ekkert við mig. 0 ÞEGAR ÉG FER Á DJAMMIÐ ÞÁ.. a) er ég aðeins að reyna að skemmta mér með góðum vinum. b) fer ég alltaf á Thorvaldsen, þó ég sé ekki endilega með aldur.. Ég meina það er svo mikið að ríkum köllum að maður er nokkuð„save" í framtíðinni ef maður nælir sér í einn þar. c) fer ég þangað sem stemmningin er hverju sinni, ég elska að skemmta mér og njóta þess að vera til. Þú ertá mörkum þessað vera ein af hippatím- anum. Þetta er bæði gott og slæmt. Auðvitað er gott að lifa gersamlega ( nú-inu en það er samt fínt að vita kannski eitthvað smá hvað framttðin ber í skauti sér. Planleggja hana þannig að þú rankir ekki við þér einn dag- inn og þú ert ekki lengur 20 ára með fullt af vinum í kringum þig. Fólk þroskast, aldurinn færist yfir fólk og það breytist og vill aðra •hluti út úr lífinu. Passaðu þig á þv( að enda ekki uppi ein þegar fólkið sem var ( kringum þig áður fyrr er annaðhvort farið út í heim að mennta sig eða búið að koma sér fyrir með mann og börn. Þú lifir í dag en veist samt hvað þú ætlar að gera á morgun. Lífsgæði er ekki fremst í for- gangsröðinni þinni, heldur að lífið þitt verði skemmtilegt og að þú vinnir við vinnu sem þú hefur gaman að þó að hún borgi ekki endilega hæstu launin. Þú skipuleggur þig og leyfir þér hluti þegar þú hefur efni á því. Pen- ingar skipta þig ekki öllu máli en þú veist þó að það er ekki hægt að lifa peningalaus...Sem sagt skynsöm ung kona. SVÖR Þú ert heltekin af því að eignast hús og b(l og mann, fótsnyrting á mánudögum og hár- greiðla minnst einu sinni í mánuði. Langar þig að eyða öllu lifinu (að eignast allt og svo er Iffið horfið og þú varst of upptekin við að eignast hluti en ekki að njóta þeirra. Lífið er of stutt og maður verður að sætta sig við að eignast ekki allan heiminn. Hvort er dýrmæt- ara.dagurinn í dag eða það sem ég eignast á morgun. Reyndu að njóta þess að vera til og gera gott úr því sem þú átt en ekki hugsa um hvað þú átt ekki. Fótsnyrting, hárgreiðsla.föt, bfll, einbýlishús, handsnyrting, hvað græðirðu á þessu? Oftast er þetta bara eyðsla á pening- um og ekkert annað.. Afhverju ekki að eyða peningunum í eitthvað sem skiptir máli og lifa lífinu? 2(5 £ (q l (e '8 E(5 l (q 2 (e L 2(5 1 (q £ (e '9 l (5 2 (q £ (e 'S 2(5 l (q £ (b E(5 2 (q L (B ’£ L (5 é (q 2 (* 2 l (5 2 (q £ (e •l (

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.