Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 28
f 9. Hvernig er hægt að þyngja dóma sem dæmdir eru í nauðgunarmál- um og hækka hlutfali þeirra mála sem fara fyrir dóm? Mér finnst mikilvægt að refsidómar taki mið hverjir af öðrum. Þannig ætti að vera hægt að þyngja dóma í nauðgunarmálum með því að bera þá einfaldlega saman við dóma í málum þar sem menn fremja auðgunarbrot gegn rík- inu. Mér virðist meiri harka í slíkum dómum, sem snúast þó um verðmæti sem mölur og ryð fá grandað, heldur en í nauðgunarmálum, þar sem verið er að leggja líf fólks í rúst. Jafnframt ber að hraða meðferð nauðgunarmála. 10. Ef til stríðsyfirlýsingar kæmi gegn írak, myndir þú styðja hana eða ekki? Ég get ekki stutt stefnu og framgöngu Bush í þessu máli. Ég vona hins vegar að Sameinuðu þjóðunum takist að koma Saddam Hussein frá völdum með þvingunaraðgerðum. 11. Er einhver kvikmynd, tónlistar- maður og rithöfundur í uppáhaldi hjá þér? Nei, en ég skal til gamans nefna frönsku kvik- myndina Amelie, breska tónlistarmanninn David Bowie og íslenska rithöfundinn Þórarin Eldjárn. 12. Hvaðgerir þú helst í frístundunum? Ég á svo fáar frístundir að ég reyni að verja þeim öllum með fjölskyldunni, helst við útivist. á göngu, skíðum, við veiðar osfrv. Svo les ég mikið af bókum. 13. Hvers vegna valdir þú að verða stjórnmálamaður? Forlögin réðu því! 1. Atvinnuleysi hér á landi hefur ekki verið jafn mikið og nú í lang- an tíma. Var atvinnuleysi í janúar um 60% meira en árinu áður og er það sérlega mikið meðal ungs há- skólamenntaðs fólks. Hvernig er best að sporna við þessu vaxandi vandamáli? Það er hlutverk ríkisins og sveitarfélaga að auka framkvæmdir á samdráttartímum til að sveiflujafna og halda uppi atvinnustigi í land- inu. Þar að auki ber að efla nýjar frumgreinar í þekkingar-, hátækni- og líftækniiðnaði og sty- rkja smáfyrirtæki til umsvifa á alþjóðamarkaði. Slíkt myndi bæta hag ungs, háskólamenntaðs fólks. Einnig auka verðmæti með aukinni úr- vinnslu í frumgreinum á borð við landbúnað og sjávarútveg. 2.Telur þú þjóðina græða eða tapa á Kárahnjúkavirkjun þegar til langs tíma er litið? Ég óttast að þjóðin muni tapa á Kárahnjúka- virkjun þegar til langs tíma er litið, sérstaklega vegna þess að gildismat varðandi óspillta náttúru á eftir að breytast mjög og verst er að náttúrunni verður spillt þannig að það verður óafturkræft. Auk þess kom íslenska ríkisstjórn- in sér í tapaða samningsstöðu við Alcoa. 3. Hverja telur þú vera helstu kosti og galla þess að ganga í Evrópusam- bandið? Kostirnireru helst þeirað viðerum Evrópuþjóð og eigum að vinna með öðrum Evrópuþjóðum á jafnréttisgrundvelli. Það væri líka kostur ef íslensk stjórnvöld fengju aðhald varðandi gjaldmiðil o.fl. Að mínu mati kemur aðild að Evrópu-sambandinu þó ekki til greina meðan reglur bandalagsins eru óbreyttar í fiskveiði- málum. Evrópusambandið í dag er miðstýrt bákn sem nær ekki lýðræðislegri tengingu við grasrótina í þeim löndum sem að því standa. 4. Hvernig leggjast kosningarnar í vor í þig? Telur þú að þær eigi eftir að snúast um það hvora persónuna fólkið vill sjá í forsætisráðherra- stóli, Davíð eða Ingibjörgu, eða menn láti stefnu flokkanna ráða vali sínu? Ég treysti kjósendum til að velja bæði menn og málefni og held að þó svo að kosningabar- áttan einkennist nú af því að þessum tveimur leiðtogum sé stillt upp í hanaslag, þá muni það breytast þegar nær líður kosningum. 5. Áaðhækka eða lækka tekjuskattinn? Við viljum lækka tekjuskatt, hækka persónuaf- siátt og afnema fasteignaskatta. 6. Telur þú fátækt vera félagslegt vandamál hér á landi og ef svo er hversu alvarlegt telur þú það vera? Fátæktarmörk eru afstæð og taka ávallt mið af aðstæðum í þjóðfélaginu. Meginatriðið er að þeir sem teljast fátækir á (slandi búa við takmarkaða getu til að taka þátt í venjulegum lífsháttum í samfélaginu. Á (slandi er fátækt tvímælalaust félagslegt vandamál og það er alvarlegt m.a.af þvífátækt leiðirtil minni þátt- töku í heilbrigðu félagsstarfi,s.s.tónlistarnámi og íþróttum sem sannað er að kemur í veg fyrir félagsleg vandamál unglinga. Við erum því að skapa keðjuverkandi vanda með því að halda fjölda fólks við fátæktarmörk. 7. Þrátt fyrir töluverðar umbætur er ennþá mikill launamunur kynja. H ver er ástæða þessa og hvað mynd- ir þú vilja gera til að breyta því? Ég hef átt sæti í stjórn Kvenréttindafélags (s- lands og í ráðherraskipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Ég gæti fyllt blaðið með vangaveltum um þessi mál. Baráttunni fyrir jafnrétti kynja og kvenfrelsi miðar því miður alltof hægt áfram. Brýnt er að öll lög og reglugerðirtaki mið af og stuðli að jafnrétti kynjanna. Fyrirmyndireru líka afar mikilvægar og sem betur fer fjölgar konum sífellt sem eru sýnilegar fyrirmyndir í samfélaginu. Þar hafa fjölmiðlar mikilvægu hlutverki að gegna. 8. Ber að lögleiða kannabisefni? Nei, en hins vegar tel ég æskilegt að breyta dómum vegna vægra afbrota sem tengjast neyslu kannabisefna í betrunardóma í stað refsingar.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.