Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 40

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 40
> *DATE STAÐIR* -KOSTIROG GALLAR Þó að það sé iítil „deit"-menning hérlendis eru margir staðir í boði fyrir rómantískt kvöld með einhverjum sem þú ert rétt búin að kynnast. Við tókum fyrir helstu staðina og gerðum úrdrátt um kosti þeirra og galla, hvað ber að varast, hvað er sniðugt og kannski lumum við á nokkrum góðum ráðum handa þér. SUND Kostir: Þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd, engin föt, ekkert hársprey en getur samt verið máluð með því að taka ömmu stílinn á þetta og ekki farið með hausinn á kaf. Sundferð er ódýr, þið getið kelað í heita pottinum ef vel gengur og ferskleikinn skín af þér þeg- ar þið eruð komin upp úr. Þú kemst að því hvort hinn aðilinn er feiminn með því að taka „hver fer á undan upp úr heita pottinum"trix- ið og ef þú vilt losna undan „deitinu" þá geturðu alltaf notað þá afsökun að þig langi í sundsprett og svo viltu bara fara upp úr... Gallar: Ef þú ert feimin þá viltu ekki fara í sund, fjólubláar lappir á sundbakkanum um miðjan vetur (sem er allt árið hér) er eitthvað sem ekki allir ráða við. Appelsfnuhúð virðist líka hrjá allar íslenskar kon- ur hvort sem þær eru með hana eða ekki og vill engin okkar að hún líti dagsins Ijós á einu af fyrstu deitunum. Ein- nig er heldur óskemmtilegt að komast að þvf að fallega mann- eskjan sem þú tókst með þér ( sund er kannski hrikalega vaxin og þá er nú betra að komast því þegar þú ert orðin smá skotin. BÍÓ/LEIKHÚS Kostir: Eina sem bfóferð gæti gefið þér innsýn f er hvort hann hafi sama húmor og þú. Hlær hann að sömu atriðum eða mynd- irðu skammast þín fyrir hann seinna meir. Gallar: Bfóferð býður upp á hrikalegt „deit Það þykkir ísinn í stað þess að brjóta hann. Þið mætið bæði nýkomín úr sturtu, sæt og fín, að hittast í eitt af fyrstu skiptunum og þið get- ið ekkert spjallað... Þegar fólk er að kynnast verður það að tala saman og 10 mínútna hlé er bara til að gera hlutina vandræðalega.Spurning eins og„Hvernig finnst þér mynd- in?" og kommentið „Þessi er rosalega góður leikari!" er eina sem manni dettur í hug á fyrstu fimm mfnútum hlésins og þá þarf að skreppa á klósettið. Góðar sam ræðurnar þar.. Leikhús er sama ferli og bíóferð en gæinn fær smá plús fyrir að vera rausn- arlegur... KAFFIHÚS Kostir: Á kaffihúsi geturðu kynnst manneskj- unni og nokkrar þannig feröir eru til- valdar til að byrja með. Ef þú ert stopp og kemur engu út úr þér er alltaf hægt að sitja með spumingamerkí f framan, þegja og bfða eftir að hann tali. Ef hann hefur ekkert að segja verður hann mun vandræðalegri en þú og þið passið greinilega ekki saman. Ef mikið er að gera kemur fljótt fram hvort hann hafi „þolinmæði" fyrir biðinni, ekkert er meira ósjarmerandi en nöldrandi strák- ur yfir afgreíðslunni. Gallar: Vanda verður valið á kaffihúsi. Ekkert er verra en að fyrrverandi eða að allur vina- hópurinn sé mættur á svæðið eða að kaffihúsið sé upplýst með neonlýsingu sem gæti dregið fram allt sem þú varst að reyna að fela fyrr um kvöldið. Ekki má heldur fara of undirbúinn af stað því þá er hætta á að maður tali út í eitt. AÐ HALDA MATARBOÐ Kostir: Ef þú kannt að elda eitthvað annað en pakkasúpu getur þetta hentað vel því að sagt er að leiðin að hjarta mannsins sé í gegnum magann. Þú sjarmerar„deit- ið" upp úr skónum og ef boðið er upp á rauðvín eða hvftvín getur stemmningin orðið mjög afslöppuð og skemmtileg. Það er ekkert betra en góður matur, gott vfn og skemmtilegar samræður við ein- hvern sem þú ert að kynnast. Gott er samt að hafa spólu með til örygg- is ef þú þarft að smella á „silent deiti" til að bjarga þér frá vandræðalegheitum. Kvöldið getur einnig endað á nákvæm- lega þann veg sem þú vilt. Gallar: Að velja „dinner tónlist" er hrikalegt, allt verður jafn púkalegt. Maturinn gæti all- taf klikkað og þú þurft að bjóða honum upp á ristað brauð og ef þér líst ekki á þetta er ekki hægt að losna við hann... Ef þér er boðið f mat er eins gott að þú sért ekki matvönd, það er ekki gaman að pína ofan f sig mat sem manni finnst ekki góður.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.