Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 47

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 47
r Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Sjálfsöryggi,skipulagogagieinkennirvatns- berann i apríl 2003. Þú munt vafalaust virkja drauma þína samhliða gjörðum þínum um þessar mundir og þinn ómældi hæfileiki í mannlegum samskiptum mun koma þér á áfangastað. Þú sækir andlegan og líkamleg- an mátt til,æðri máttarvalda og á sama tíma úr umhverfi þínu sem er góður kostur í fari vatnsberans. Dagleg smávægileg vandamál kunna hinsvegar að angra þig um þessar mundir en þér ér sérstaklega bent á að vandamál þessi eru langt frá því að vera þér þungbær. Þéfkann þó að finnast tími þinn of verðmætur fyrir vangaveltur sem tengj- ast vandanum. Þó virðast þessi mál veita þér fullnægju er þú tekst að við átökin.Til- finningalegt jafnvægi á vissulega við þegar stjarna?vatnsberans er tekin fyrir en þú birt- ist sem hrifnæm manneskja, hugmyndarík, dulraén, huglæg, dramatísk og lætur eftir þér að elska og vera elskuð. Þú hefur bók- staflega gefið umhverfinu fyrirmæli um að uppfylla langanir þínar og iífga drauma þfna.Heiðarleiki og lotning einkenna þig. n Tvíburarnir (21 .maí - 21 .júní) Þú ert leidd/ur áfram en þó án þess að þú | gerir þér jafnvel fulla grein fyrir því. Þú uppgötvar grundvallareðli þitt og veist ; hver þú ert í raun og veru. Nýttu þér mátt þagnarinnar því hann ýtir undir fullkomið jafnvægi, einfaldleika og fögnuð innra með i fólki eins og þér. Hér birtist að sama skapi i fjöldi fólks sem tengist þér á einhvern hátt. I Þú nýtur þín vel og á yfirborðinu virðast all- ir ánægðir og í góðu jafnvægi. Þú ert án efa i viðkvæm/ur en hugmyndarík/ur, uppfinn- t ingasam/-söm og passífur gagnvart þeim sem þú unnir. Þú ert áhrifagjarn/-gjörn og t ferð leynt með drauma þína í stað þess að i framkvæma langanir þínar. Koma einhvers í líf þitt opnar dyrnar að mikilfenglegum j tækifærum og þá sér í lagi af rómantísku !: tagi fyrir byrjun aprfl 2003. JQ X Fiskarnir (19.feb - 20.mars) Sál þín blómstrar um þessar mundir og þitt eigið sanna eðli eflir þig þar sem þú upplifir þinn hreina anda. Þú hefur komið auga á hið góða innra með þér og ekki síður í umhverfi þfnu. Hamingja einkennir líðan þína og sýnir þig ávallt eiga von á því besta sem tilveran er fær um að gefa þér. Líf þitt hefur endurnýjun- armátt og snýr tilveru þinni á jákvæðan veg framvegis. Sólin segir til um velgengni þína og lætur drauma þína verða að veruleika fyrr en þig grunar. Hamingja, spenna og velferð einkenna þig og verkefni þín sem virðast gefa þér mikið. Þú munt öðlast það vald sem þú sækist eftir. Þú átt þér stóra drauma og ert jákvæð manneskja með metnað á hæsta stigi. Hér kemur einnig fram að órjúfanleg tengsl einkenna þig. Þú ert fær um að lifa í þeirri vitneskju að það sem þú aðhefst hefur áhrif á heilarmyndina. Þú þarfnast að sama skapi skilnings um þessar mundir. Vogin (23.sept - 23.okt) Sálarfriður einkennir þig með vorinu og þú sýnir því skilning að þv( meira sem þú gefur, því meira hlotnast þér. Þú finnur fyr- ir jákvæðri tilfinningu með sjálfinu á sama tíma og þú tekst á við dagleg verkefni sem tengjast námi/atvinnu á einhvern máta. Hér kemur einnig fram að hugur vogar hefur mikið aðdráttaraf) þv( hún hefur snilli- gáfu til að bera og hjarta hennar teygir sig greinilega til stjarnanna á þessum árstfma. Þú trúir á frelsi fólks til að skoða og velja það sem þvi hentar hverju sinni sem er góð- ur kostur ( fari þ(nu. Þú hneykslast ekki og leyfir náunganum að móta eigin skoðanir og þú virðist gefa fólki að sama skapi mikið svigrúm en ætlast til þess sama af því. Þú ert örlát/ur og frjáls og umvefur allt sem verður á vegi þínum töfrum, spennu, fág- un og greind án þess að þú eða aðrir glati nokkru af frelsi sínu. Ef þú hefur (hyggju að nýta þá miklu hæfileika sem þú býrð yfirfyr- ir sumarlok 2003 skaltu ekki bíða með það mikið lengur heldur leyfa þér að njóta þ(n. Nýttu styrk þinn til að hjálpa þeim sem eru heilir gagnvart þér. Krabbinn (22.júní - 22.júlí) Þú veist hvað þú vilt um þessar mundir og metur sömu hreinskiptni hjá fólkinu í kring- um þig. Hreinn sköpunarmáttur og vellíðan, gleði og ekki síður einfaldieiki tilveru þinnar kemur til þín af frjálsum vilja ef þú berst ekki á móti því. Þú þarft ekkert að aðhafast því það góða er komið til að vera, en þú ættir að upplifa tilveru þína og þá færðu óskir þínar endurgoldnar. Þér er ráðlagt að setja þér það markmið að gefa náunganum ávallt af þér en því meira sem þú gefur því meira verður sjálfsöryggi þitt ( eigin garð og annarra. Þú getur hrint af stað hringrásgleðinnar með já- kvæðum huga og góðverkum þínum á sama tíma og þú ert fær um að upplifa og njóta aðstæðna og skynja þetta einstæða orku- svið sem tengir þig við þinn innri varaforða. Hér umlykur þig dulúð og töfrar þar sem þú skynjar varanlega hamingju sem færir þér stórkostlegan frið. Betri helmingur þinn er innra með þér. m. r STJÖRNUSPÁ MARS Hrúturinn (21.mar-19.apríl) Fólk fætt undir stjörnu hrútsins þarfnast fé- laga sem er jafn ákveðinn og það, sem krefst virðingar, næmni og jafnréttis. Þú þarfnast rýmis, frelsi til breytinga og tilrauna, til að finna þér nýjar ögranir og yfirvinna þær. Þú ert fær um að sökkva þér á kaf í verkefni sem er nú þegar hafið en ættir ekki að hika við að gera kröfur,gefa svolítið af þér og treysta fólk- inu sem tengjast umtöluðu verki. Ekki berjast gegn tilfinningum þínum því sjaldséð og já- kvæð upplifun bíður þín fyrir sumartíð 2003. Orkuflæði hrútsins er mjög öflugt í marslok en þú ættir að huga vel að smáatriðum Kðandi stundar og hafa hugfast að stolt þitt er án efa tvíeggjað. Þú ættir að nota það á jákvæð- an hátt. Þér tekst vissulega að takast á við tilfinningar þínar með rökvísi þinni og verður fyllilega meðvituð/meðvitaðurumallartilfinn- ingar þínar ef þú aðeins áttar þig á að ársekstr- ar eru oftar en ekki óumflýjanlegir þegar ástin er annars vegar. Ekki sniðganga líðan þína og áttaðu þig á að þú ert fær um að takast á við vandamál núttðar án þess að streitast sífellt gegn því að viðurkenna óskir þínar. Meyjan (23.ágúst - 22.sept) Ef lítið er um að vera þessa stundina hjá stjörnu meyju og fátt spennandi framundan að hennar mati ætti hún að taka sér tíma til að slaka á, virkja innri líðan og njóta kyrrðarinnar (stað þess að leita stöðugt uppi verkefni. Hún er minnt á það að árangur næst á endanum. Nýtt áhugamál og jafnvel seta á skólabekk er svarið þegar horft er til framtíðar. Áhyggjur tengdar fjárhag þínum kunna að vera efst á baugi hjá þér og jafnvel atvinnuleysi að angra þig. En fátækt þarf ekki að tengjast peningum heldur oft á tíðum andlegri líðan. Þú þarfnast ástar,umhyggju og ekki síður athygli um þess- ar mundir en ættir reyndar að leita betur in- nra með þér. Með því að gera það finnur þú ný tækifæri sem tengjast framtíð þinni og öðlast þannig skilning á tilgangi Kfsins. Eitt stærsta verkefni meyju erað sleppa takinu afgömlum minningum og lifa algjörlega í nútíðinni ef hún kýs að upplifa gleði samhliða nýjum kafla sem birtist hér. Þú veist hvenær þú hefur á rét- tu að standa og innst inni skynjar þú eðlilega rás atburða og túlkar það án efa rétt því þú ert næm/ur miðað við stjörnu þína á þessum árstíma. Þú sýnir ást þína og umhyggju (verki og veist að karma annarra er ekki á þínu valdi - þeir verða að taka ábyrð á sjálfum sér. Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Eitt stærsta verk þitt er að yfirstíga hræðsluna sem virðist búa innra með þér við varnarleysi og afhjúpun. Sporðdrekinn er minntur á að hann er ekki fær um að öðlast hamingju í sambapdi fyrr en hann horfist ( augu við óttann gagnvart framtíðinni og jafnvel skuld- bindingu. Of mikið af hinu góða getur orðið leiðinlegt ef fjölbreytileikann vantar og ekk- ert gefandi verður á vegi þínum, hafðu það hugfast næstu daga. Val þitt hefur eflaust í för með sér velllðan þar sem þú ættir að staldra við og horfa með opnum huga á afleiðingar verka þinna. Hér kemur að sama skapi fram að þú þarfnast breytinga. Þú ert fær um að leið- beina öðrum samkvæmt eigin sannfæringu og kennir náunganum að leita svara við spurn- inum tilverunnar en átt það til að gleyma að hlusta á þitt eigið hjarta sem kallar hér á at- hygli þína því unaðsstundir bíða þín þar sem þú hlúir með ástúð að sálu þinni. Nautið (20.apríl-20.maí) Ekki vera hrædd(ur) við að elska. Líðan þín verður best meðhöndluð með því að þekkja hana og læra að beita henni á uppbyggileg- an hátt. Fyrsta skref þitt (átt að hamingju er að þú leitast eftir að skilja sálina og ekki síður hlusta. Fólk fætt í nautsmerkinu ótt- ast að vera aleitt og án ástar. Þú átt jafnvel ( erfiðleikum með að sleppa tilfinningum þínum lausum án tryggingar um að fá þær endurgoldnar en á sama tíma virðist þú vera upptekin/n af frammistöðu þinni og ert í raun nokkuð feimin/n. Spenna og hraði eiga vel við hérna þegar litið er til mars mánaðar og ævintýri eru framundan. Þú finnur daglega fyrir jákvæðri tilfinningu með sjálfinu á sama tíma og þú tekst á við dagleg verkefni sem tengjast heimili þínu og atvinnu. Þú ert fær um að aðlagast að- stæðum á auðveldan hátt og ferð í gegnum tilveru þína með hugarfari sem leiðir þig á rétta braut hvert sem þú stígur niðurfæti. Ljónið (23.júlí - 22.ágúst) Það er mannlegt að einþlína á það sem hefur mistekist en stjarna Ijónsins er minnt á að hún hefur lag á að færa sér auðlindir heimsins persónulega í nyt ef hún aðeins nýtir styrkinn sem býr innra með henni. Útlit þitt og gáfur eru uppsprettur sem auðvelda þér að ná því sem þú þráir þegar velgengni er annars vegar. Sjaldséð birta einkennir þig hér þar sem Kfsgleði, frelsi, heilbrigði og ótæmandi starfsorka umlykur þig en þú ættir að veita athygli því andlega og tilfinn- ingalega jafnvægi sem ríkir innra með þér. Þú stefnir ákveðin/n að settu marki með því að hlýða á hjartastöðvar þínar í lok mars án þess að hugsa um efnislegu hliðina. Þú gert kraftaverk eins og hendi sé veifað innan tíð- ar. Þú ættir að láta eðlislægt umburðarlyndi þitt ráða för en ekki óttann. Ljónið er fært um að endurmeta verðmæti alls í tilveru sinni. Þú getur snúið hamingjuhjóli þínu mun hraðar ef þú biður um farsæld í huga þínum og biður um gleði öðrum til handa. X)o Bogamaður (22.nóv - 21 .des) Þú gefur þig alfarið í verkefni í ma( 2003 og uppfyllir þar með kröfur annarra og á sama tíma eigin líðan. Bogmaður beitir sínum ein- stæðu hæfileikum rétt og notar þá án efa ( þjónustu mannkynsins.Viðurkenning fyrir vel unnið starf kemur hér fram þar sem eitt leiðir af öðru (jákvæðum skilningi. Þú ertframvegis fær um að skapa framtíð þína ef þú hættir að berjast gegn nútímanum og ekki síður fortíð þinni. Þú ættir að taka þátt í verkefnum sem auka sjálfstraust þitt og reyndu að komast upp úr djúpum undirvitundar þinnar þannig að óskir þínar og draumar þróist þér í hag. Þér llkar vel að falla öðrum í geð og myndir ganga á vatni ef félagi þinn bæði þig um það. Þú þarfnast mikillar ástar og verndar og þér hlotnast sú upplifun ef þú horfir aðeins fram á við. „Gleymdu aldrei eigin þörfum"eru kjörorð bogmannsins með komu vorsins 2003. Steingeit (22.des - 19.jan) Ekki leyfa skapi þínu að eyðileggja fyrir þér og allra síst að láta fólkið sem leitar eftir nærveru þinni stjórna gjörðum þínum. Ýttu viðhorfi þ(nu til hliðar þegar kemur að mikilvægri ákvarðanatöku varðandi framhald á einhverju sem tengist þér per- sónulega ( marslok.Taktu á móti tilverunni eins og hún birtist þér. Stjarna steingeitar á það til að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig ( gönur um þessar mundir og er henni : ráðlagt að huga vel að því sem til staðar er. ( byrjun apríl 2003 heldur þú glaðværðá þinni, jafnvægi og öðlast innri frið sem þu hefur ekki náð fyrr. Sá sem deilir með þér lífinu við þessar aðstæður verður aðnjót- andi manneskju sem gefur og þiggur af öllu hjarta en á sama tíma birtist hér dul- inn ótti þinn og efi og afbrýðisemi hylur þig.Talan þrir sýnir þig í sjöunda himni yfir fregnum sem tengjast þér persónulega. Þú blómstrar en ert harðari af þér en þú virðist á tilfinningasviðinu. Samhliða umræddum gleðitíðindum sem þú upplifir hér stendur þú frammi fyrir afdrifaríkri ákvörðun sem hefur mjög góð áhrif á líf þitt til frambúðar.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.