Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 22

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 22
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON 1. Atvinnuleysi hér á landi hefur ekki verið jafn mikið og nú í lang- an tíma. Var atvinnuleysi í janúar um 60% meira en árinu áður og er það sérlega mikið meðal ungs há- skólamenntaðs fólks. Hvernig er best að sporna við þessu vaxandi vandamáli? Það hefur alltaf verið forgangsmál hjá Fram- sóknarflokknum að berjast gegn atvinnuleysi og er skemmst að minnast þess að í aðdrag- anda alþingiskosninga 1995, áður en flokkur- inn tók sæti í ríkisstjórn, var hér fjöldaatvinnu- leysi. Þá settum við okkur það markmið að ná 12.000 nýjum störfum fyrir aldamót og það tókst og raunar gott betur. Ríkisstjórnin hefur nú gripið til aðgerða til að draga úr atvinnu- leysinu tlmabundið og á næsta leiti eru mjög mannfrekar stórframkvæmdir sem munu veita fjölda manns vinnu beint eða óbeint. Hin augljósu almennu viðbrögð stjórnvalda eru að sjá til þess að íslenskt atvinnulíf búi við jafngóð skilyrði og í nágrannalöndum og bjartsýni og kjarkur ríki. Útlitið er mjög gott og miklum hagvexti spáð og líklegt að næga atvinnu verði að hafa á næstu árum. Góð staða þjóðarbúsins og fyrirtækja landsins er besta trygging ungs fólk fyrir vinnu, vexti og velferð. 2. Telur þú þjóðina græða eða tapa á Kárahnjúkavirkjun þegar til langs tíma er litið? Við höfum einlæga trú á því að sú framkvæmd muni bæðiauka hagvöxt,styrkja velferðarkerf- ið með auknum tekjum, treysta byggð, auka atvinnu og hafa margháttuð jákvæð áhrif til lengri tíma litið. (slensk þjóð á ekki margar náttúrulegar auðlindir, og við munum alltaf verða að sækja fisk í sjóinn og orku í fallvötn og jarðhita. Þeir sem halda öðru fram tala af ábyrgðarleysi og sleppa því að benda á hvað eigi að koma í staðinn. 3. Hverja telur þú vera helstu ko- sti og galla þess að ganga í Evrópu- sambandið? Öll rök hníga til þess að vöruverð og vextir lækki til muna og samkeppnistaða fyrirtækja styrkist enn frekar við inngöngu. Margvísleg- ar stærðir og tölur hafa verið nefndar í því samhengi, sumar háar, og líklegt er að hagur almennings batni til muna.Á hinn bóginn er nefnt að tvísýnt sé hvort við höldum fullum yfirráðum yfir fiskimiðum okkar. Sjálfur tel ég að ekki fáist botn í það nema á það reyni í samningum og einhverjir möguleikar séu á að við gætum náð viðunandi niðurstöðu. Stöðu íslensks landbúnaðar við hugsanlega inngöngu í ESB yrði sömuleiðis að skoða mjög vandlega. 4. Hvernig leggjast kosningarnar í vor í þig? Telur þú að þær eigi eftir að snúast um það hvora persónuna fólkið vill sjá í forsætisráðherra- stóli, Davíð eða Ingibjörgu, eða menn láti stefnu flokkanna ráða vali sínu? Ég væri ekki í stjórnmálum ef ég hefði ekki all- taf trúað því að almenningur í landinu vegi og meti menn og málefni af reynslu og sanngirni. Þannig mun þetta verða nú eins og alltaf. Ég hef þess vegna fulla trú á því, að þegar nær dregur muni kosningabaráttan snúast um mál- efni og stefnumál fremur en hreina og klára persónubaráttu. 5. Áaðhækka eða lækka tekjuskattinn? Það er eitt aðalstefnumál okkar framsóknar- manna að lækka tekjuskattsprósentuna.Við viljum einfaldlega nota hluta af þeim tekjum sem ríkið fær í sinn hlut af virkjunum og stór- iðju til þess að bæta hag almennings með skattalækkunum og höfum færtfram sannfær- andi rök fyrir slíkri útfærslu. 6. Telur þú fátækt vera félagslegt vandamál hér á landi og ef svo er hversu alvarlegt telur þú það vera? Fátækt er ekki almenn hér á landi, sem betur fer en það hlýtur að vera grunnskylda ríkis og sveitafélaga að sjá til þess að allir hafi brýn- ustu nauðþurftir.Sómi samfélagsins er í hættu ef hluti íbúanna líður skort og þess vegna er fátækt brýnt vandamál sem krefst úrlausnar, óháð því hvort hún er útbreidd eða ekki. 7. Þrátt fyrir töluverðar umbætur er ennþá mikill launamunur kynja. Hver er ástæða þessa og hvað myndir þú vilja gera til að breyta því? Þetta virðist erfitt viðfangsefni og er auðvitað óþolandi. Lög hafa verið sett, nefndir skipað- ar en launamunur er viðvarandi. Enginn vafi er að allir stjórnmálaflokkar hafa fullan vilja í þessu efni og við verðum að halda áfram þar til fullur jöfnuður kemst á. 8. Ber að lögleiða kannabisefni? Nei,alls ekki. 9. Hvernig er hægt að þyngja dóma sem dæmdir eru í nauðgunarmál- um og hækka hlutfall þeirra mála sem fara fyrir dóm? Dóma er hægt að þyngja með lagabreyting- um og kemur það vel til álita en ég kann ekki ráð um hvernig hækka má hlutfall mála sem fara fyrir dóm. Refsingar eru þó ekki eina ráð- ið í þessu samþandi.forvarnir hljóta einnig að koma til og vakning í samfélaginu um þessi efni. 10. Ef til stríðsyfirlýsingar kæmi gegn írak, myndir þú styðja hana eða ekki? Ég vona að Guð gefi að hægt sé að komast hjá stríði, en þetta mál er nú í umfjöllum hjá Sameinuðu þjóðunum og öryggisráði þeirra og ég bind enn vonir við að friðsamleg lausn finnist. 11. Er einhver kvikmynd, tónlistar- maður og rithöfundur í uppáhaldi hjá þér? Ég hef gaman að því að horfa á góðar kvik- myndir.Til dæmis sá ég sl. sumar gamla mynd með Henry Fonda, þeim góða leikara, sem heitir Twelve Angry Men. Mér fannst hún afar góð og söguþráður hennar vakti mig til um- hugsunar. Beethoven er ( miklu uppáhaldi hjá mér og af íslenskum skáldum hrífa Ijóð Einars Benediktssonar mig mest. 12. Hvað gerirþú helst í frístundunum? Ég á mínar ánægjulegustu stundir með fjöl- skyldunni og þó frístundir séu ekki margar þá kýs ég helst gönguferðir og aðra útivist. T.d. finnst mér óskaplega gaman að komast stöku sinnum á skíði. 13. Hvers vegna valdir þú að verða stjórnmálamaður? Ég kem úr pólitísku umhverfi og afi minn og alnafni var alþingismaður, auk þess sem fleiri í fjölskyldunni hafa látið sig þjóðmálin varða. Ég hef ávallt viljað láta gott af mér leiða. Það var ástæða þess að ég gaf kost á mér til Alþing- is 26 ára gamall og sú hefur verið ástæðan fyr- ir stjórnmálaþátttöku minni æ síðan.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.