Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 4
Hlutlausir
Þegar ég var yngri var ég enginn töffari. Ég
var ekki ( genginu sem réð ríkjum en ég var
heldur ekki í hópi þeirra sem varð fyrir barðinu
á þvf. Ég var eiginlega bara f miðjunni eins
og bróðurparturinn af hinum krökkunum,
ósköp venjuleg, hlutlaus, átti mína vini og var
ósköp sátt við mitt hlutskipti. Ég var ekkert
vond við aðra, ég var ekkert að hrekkja og
niðurlægja hina vegna klæðaburðar, útlits eða
annars jafn fáránlegs en stóð þess í stað bara
á skólavellinum og fylgdist með. Ég fylgdist
með og hugsaði með mér hvort ég ætti ég að
segja eitthvað eða gera eitthvað, en ég þorði
því ekki. í stað þess að gera nokkuð beið ég
bara eftir að bjallan hringdi og frímínúturnar
yrðu búnar og um leið og ég labbaði inn í
kennslustofuna þakkaði ég fyrir að það væri nú
ekki ég sem væri að lenda f þessum leiðindum.
En með þögninni var ég engu betri, ekki satt?
Eftir því sem árin hafa liðið hef ég áttað mig
betur og betur á því að þetta er ekki leiðin til að
fara í gegnum lífið. Þetta minnti mig á sálirnar í
Guðdómlegum gleðileik ítalska skéldsins Dantes.
Þar sér Dante margar verur á leið sinni um helvíti,
upp fjallið Purgatory og loks til himnaríkis. Á leið
sinni fram hjá forsal helvítis heyrði hann ægileg
öskur. Virgill útskýrir þá fyrir honum að þetta séu
öskur frá sálum þeirra manna sem aldrei tóku nokkra
eindregna afstöðu í lífinu. Þeir hefðu aldrei gert
neitt svo slæmf að Guð gæti refsað þeim fyrir það
en heldur ekki verið syndugir tryggðamenn Satans.
Þetta væru þeir sem hefðu aldrei þorað að gera neitt,
héldu engin loforð, gerðu ef til vill engum illt en
voru hlutlausir í öllum mikilvægum siðferðislegum
eða pólitískum ákvörðunum og gerðu því engum
gott. Enginn myndi eftir þeim, enginn liti upp til
þeirra og enginn liti heldur niður til þeirra. Þeir
væru hlutlausir hugleysingjar þar sem þeir hefðu
í raun aldrei gert neitt siðferðislega rangt né rétt
eða þorað að standa fyrir neinu í lífinu og ættu
því hvorki heima í himnaríki þaðan sem þeir hefðu
verið hraktir burtu né í helvíti sem hafnaði þeim.
Þennan hóp vermdi meirihlutinn. Til þess að halda
leiðinni áfram verður Dante að skilja hræðsluna
eftir í anddyrinu hjá sálunum sem eru dæmdar til
að eyða eilífðinni í forsalnum, eiga engan samastað
en vera á endalausu reiki á meðan geitungar stinga
þær og ormar bíta þær. Slíkir menn eru í rauninni
verri i augum Dantes en þeir sem verma neðsta stað
helvítis þar sem skrattinn sjálfur situr.
Þegar upp er staðið skiptir mun meira máli hvaða álit
ég hef á sjálfri mér heldur en það álit sem aðrir kunna
að hafa því að verstir eru þeir sem gera eins og ég
gerði á skólavellinum og eins og sálirnar hans Dantes
fá að finna fyrir. Þeir sem standa aðgerðarlausir án
allra skoðana þegar verið er að brjóta á mannlegri
virðingu, án þess að hafa rödd og bíða eftir að
einhver annar taki yfirhöndina, að einhver annar
taki áhættuna. Það þýðir ekki að stöðva um leið
og lítil hraðahindrun verður á vegi, loka augunum,
þegja, horfa á hana og snúa síðan við. Þá er betra
að sýna fordæmi, gíra niður og lalla yfir hana á eins
góðan máta og maður einast kann. Það er mun betra
að sjá eftir einhverju sem þú hefur gert heldur en því
sem þú hefur aldrei þorað að gera.
Steinunn Jakobsdóttir
HEIMSKULEGIR HLUTIR SEM STJORNMALAMENN HAFA SAGT
'miSfm
‘sbi0
„Staðreyndir eru heimskulegur hlutur."
iRonald Reagan
„Fólk kemur ekki stríði af stað, stjórnvöld gera|
|það."
ÍRonald Reagan
„Kína er stórt land þar sem margir Kínverjar
Ibúa."
Icharles De Gaulle, fyrrum forseti Fraklands.
j„Ég áttaði mig ekki á því að ég væri í BúddahJ
Imusteri."
\\ Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna þegar
|hann var spurður um ólöglega fjársöfnun sem átti|
sér stað í Búddah-musteri.
|„Göturnar í Ffladelffu eru ekki hættulegar. Þai
ir bara fólkið sem gerir þær hættulegar."
iFrank Rizzo, fyrrum lögreglu- og borgarstjóri|
IFíladelfíu.
„Ef þú tekur morðin í burtu þá er Washingtor
Ireyndar með mjög lága glæpatfðni."
iMarion Barry, fyrrum borgarstjóri Washington D.C.
Fyrir kosningar: „I trust the people."
sEftir kosningar: „People can't be trusted."
fGeorge W. Bush
„Óvinir okkar er uppfinningasamir oc
|úrræðagóðir og við erum það líka. Þeir hætts
ddrei að hugsa um nýjar leiðir til að skaða lanc
okkar og þjóð, það gerum við ekki heldur."
\/ashington, D.C., 5. ágúst 2004
jGeorge W. Bush
„Ég trúi þvf að ef þú vilt vera neikvæður að þá
jetir þú það, sama hversu mikið þú reynir."
Jlnternationally televised News Event, 15. júní 2002
|- George W. Bush
|„Ég er viss um að menn geta lifað i friði vii
fiska."
jGeorge W. Bush
„Karyn er með okkur. Stelpa frá Vestur-Texas
alveg eins og ég"
|27. Maí 2004 - George W. Bush
J„Það væri mér heiður að taka í höndina
Jhugrökkum íraka sem hefur misst á sér
Bhendurnar sökum Saddam Hussein."
|25. maí 2004 - George W. Bush
|,,Fleiri múslimar hafa dáið í höndum morðingjc
fullt af múslimum hefur dáið - ég veit ekkij
Jnákvæmlega hvað margir - í Istanbúl. Sjáiði alic
Jþessa staði um allan heim þar sem það hefur
/erið fullt af morðum og eyðileggingu út af því|
að morðingjar drepa.
i/ashington, D.C., 29. janúar 2004
jGeorge W. Bush
|„Ég hef ekki framið glæp. Það sem ég gerði var|
|að mistakast að uppfylla lögin."
|David Dinkins, fyrrum borgarstjóri New York Cityl
Jþegar hann svaraði ásökunum um að hafa ekki|
Jgreitt skatta.
|„Engan langar meira til að gleyma þessuj
(Lewinsky) máli meira en ég, nema kannskij
afgangnum af amerísku þjóðinni."
|Bi11 Clinton, 31. júlí 1998.
„Við höfum sterkar skyldur gagnvart NATO, viðj
erum hluti af NATO. Við höfum sterkar skyldur
gagnvart Evrópu. Við erum partur af Evrópu."
|Dan Quayle, fyrrum varaforseti Bandarikjanna.
|"Ég elska Kaliforníu, ég ólst eiginlega upp
Jphoenix."
|Dan Quayle, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna.
|„Mér líkar ekki orðið „sprengja" (bomb).J
Jbetta er ekki sprengja heldur búnaður ser
er að springa."
Jacques le Blanc, franskur sendiherra um|
|kjarnorkusprengjur.
„Lausnir eru ekki svör."
|Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna.
„Ég hef mínar eigin skoðanir - sterkar skoðani
en ég er ekki alltaf sammála þeim."
jGeorge Bush eldri.
|„Ég biðst aldrei afsökunar fyrir höndj
IBandaríkjanna. Mér er sama hverjar
Jstaðreyndirnar eru."
|George Bush eldri.
,Það er enginn húsnæðisskortur í Lincoln. ÞettaJ
ir bara orðrómur sem er settur af stað af fólki|
Jsem hefur engan stað til að búa á."
|G.L. Murfin, borgarstjóri Lincoln