Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 26

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 26
GETIIR ÞÚ EKKISOFNAÐP Það eru fáir sem lenda aldrei í því að þjást af svefnleysi. Þetta getur komið fyrir besta fólk því ástæðurnar geta verið margar. Helstu ástaeður svefnleysis eru þó taldar vera stress, kvíði, þunglyndi, vandamál í vinnunni, spenna eða ófullnægjandi kynlífsþörf. Það er ekkert smá óþolandi að lenda í því að vera andvaka heilu næturnar, kannski vikunum saman en það eru til ráð til að hjálpa þó að það lagi kannski ekki allan vandann. Forðastu áfenga drykki seint á kvöldin. Sumir slaka þó á við að fá sér einn bjór eða eitt léttvínsglas fyrir svefninn en þetta getur líka haft slæm áhrif og haldið fyrir þér vöku. Slakaðu á í kaffi og te drykkju og öðrum drykkjum sem innihalda koffein. Þú verður of "hyper" og þá sérstaklega ef þú ert að drekka koffeindrykki á kvöldin. Ekki fá þér stóra heita máltíð rétt fyrir svefninn. Fyrir utan hvað það er óhollt að borða áður en þú ferð að sofa þá þarf líkaminn að melta matinn. Það er alveg ótrúlegt hvað skrift getur sagt til um persónuleikann þinn. Skriftin þín getur komið upp um öll þín heilögustu persónueinkenni og í dag eru vinnuveitendur í Bandaríkjunum farnir að ráða sérfræðinga til að lesa í skriftir hjá umsækjendum sínum og álit þeirra haft til hliðsjónar þegar fólk er ráðið í vinnu. Það er því eins gott að kynna sér fræðin til að pota sér áfram og vera klókari en vinnuveitandinn. (Ég mæli með að þú skrifir niður 3-4 setningar á autt blað í stað þess að skrifa bara nafnið þitt.) Fast eða laust Fast: í þínum huga eru hlutir geymdir en ekki gleymdir. Þú átt auðvelt með að fyrirgefa en gleymir því ekki. Þú ert ástríðufull og mjög tilfinninganæm og hefur gott innsæi. Meðalfast: Þú ert ástríðufull á köflum en lætur ekki tilfinningarnar hlaupa með þig i gönur. Þú átt það þó til að halda í gamlar minningar, slæmar sem góðar, sem gerir þér erfiðara fyrir að stefna fram á við. Laust: Þú átt auðvelt með að fyrirgefa öðrum og ert ekki mikil tilfinningamanneskja. Það er fátt sem slær þig út af laginu og þú ert seinasta manneskjan á staðnum til að halda uppi "dramashowi". Hallinn Hvort hallar skriftin til hægri, vinstri eða skrifarðu alveg þráðbeint? Hægri: Þú ert mjög lokuð manneskja og vilt halda hlutunum fyrir sjálfa þig. Þú hugsar þig vel um áður en þú framkvæmir og ert mjög varkár þegar það kemur að hlutum sem skipta máli. Vinstri: Þú ert mjög opin og getur hæglega rætt opinskátt um sjálfa þig við vini, kunningja og jafnvel ókunnuga. Það gerir það að verkum að þú kemur fyrir sem frekar hvatvís einstaklingur og stundum hefur hvatvísin þau áhrif að þú rasar út í hluti sem þú hefðir betur sleppt. Þú hefur sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni en átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og sjá báðar hliðar málsins. Beint: Þú ert mjög meðvituð um sjálfa þig og lætur ekki hjartað stjórna ferðinni. Þú átt það til að velta þér upp úr öllum kostum og göllum áður en þú dembir þér í hlutina. Þó að þú sért varkár flestum stundum þá koma tímar þar sem tilfinningarnar ráða ferðinni. Þú átt það til að týna þér í hlutum sem skipta minna máli og missa sjónar á því sem raunverulega skiptir máli. Spássfur Vinstri spássía: Segir til um í hversu mikilli fjarlægð þú vilt halda þér frá fólki. Stór spássía merkir mikla fjarlægð á meðan lítil spássia merkir nálægð. Ef þú hefur enga spássíu þá viltu helst hafa fólk ofan í þér og þínum málum alla daga. Hægri spássía: Á meðan vinstri spássían er mun meðvitaðri af þér þegar þú skrifar og lýsir hversu mikla fjarlægð þú vilt halda fólki þá lýsir hægri spássían hversu vel þér tekst til. Hún lýsir í raun hvar þú heldur fólki og það sama á við hér og að ofan, stór spássía merkir mikla fjarlægð á meðan lítil spássía merkir nálægð. Bil á milli lína Stutt bil milli lína: Þú hefur gaman af því að vera í kringum fólk og átt auðvelt með mannleg samskipti. Langt bil milli lína: Þú ert reglusöm og skipulögð. Þú hefur stjórnunarhæfileika og ert mjög sanngjörn. Mjög langt bil: Ef bilið er mjög mikið þá merkir þaðað þú vilt halda fjarlægð. Þú átt erfitt með að tengjast fólki þó ekki vegna persónuleika þíns heldur vegna þess að þú einfaldlega kærir þig ekki um það. Línur sem skerast: Þú ert í tilfinningalegu ójafnvægi og átt erfitt með að halda sönsum. Bil á milli orða Stutt bil: Þú ert áköf og fljót að taka ákvarðanir. Þú vilt að hlutirnir gerist núna og getur átt það til að hrasa þegar þú ert búin að ana út í hluti án þess að hugsa þá til enda. Reyndu að hreyfa þig um tveimur tímum áður en þú ferð að sofa. Það gerir þig þreyttari þegar það kemur að því að leggjast upp í rúm og þú ættir að sofna fljótar. Ekki nota rúmið sem vinnustað. Það er ekkert verra en að blanda saman svefn og vinnu. Rúmið á að vera sá staður sem þú slakar á í en ekki vinnuaðstaðan þín. Drekktu heitan mjólkurdrykk áður en þú ferð að sofa. Hafðu bókina tilbúna. Ef þú getur ekki sofnað hálftíma eftir að þú leggst í rúmið þá ættirðu að snúa þér að bókinni. Lestur þreytir þig og ef þú leggst með hana þá áttu eflaust eftir að sofna með hana í fanginu. Einnig er sniðugt að velja leiðinlega bók, til dæmis skólabók því það ávísun á svefn. Farðu í heitt bað áður en þú ferð að sofa. Reyndu að komast hjá því að leggja þig yfir daginn. Það kemur í veg fyrir að þú náir eðlilegum svefni að nóttu til því þú ert þá oftast úthvíld þegar þú leggst á koddann. Tengingar Allir stafirtengdir: Þú ert mjög lógískog kerfisbundin í hugsun. Sumir stafir tengdir og aðrir ekki: Þú ert listræn í hugsun og hefur gott innsæi. Flestir ótengdir: Þú ert egósentrísk. Fyrsti stafurinn ótengdur hinum: Þú ert varkár. Stærð Hástafir: Þú trónir yfir fjöldann. Þú ert hugmyndarík og kemur miklu í framkvæmd. Lágstafir: Þú ert hógvær og látlaus. Þú einblínir á staðreyndir en ekki hugmyndir. Mjóir stafir: Þú ert einfari í eðli þínu. Þú hugsar ekki mikið um hvað er að gerast hjá öðrum heldur einbeitir þér betur að því sem þú ert að gera og þú hefur áhuga á. Meðal: Þú hugsar vel um þá sem standa þér næst og nærð að halda jafnvæginu milli þess að vera of upptekin af öðrum og einblína eingöngu á sjálfa þig. Það skiptir þig miklu að eiga einkalíf en þegar eitthvað kemur upp á hjá vini þínum þá ertu fljót að hlaupa til. Breiðir stafir: Þú hugsar meira um það sem er að gerast hjá fólkinu í kringum þig en hjá sjálfri þér. Langt bil: Þú ert mjög þenkjandi og segir ekkert án þess að hafa hugsað það til hlýtar. Þú leggur áherslu á það sem þú segir og ert föst á þínum skoðunum. Stutt og langt til skiptis: Þú ert mjög óstabíl bæði í hugsun og þegar það kemur að tilfinningum. Skriftin Niðurhallandi skrift: Þegar skriftin hallar niður á við er það merki um leiða og neikvæðni. Þú gætir átt við skapsveiflur að stríða sem bitnar á fólkinu í kringum þig. Upphallandi skrift: Þú ert jákvæð og lífsglöð manneskja, bjartsýn og stefnir fram á við. Þráðbein skrift: Fólk sem skifar þráðbeint á auðu blaði er mjög stabílt og ósveigjanlegt. Þú vilt ekki breytingar og vilt hafa allt í röð og reglu í kringum þig. Kúpt skrift (þegar fólk skrifar fyrst upphallandi en síðan niðurhallandi): Þú átt það til að byrja á verkefnum með miklum metnaði og brennandi áhuga en missir fljótt áhugann og gefst upp áður en verkinu yfir lýkur. íhvolf skrift (þegar fólk skrifar fyrst niðurhallandi en síðan upphallandi): Þú byrjar oftast verkefni án mikilla væntinga til sjálfrar þín og ert frekar svartsýn á að hlutirnir muni ganga upp. Þegar líður á verkið öðlastu hins vegar sjálfsöryggi sem kemur þér þangað sem þú vilt. E.M.Þ

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.