Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 23

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 23
Hjá konum er aldrei neitt svart eða hvítt, það er ekki einu sinni grátt... ef heimurinn okkar er ekki skreyttur öllum regnbogans litum, þá held ég í alvöru að okkur leiðist bara. Það neita fáir fyrir það að konur tala mun meira en karlar. Eins og við þekkjum allar þá er það vandamál í hópi kvenna hvað það er erfitt að komast að og hagkvæmast væri að hafa einn fundarstjóra svo allar í saumaklúbbnum fái að koma sínu að. Hins vegar þegar karlar hittast eru þeir bara guðs lifandi fegnir ef einhver þeirra hefur frá einhverju að segja, þess vegna finnst þeim kannski svona gott að horfa á bolta eða klám þegar þeir hittast. Konur deila mun fleiri upplýsingum en karlar gera. Enda eru sögurnar okkar lengri og ítarlegri og það er nauðsynlegt að deila öllum smáatriðum. Það er til dæmis varla bjóðandi að maður ræði um kynlíf við vinkonur sínar án þess upplýsa um „stærð" (eða smæð) á viðkomandi... annars vantar stóran (eða lítinn) hluta í söguna. í mínum saumaklúbbi erum við margar ansi málglaðar og á bestu dögum hljómum við eins og fuglabjarg á varptíma. Strákar eiga það til að skilja ekki hvernig þessi fuglabjörg virka, hvort við fáum ekki hausverk, enda telst það til innihaldsríkra samræðna hjá karlmönnum að þær feli í sér þrjú já, eitt nei og tvö ok. En samræðuform okkar kvenna er ekki flókið. Tökum sem dæmi ef að einn fugl ber vandamál undir hina fuglana í bjarginu, og segjum að það tengist strák sem fuglinn er að hitta, þá gerist eftirfarandi... A. Staðreyndir - Hvað, hvenær, hvernig, hve lengi... fuglinum ber að segja alla söguna og ekki draga neitt undan svo engar mikilvægar staðreyndir sem hafa lykilhlutverki að gegna fari forgörðum. B. Mat - Staðreyndirnar metnar og Bjargmeðlimum er frjálst að spyrja út í einstaka atriði sem þarfnast frekari skýringa og ber fuglinum að draga ekkert undan svo fundarmenn geti skilað inn réttmætu og áreiðanlegu mati á málinu. C. Smáatriði - Farið er yfir öll þau smáatriði sem geta valdið misskilningi, þau túlkuð, flokkuð og raðað eftir mikilvægi í áhersluröð. Þessi hluti tekur yfirleitt lengstan tíma þar sem hér er rætt um atriði eins og hvernig strákurinn hljómaði þegar hann kvaddi... sagði hann bless eða bæ, sagði hann það hratt eða seiðandi. Hér reynir virkilega á túlkun og mannlega skynjun Bjargmeðlima sem og þolinmæði. D. Deila - Allir Bjargmeðlimir kafa djúpt í minnið og deila sögum af sinni eigin reynslu í þessum aðstæðum áliti sínu til rökstuðnings. E. Túlkun og niðurstaða — Bjargmeðlimir bera saman bækur sínar og skila inn eins einróma niðurstöðu og þeir treysta sér til að gefa. Stundum verður skoðanaklofningur og skiptist E-flokkur þá í E1 og E2 og taka næstu flokkar mið af því að talað er út frá tveimur ólíkum niðurstöðum. Fuglinn er spurður hvað henni finnist um niðurstöðurnar, hver hennar skoðun sé og hvað G. Önnur umræða - Feedback Fuglsins er tekið til skoðunar með hliðsjón af málaflokki E1 og E2 og fært undir aðra umræðu og breytingartillögur samþykktar. H. Fundarlok - Almennar umræður um það sem á undan var rætt og Bjargmeðlimir skila af sér formlegri niðurstöðu. Stálinu er stappað í fuglinn, minntur á að hún sé yndisleg og eigi allt það besta skilið og þar með er málinu formlega lokið og hægt að snúa sér að næsta máli. Það vill þó verða að tveggja til þriggja fugla nefndir myndist á salernum til að ræða nánar einstaka hliðar málsins. Það skemmtilegasta við þetta allt saman er samt það, að allt þetta tekur bara 30 mínútur þar sem við tölum allar í einu. Og okkur er alveg sama hvort við erum að oftúlka eða undirtúlka eða þurfum að túlka eða hvað við erum að túlka. Við erum konur og við viljum blaðra og vita hvað er í gangi hjá þeim sem deila með okkur bjarginu. Ef við ættum ekki fuglabjargið okkar værum við vonlausar og týndar í lífinu. Jóa Spóa Blaðurrófa það hafa kannskj einhverjjr tekið eftir skoðanakönnunum í íslandi í dag sem eru gerðar af plus.is eða litlu gluggunum á Popp Tivi þar sem stendur fimman.is, 1 en hvað er þetta og hvernig get ég verið —- ' £ Við höfðum samband við Ragnhildi , J markaðsstjóra Iplus sem fræddi okkur Jjr- > aðeins um fyrirtækið sem er það eina Sjp* á íslandi í gagnvirku sambandi við „Iplus er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem einbeitir sér að gagnvirkum auglýsingum á netinu," segir hún. „Hugmyndin er að neytendur geti sagt sína skoðun." Iplus starfrækir tvo klúbba í kringum verkefnið en þeir eru fimman.is sem er ætluð fyrir yngri kynslóðina og síðan plusinn.is sem er svipaður klúbbur fyrir aðeins eldri hóp. Iplús er einnig nýbyrjað með klúbb í Danmörk, 5er.dk fyrir frændur okkar Dani. „Þetta er merkileg tilraun fyrir markaðinn og neytendur sem fólk er mjög hrifið af enda skráir fjöldi fólks sig á hverjum degi," segir Ragnhildur. *»«„?“9,ýsin9a finnst 1™"'“ ‘ W þér best? f aitve 7 ViBlfell ” IHIÍIKutsamsalan Emmessís 06 Vodoíone B&C VeKeWtl VII eKKI svara Þú skráir nafn þitt og netfang ásamt öðrum upplýsingum á www.fimman.is eða á www.plus.is, þú getur auðvitað verið í báðum klúbbunum. Síðan bíður þú bara eftir því að fá tölvupóst sendan með spurningu eða tilboði sem þú svarar með því að ýta á einn hnapp og þá átt þú kost á því að verða vinningshafi. Einfalt ekki satt. Þú færð send tilboð sem þú færð ekki annars staðar og átt kost á vinningum eins og Bíómiðum, leikhúsmiðum, peningum o.fl. Síðast en ekki síst þá getur þú sagt þína skoðun og tekið þátt i umræðu um ýmsar vörur, þjónustu, pólitík og auglýsingar. Þannig getur þú tekið þátt sem neytandi og komið þínum skoðunum á framfæri. Þaö er ekki eftir neinu að bíða því þú, neytandi, getur skráð þig núna á www. fimman.is og/eða á www.plus.is

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.