Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 12

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 12
Sahara Hotnights er án efa eitt heitasta stelpurokkbandið í heiminum í dag. Þær hafa verið að fá frábæra dóma og eru á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum eins og er. Þær verða á Airwaves í ár en við bjölluðum í bassaleikarann, Johanna og tókum í stutt spjall. Við mælum með því að fólk kíki á nýjasta diskinn þeirra „Kiss and Tell". Hvað segir þú gott? Ég segi allt Ijómandi. Takk fyrir. Hlakkar ykkur ekki til að koma til íslands? Jú, það verður frábært. Ég er mjög ánægð að fá loksins að fara til íslands. Veistu eitthvað um ísland? Nei, bara þetta ferðamannadót. Er eitthvað sem þig langar sérstaklega til að sjá á íslandi? Já, bara þetta týpíska hverina og landslagið. Hvað eru þið búnar að vera lengi að? Tíu ár eða frá því ég var 13, við ólumst allar upp saman í sama þorpinu eða reyndar í sama húsi. Síðan eru ég og Jenny auðvitað systur. Rífist þið ekki mikið? Já, auðvitað rífumst við en við finnum alltaf leiðir til að vera í fríi inn á milli þannig að við fáum ekki ógeð á hvor annarri. Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni ykkar? Þetta er svona nýbylgju popp rokk. Hvaðan kemur nafnið? Þetta er nafn á áströlskum hesti, en Jessy fór til Ástralíu og veðjaði á hest sem heitir Sahara Hotnights og vann fullt af peningum. Uppáhalds tónlistarmenn? Núna hlusta ég mikið á Tenders, Tom Waits, The Corrs o.fl. Þekkirðu einhverja íslenska tónlistarmenn? Já, Björk. Ég sá síðast eitthvað íslenskt band um daginn sem var mjög gott en ég man ekki hvað það heitir. Það er rosa keyrsla á ykkur, 40 tónleikar á 30 dögum, þetta er alvöru rokk? Já, við viljum frekar vínna rosa mikið í einu og fá þá frí á milli. Er komið fram við ykkur öðruvísi af því þið eruð stelpur í þessum rokkheimi? Já, það er komið rosa vel fram við okkur og allir eru mjög kurteisir. Sérstaklega síðustu ár en þegar við byrjuðum var fólk frekar hissa. Eruð þið á lausu? Nei, engin af okkur er á lausu. Nú verða strákarnir fúlir! Hehehehe. En að lokum, einhver skilaboð til íslensku þjóðarinnar? Já, bara komiði og kíkið á okkur spila. Sahara Hotnights eru að spila fimmtudagskvöldið 21. október á NASA Blessaður, hvað segirðu gott? Ég segi bara allt frábært, við erum hérna í London að taka upp fyrsta stóra diskinn okkar sem kemur í mars. Vá, mig hlakkar til að heyra hann en hlakkar þig ekki til að koma til fslands? Jú, mig hlakkar til að sjá Reykjavík. Ég á vini sem hafa farið þangað og skemmt sér konunglega, en ég veit ekki alveg við hverju á að búast en við sjáum hvað setur. Veistu eitthvað um fsland? Já, ég veit að það er reðursafn í Reykjavík en ég veit ekkert annað. Ætliði að fara á það? Ég veit ekki hvort við höfum tíma til þess en annars langar mig að fara. Þú getur skrifað undir skjal og gefið safninu tólið þitt þegar þu deyrð? Hmmm... það er hugmynd. Þekkiru einhverja íslenska tónlistarmenn? Já, ég þekki auðvitað Sigur Rós, það þekkja þá allir. Björk og Mínus. Hvað eru þið gamlir? Við erum 22-24 ára. Hvaðan kemur nafnið? Þegar við byrjuðum fórum við að spyrja alla vini okkar um nöfn því við fundum bara upp einhver ruslnöfn. Vinur okkar kom síðan upp með nafn sem hann mundi frá barnabók sem var Yourecodenameis:Johanna. Okkur fannst Johanna ekki vera að virka svo viö tókum Milo frá Catch 22. Sem var önnur hljómsveit sem við vorum í árið 1997. Til hamingju með verðlaunin á Kerrang! Awards, var það ekki gaman? Þetta kom okkur algjörlega á óvart og þetta var rosaleg upplifun fyrir okkur því við sátum á borði við hliðin á Slash og félögum hans í Velvet Revolver. Síðan voru fullt af fleiri hetjum frá barnæsku okkar þannig að þetta var alveg geðveikt og verðlaunin toppuðu auðvitað kvöldið. Eru þið á lausu? Nei, við erum reyndar allir á föstu eins og er. Já... ég held að þetta sé bara komið í bili. Ég hlakka til að heyra í ykkur... Ætlar þú að koma á tónleikana? Já, auðvitað! Frábært! Þá sjáumst við þá. Hvaö hafið þið spilað lengi saman? Við höfum verið saman í tvö ár sem Milo en ég, Ross og Adam höfum verið að spila saman frá því við vorum 15 ára. Eru þið lærðir hljóðfæraleikarar? Nei, við kenndum okkur bara sjálfir sem krakkar og byrjuðum snemma í hljómsveitum að taka cover lög. Þannig lærðum við þetta. Jahá, en eru einhver skilaboð til (slendinganna? Já... kaupiði plötuna. Yourcodenameis:milo eru að spila föstudagskvöldið 22. október á sérstöku Kerrang! kvöldi á Gauki á Stöng. HBS Frekari upplýsingar er að finna á www.icelandairwaves.com UPPSKRIFT MEÐ FJÓRUM HRÁEFNUM. afskeljaðir 2 bollar hvítvín (1/2 flaska) 1 bolli af skornum tómötum Hitaðu ólívuolíu í stórri pönnu. Bættu skalotlaukunum útí og eldaðu þangað ti/ þeir verða hálfgegnsæir eða í um það bil 3 mínútur. Bættu kræklingnum og hvítvíninu útí. Settu lokið á og láttu gufusjóða þangað til að skeljarnar opnast, það tekur um það bil 5 til 7 mínútur. Hrærðu tómötunum út í. Berðu þetta fram með heitu brauði. AVEXTIR OG GRÆNMETI: Til þess að ná meiri safa út úr sítrónum hitaðu þær þá í nokkrar mínútur í heitu vatni áður en þú kreistir þær. Færðu tár í augun þegar þú skerð lauk? Heltu bara köldu vatni yfir hann þegar þú tekur utan af honum og tárin hverfa. Ertu búin að ofsalta súpu eða grænmeti? Bættu út í nokkra bita af hrárri kartöflu og taktu þær síðan frá þegar þær hafa eldast, þær draga í sig allt salt. Ef að þú þarft aðeins að nota hálfan lauk geymdu þá helminginn með rótinni á. Hann geymist betur. EGG: Soðið egg á aldrei að sjóða. Ef þú hitar það bara verður eggið bragðbetra. Þetta er leyndarmálið á bak við harðsoðin egg. Til þess að ákveða hvort að egg sé ferskt settu það þá í pott með köldu söltu vatni. Ef það sekkur er það ferskt en ef ekki hentu því þá.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.