Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 24

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 24
-\ forsetakosningar í bandaríkiunum 2. nóvember 2004 „Við hérna erum að biðja fyrir því að Bush verði endurkjörinn," heyri ég sagt á hinni línunni. Viðmælandi mínn er íslensk kona með bandarískan ríkisborgarrétt sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðust 30 ár. Hausinn á mér hringsnýst: „Hvernig svarar maður svona?" Ég tek þá afstöðu að þarna sé áferðinni hinn óútskýranlegi menningarmunurmilli tveggja vestrænna heima og reyni ekki að útskýra hvers vegna mérfinnist þetta alveg hrikalegt. 2. nóvember næstkomandi eru forsetakosningar í Bandaríkjum sem hefur efalaust ekki farið framhjá neinum. John Kerry öldungadeildarþingmaður hefur verið talinn af mörgum fréttaskýrendum frekar flatur og óspennandi persónuleiki. Kerry er vel menntaður og af efnuðu fólki kominn. Sumir telja hann of ólíkan hinum hefðbundna Kana til þess að þeir geti samsvarað sér með honum. En Kerry valdi Edwards sem varaforsetaefni sitt sem á að ná betur til fólksins í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Sjálfur er Edwards ekki bragðað dropa. Varaforseti Bandaríkjanna Dick Cheney er þó ótrúlegt virðist vera mun hægri sinnaðari en Bush sjálfur. Margir telja að hann sé „heilinn" á bak við Bush. Cheney starfaði með Bush eldri sem varnarmálaráðherra og þykir mjög herskár. Til að flækja málin er Cheney þó mýkri í afstöðu sinni á hjónaböndum samkynhneigðra en hann telur ólíkt Bush að hvert ríki í Bandaríkjunum eigi að ákveða hvort leyfa eigi giftingu samkynhneigðra. Bush vill hins vegar láta setja í stjórnaskrá landsins að hjónabönd samkynhneigðra verði með öllu bannað. Af hverju? Jú, Cheney á lesbíska dóttur sem hann stendur stoltur með í baráttu sinni fyrir jöfnum rétti. skipt út nema auðvitað fólki finnist að forsetinn ráði ekki við stríðsreksturinn eða sé, eins og sumir Bandaríkjamenn telja nú, að stríðið hafi verið háð á röngum forsendum en gefið var upp í fyrstu. Ólíkt stjórnmálum í BNA og hér á klakanum ertrúarstefnan hjá frambjóðendum áberandi. í Bandaríkjunum er kirkjan algjörlega aðskilin ríkinu. Engin þjóðkirkja eins og við flest erum í, en þrátt fyrir það eru frambjóðendur sífellt að biðja Guð um hitt og þetta. „Guð blessi ykkut og Guð blessi Ameríku" er ekki bara bíómyndalína heldur eru þetta lokin á hverri ræðunni á fætur annarri. Allir frambjóðendur eru virkir þátttakendur í einhverjum trúarsöfnuði og fara alveg pottþétt í kirkju á sunnudögum. Hérlendis myndum við ekki láta það skipta okkur miklu ef Davíð Oddsson eða Ingiþjörg Sólrún væru trúleysingjar. Þetta er eitt af þeim þáttum sem bandaríska þjóðin metur mikils þegar hún kýs. Annað sem skiptir miklu máli er hversu mikla föðurlandsást frambjóðendur hafa sýnt landi og þjóð. Kosningabaráttan nú hefur snúist mikið um gildi herþjónustu Kerrys og Bush og hafa þeir báðir verið gagnrýndir og þegnskylda þeirra dregin í efa. fyrrverandi skaðabótalögfræðingur og þykir vera meiri „maður fólksins", sem hefur til dæmis málefni neytenda ofarlega í kosningabaráttunni. Það er hins vegar flestum Ijóst að ef Kerry vill verða forseti verður hann að ná að snúa þróuninni í kosningarbaráttunni við. Hann virðist vart hafa undan því að svara ásökunum Bush og nær því ekki að koma sínum eigin baráttumálum á framfæri. Hann barðist í Víetnamstríðinu en þegar heim kom var hann í forsvari fyrir hermenn sem gagnrýndu lögmæti stríðsins. Eins og demókrata sæmir er stefna hans mun mýkri en stefna Bush en að sama skapi sýna skoðanakannanir að meirihluti Bandaríkjamanna finnst hann ekki trúverðugur stríðsforseti. Kerry virðist svo óspennandi að ekki fannst neinn skandall í pokahorninu hjá honum, hann virðist hafa verið ansi vel upp alinn eða hefur að minnsta kosti falið spor sín mjög vel. Bush er annað hvort elskaður eða hataður af þegnum sínum. Eins og oft áður í sögu landsins á stríðsforseti meiri hliðhollustu fólksins en ella. Stefna Bush hefur hins vegar fallið í ónáð mjög margra Evrópubúa, til að mynda sagði hann landið úr fjölda alþjóðasamninga á fyrsta ári sínu í embætti og hóf svo stríð í Irak án þess að ná samstöðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Efnahagurinn hefur tekið djúpa dýfu í valdatíð hans auk þess sem stríðið í írak hefur gengið mjög illa og mannfall orðið meira en flesta grunaði og ekki sér fyrir endann á því. Hins vegar sjá fylgjendur hans hann sem sterkan leiðtoga og treysta honum til að rétta efnahaginn við og Ralph Nader hefur verið andsvar við flokkunum tveim og þrátt fyrir að hafa fengið lítið fylgi (3%) í síðustu kosningum má færa rök fyrir því að hann hafi komið í vegfyriraðAIGoreynnisíðustu kosningar. Græningjar hafa iðulega „stolið" atkvæðum frá demókrötum og hefðu atkvæði Naders farið til Al Gore væri hann hugsanlega forseti Bandaríkjanna í dag. Nader er andstæðingur stríðsins í írak og er algjörlega á öndverðum meiði við stefnu Bush og Kerrys. Hann er talsmaður friðar, mikill baráttumaður mannréttinda auk þess sem hann er harður umhverfissinni. Nader En hverjir kjósa forseta Bandaríkjanna? 200 milljónir Bandaríkjamanna hafa almennan kosningarrétt en aðeins tæplega helmingur þeirra tók þátt í síðustu forsetakosningum. Hérlendis kusu 88% í síðustu Alþingiskosningum og 63% í síðustu forsetakosningum sem er það lægsta sem gerst hefur í sögu lýðveldisins. Það sem gerir kosningaþátttöku í BNA dræma er meðal annars að það þarf að skrá sig til að geta kosið. Allir íslendingar eldri en 18 ára eru sjálfkrafa skráðir á kjörskrá. Þannig er hægt að færa rök fyrir því að þar sem núverandi forseti var síðast kjörinn með 48% af aðeins helmingi kjósenda að hann hafi verið kjörinn af aðeins 25% kosningabærra Bandaríkjamanna. Algengt er að staða fólks í samfélaginu svo sem menntun, laun, kyn, kynþáttur, trú, búseta og svo framvegis hafi gríðarleg áhrif á hvort kosið er um demókrata eða átti Michael Moore sem bandamann lengi vel og eiga þeir sameiginlegt að gagnrýna valdaníðslu stórfyrirtækja í Bandaríkjunum. Nader á ekki séns á að verða forseti enda telja flestir Bandaríkjamenn hann ekki raunhæfan valkost. En hann hefur þrátt fyrir það möguleika á að hafa mikil áhrif á kosningaúrslitin ef hann nær svipaðri kosningu og koma málunum í írak í gott lag. Þetta eiga margir gagnrýnendur hans erfitt með að skilja og hafa sumir af elstu og virtustu fréttamönnum Hvíta hússins sagt hann lélegasta og vitlausasta forseta í manna minnum. Bush á þann vafasama heiður að haldið er úti fjölmörgum heimasíðum þar sem mismælum hans er haldið til haga. En þrátt fyrir að Bush eigi ekki sín bestu móment fyrir framan skjáinn er hann sagður vera góður í að sannfæra fólk þegar myndavélin er víðs fjarri. En Bush litli hefur ekki alltaf verið vel greiddur skólastrákur. Hann hefur viðurkennt að hafa orðið Bakkusi náinn vinur og haldið hefur verið fram að hann hafið mokað vel í nebbann af kókaíni líka. En hann hefur sagt opinberlega að Billy Graham hinn þekkti sjónvarpspredikari hafi sáð fræi í hjarta hans sem varð til þess að hann tók að breytast til hins betra. Bush varð fyrir trúarlegri vakningu og hætti að dansa við Bakkus, síðan þá hefur hann í fyrra og nær hluta fylgis demókrata líkt og talið er að hann gerði í síðast. Camejo er varaforsetaefni Naders en hann á rætur sínar að rekja til Venesúela. Hann er úr viðskiptalífinu og þekktur fyrir að vera mikill baráttumaður mannréttinda. Um hvað rífast þeir ? Eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum skipta innanríkismál mestu fyrir kjósendur svo sem atvinnumál, efnahagsmál, heilbrigðismál og svo auðvitað skiptir flesta máli hvort lækka eigi skatta eða ekki. Á stríðstímum, sérstaklega þegar fjöldi hermanna fellur á hverjum degi, verða þau mál áberandi í kosningabaráttunni og nú er stríðið í Irak stór þáttur í ágreiningsmálum milli kjósenda. Algengt er þó að þjóðin sé hliðholl forsetanum á stríðstímum og ekki er algengt að honum sé rebúplikana. Sem dæmi um þetta hafa niðurstöður forsetakosninga sýnt að oftast kjósa fleiri konur, fátækir, meðlimiríverkalýðshreyfingum, verkamenn, kaþólikkar, gyðingar, ítalskt ættaðir, slavaættaðir, yngri kjósendur, norður- og austurstranda borgarbúar, og litaðir frekar demókrata. Hins vegar kjósa efnaðir, menntaðir, mótmælendur, yfirmenn, kaupsýslumenn, engilsaxneskt ættaðir, karlmenn og eldri kjósendur, Suðurríkjabúar og íbúar í úthverfum frekar repúblikana. Þetta er þó ekki algilt því til dæmis voru nær jafn margar konur sem kusu Bush og Al Gore í síðustu forsetakosningum. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að George Bush verði áfram forseti Bandaríkjanna. En samkvæmt skoðunakönnunum er hann með um 4-5% meira fylgi en Kerry. En vonin fyrir Kerry er ekki öll úti fyrr en búið er að telja upp úr kjörkössunum. Ef ástandið í írak heldur áfram að versna gæti Kerry unnið á, hins vegar ef svo illa vildi til að önnur hryðjuverkaárás yrði gerð á Bandaríkin fyrir kosningar eða nái Bush að finna blessaðan Osama Bin Laden er nánasttryggt að hann vinni kosningarnar. Fyrir okkur hérna á klakanum skiptir ekki sköpum hvort Kerry eða Bush vinni kosningarnar. Vera varnarliðsins á vellinum er þó líklega tryggari ef Bush vinnur þar sem hann hefur ákveðið að seinka því að draga úr herliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hins vegarer erfitt að spá fyrir því hvaða breytingar Kerry myndi standa fyrir í alþjóðamálum en nokkuð víst er að hann myndi reyna að byggja upp þær brýr sem Bush hefur „brennt" að baki sér við alþjóðasamfélagið. Til langs tíma gæti Kerry unnið upp það traust og virðingu sem mörgum Evrópubúum finnst Bandaríkin ekki eiga skilið undir stjórn Bush. En nú er bara að bíða og sjá hvað verður... Bryndís fsfold Hlöðversdóttir

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.