Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 14

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 14
K r i s t u r Því eldri sem ég verð, þvi sannfærðari verð ég um að trúarbrögð séu óþarfi. Og ekki bara óþarfi, heldur einn mesti ógnvaldur heimsfriðar í dag. Þeir sem láta trúarbrögð stjórna lífi sínu vilja trúa því að allt sem er fallegt sé gert í þeirra nafni. En eins og staðan er í dag, er staðreyndin akkúrat þveröfug. í dag eru trúarbrögð aðallega notuð sem hlífiskjöldur fyrir illvirki. Þannig hefur það kannski alltaf verið? Ég hefði að minnsta kosti líklegast verið brenndur á báli fyrir 400 árum fyrir að skrifa grein eins og þessa. Ekki vegna þess að guð vildi það, heldur vegna þess að sú hugmyndafræði myndi ógna þeim sem vilja stjórna. Nafn Jesú Krists er í dag notað til þess að réttlæta græðgi. í Mið-Austurlöndum spilar ásjóna Jesú Krists svipað hlutverk og sjóræningjafáni. Heittrúaðir múslimar, langþreyttir á stöðugum krossferðum vesturlandabúa síðustu þúsund ár eða svo, sjá sig tilneydda til þess að ráðast á vestræna óargadýrið innan frá, eins og vírus. Halda því þannig skjálfandi af hræðslu. Þegar lifandi verur verða hræddar um líf sitt er stutt í ofbeldi. Undarlegt hvernig trúarbrögð, sem eiga að vera friðsæl í eðli sínu, geta hrint af stað svona miklu hatri. Ástæðan fyrir þessum árekstrum eru mennirnir, ekki trúarskoðanir þeirra. Þarna eru veikar og skaðlegar mannskepnur á ferð sem reyna í blindni að troða trúarsannfæringu sinni upp á aðra. Hvað varð um að bjóða hina kinnina? í stað þess að gera það, ákváð hrædda óargadýrið frekar að rífa hálft andlitið af ógnvaldi sínum. All is full of love? Nei, Björk... ekki alveg ennþá. Það eru nefnilega trúarbrögð í tafli. Það ætti að banna trúboð með lögum. Ef þú aðhyllist trúarbrögð, gott og blessað, en vinsamlegast haltu þeim fyrir sjálfa þig nema að fólk leiti til þín. Maurabúið Jörð Segjum sem svo að þessi greinaskrif mín verði til þess að þið sjáið öll Ijósið og trúarbrögð verði lögð niður í þynnkunni næsta sunnudag. Það þýðir ekki að það sé ekki pláss fyrir guð lengur. Hann sér áfram um sína. Hann þarf ekki mannúldin trúarbrögð, sem eru komin langt yfir síðasta söludag, til þess að starfa. Hann var löngu byrjaður áður en við þróuðum með okkur nægilega mikið vit til þess að byrja að hugsa fyrir hann. Hafið þið einhvern tímann séð og fylgst með maurum? Eða kynnt ykkur hvernig býflugur lifa? Maurar eða býflugur geta ekki hugsað. Lífið bauð þeim bara ekki uppá þann möguleika. Samt, á einhvern óskiljanlegan hátt, veit hver einstaklingur hvert hans hlutverk er. Hann sinnir því, og engu öðru, og hin samlífi þeirra býr til lifandi hlut án lífs... sem er maurabúið sjálft, í tilfelli mauranna. Náttúran velur einhvern veginn hver fær það hlutverk að sækja mat, hver á að grafa göng og hver það er sem fær þann lúxus að stunda hópkynlíf í nokkrar mínútur, bara til þess að verpa eggjum það sem eftir er ævinnar. Æðri máttur mauranna er maurabúið. Deyi maurabúið, þá deyja allir maurarnir. Maurarnir eru blessunarlega lausir við frjálsan vilja og hugsun og er þannig ekki einu sinni gefið tækifæri til þess að efast. Sem betur fer. Þeir fylgja bara sinni eðiisávísun og þeim er borgið, eins lengi og móðir náttúra ákveður ekki eitthvað annað. Það hefur ekki gerst ennþá, svo vitað sé til, að einn maur flæki samlífi mauranna með skilgreiningum á því hver stjórni tilvist þeirra. Þannig er enginn maur sem setur sig í foringjahlutverk og reynir að búa til nýjar leikreglur um hvernig best sé að sinna maurabúinu. Leikreglurnar hafa alltaf verið til, prentaðar inn í kerfi þeirra. Þeir geta aldrei skilið hvað það er sem drífur þá áfram, enda er það ekki þeirra hlutverk. Því miður fáum við á hverjum degi tækifæri til þess að efast. Er það svo galin hugmynd að við séum eins og maurarnir, og að maurabúið okkar sé plánetan Jörð? Er það svo galin hugmynd að hvert okkar sé búið hæfileikum, sem okkur ber að sinna án þess að velta því of mikið fyrir okkur? Eru trúarbrögð þá ekki bara meingallaðar leikreglur samdar af verum sem eru að reyna skilja eitthvað sem þeim er ómögulegt að gera? Við getum ekki skilgreint guð, af því að það er einfaldlega ekki okkar hlutverk. Þannig getum við trúað á æðri mátt, sem nær yfir alla, án þess að skipta okkur í öfgafulla hópa sem reyna að hafa vit fyrir hver öðrum, eins og krakkar í leikskóla. Þar sem krakkarnir keppast við að fá aðra til þess að spila eftir sínum leikreglum. Mannlegar, gallaðar, reglur sem guð kom ekkert nálægt. Eins og hjá maurunum hafa reglurnar alltaf verið til, í eðlisávísun okkar. Við getum alveg eins kallað það samvisku. Enginn maður er heilagur, af því að það er ekki okkar hlutverk. Ekki páfinn í Róm, ekki Jesú Kristur, ekki Múhammeð, ekki Osama bin Laden, ekki Móðir Theresa, ekki Dalai Lhama, ekki forsetinn eða Björgvin Halldórsson. Bara breyskir menn. Fólk sem kúkar og pissar þegar það er ekki að sinna hlutverkum sínum. Það losnar enginn við skítinn. Nokkrir þarna tileinkuðu lífi sínu kærleika sem er ástæða þess að þeir hafa ennþá áhrif í dag. Þeir sem fremja illvirki gleymast fyrr. Trúarbrögð eru pólitík í dag eru trúarbrögð pólitík og hafa kannski alltaf verið. Pólitík er í eðli sínu valdabarátta manna, ekki guða. í græðgi okkar svífumst við svo einskis þegar kemur að mannslífum. í sjálfselsku okkar, og vegna þeirra leikreglna sem okkur er sagt að aðhyllast, er það í góðu lagi að brjóta nokkur egg til þess að búa til omilettu. Bara eins lengi og eggin eru ekki úr okkar eigin hæsnabúi. Pólitík og andleg málefni eru olía og vatn. Við getum ekki stjórnað því sem okkur er æðra, stundum verðum við bara að sætta okkur við það að við fáum ekki að stýra skútunni. Sama hvað við vælum mikið í mömmu og pabba. Þannig virðast trúarbrögð í dag ekkert snúast um andleg málefni. Ég erað minnsta kosti nokkuð viss um að Jesú Kristur hefði ekki látið sér detta það í hug að hætta lífi sínu fyrir olíu með vélbyssu og „Burn, Motherfucker Burn" á fullu blasti í talstöðvarkerfinu. Nafn hans hefur ítrekað verið notað af veikum mönnum til þess að réttlæta illvirki í gegnum mannkynssöguna, og það á líka við núna í tilfelli (raksstríðsins. Ég legg því til að Kristur verði frystur í bili. Sæjonara, nice to know you. Takk, en nei takk. Reynum ekki að skilja hluti sem við getum ekki skilið. Reynum ekki að klína okkar leikreglum á aðra. Þannig verður tilgangur lífsins bara að sinna okkar hlutverki og lifa, reyna að njóta þess og vera þakklátur fyrir tækifærið. Texti: Birgir Örn Steinarsson Þeir sem láta trúarbrögð stjórna lífi sínu vilja trúa því að allt sem er fallegt sé gert í þeirra nafni. En eins og staðan er í dag, er staðreyndin akkúrat þveröfug. í dag eru trúarbrögð aðallega notuð sem hlífiskjöldur fyrir illvirki. au m «(A Au PairíBandaríkjunum Au pair býr hjá fjölskyldu í eitt ár, gætir barna og sinnir léttum heimilisstörfum í 45 tíma á viku. Au pair fær 139 USD á viku í vasa pening og 500 USD í styrk til náms. Au Pair Educare Ert þú 20 ára og með stúdentspróf ? Hefur þú áhuga á að vera félagi barna G ára ogeldri, aðstoða þau við heimanám ogtómstundir 30 tíma á viku. í staðinn færð þú 105 USD á viku í vasapening og 1.000 USD styrk til háskólanáms. Au pairfá einnig: • Fríttfæði og húsnæði • Fríarferðirtil ogfrá Islandi • Tveggja vikna frí með vasapening • 4 daga námskeið við komuna til USA táms. , . x • /'Acif . (J<A i *!//* lJ°Sl' Au Pair Extraordinarie Ert þú leikskólakennari á aldrinum 20-26 ára eða hefur þú 2 ára reynslu af því að vinna á leikskóla. Þú færð 200 USD á viku ívasapeningog 500 USD ístyrktil náms að eigin vali. STUDENTA e it.is BANKASTRÆTI 10 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI 5 6 2 2 3 6 2 - INF0@EXIT.IS - WWW.EXIT.IS KRAFTAVERK

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.