Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 6
Hverju leitar þú helst að í fari kvenna?
Hlýju, útgeislun og jákvæðni...
Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér í sambandi við konur?
Sömu hlutir og fara í taugarnar á mér hjá sjálfum mér, það er þröngsýni, dómharka
og stjórnsemi. En ég reyni að einbeita mér að því sem fer ekki í taugarnar á
mér...
Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver myndir þú vera og af hverju?
Ég væri til í að prófa að vera Snæfríður Sól dóttir mín og fá að sjá lífið i gegnum
augun hennar.
Hvert er átrúnaðargoðið þitt?
Ég gæti til dæmis sagt Bono, því hann er frábær söngvari og tónlistarmaður, og
svo er hann líka að nýta sér vald sitt sem „seleb" til þess að breyta heiminum til
hins betra. Svo er hann líka geðveikt flottur á sviði... stærri en nokkur annar.
Hver er uppáhalds íþróttagreinin þín?
Golf, engin spurning!
Hver er besti maturinn sem þú hefur smakkað?
Ætli það sé ekki jafntefli hjá jólarjúpunum hennar mömmu og BBQ-spare-ribs
sem ég geri sjálfur.
Er eitthvað sem þú skilur ekki í sambandi við konur?
Já það er ansi margt...til dæmis þetta með skóna...hversu mörg skópör getur ein
kona átt?
Við hvað myndir þú helst vilja vinna?
Ég valdi mér nú eiginlega það starf sem mig langaði helst til að vinna við, ég
væri líka til í að vera kvikmyndagerðarmaður og tónlistarmaður...þá geri ég það
bara...
Hvar myndir þú helst vilja búa og af hverju?
Ég er nú bara ánægður með Reykjavík, en ég væri til í að búa í London eða
París, það eru æðislegar borgir og mikið að gerast. Einnig væri ég til í að búa
tímabundið inn á einhverjum glæsilegum golfvelli í Flórída.
Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum, hverju myndir þú breyta?
Ég myndi vilja að þeir sem eiga í erjum í heiminum myndu stoppa aðeins og hlusta
í alvöru á hinn aðilann, og setja sig í spor hans...og myndu svo í framhaldi af því
reyna að finna út lausn á vandamálum sínum sem báðir aðilar gætu sætt sig við,
ekki bara sá sterkari sem neyðir hinn undir sína lausn... það er engin lausn! Það
væri mjög góð byrjun að byrja að hlusta hvor á annan, og vera óhræddur við að
fyrirgefa hinum aðilanum.
Hefur þú einhvern tímann svikið mikilvægt loforð?
Já...því miður...
Hvað er klám fyrir þér?
Ofbeldi og stríð.
Hvað er á döfinni?
Ég er að leika spastískan mann með blettaskalla í kvikmyndinni Bjólfskviðu, svo
er ég að skrifa og leika í nýrri viðbót við eldra jóladagatal Ríkissjónvarpsins, og
er að fara að frumsýna nýtt leikrit í Borgarleikhúsinu, Héra Hérason, auk þess
að vera að leika í þremur leikritum frá síðasta vetri (Chicago, Línu Langsokki og
Belgísku Kongó)...þannig að mér leiðist ekki þessa dagana...
Mvnd: Atli
FAÐIRVORertryllingslegafyndintragfkómedía
sem fjallar um samband þriggja systra við föður
sinn. Verkið er leikið af þeim Arndísi Hrönn,
Elmu Lísu og Þrúði en þær léku síðast saman í
"BEYGLUR MEÐ ÖLLU". Hjálmar Hjálmarsson
bættist síðan í hópinn sem faðirinn. Agnar Jón
Egilsson er leikstjóri en hann var að leikstýra
þáttunum í sumar sem Baltasar framleiddi
fyrir stöð tvö og var aðstoðarleikstjóri í Þetta
er allt að koma.
Við hittum Elmu Lísu og fengum hana til að segja
okkur aðeins betur frá leikritinu.
Um Hvað er leikritið?
Leikritið fjallar um flækt og flókin mannleg
samskipti.
Faðirinn, Tómas Erlingsson, er margverðlaunaður
kvikmyndagerðarmaður.
Hann á dæturnar Rebekku sem er með BA í frönsku
og Rut vídjólistakonu með konu sinni Bertu
Bjarnason Erlingsson verðlaunaarkitekt.
Allt líf systranna hefur meira og minna litast af
frægð föðurins og verkum hans.
Faðirinn deyr mjög snemma í verkinu og þær fara að
rifja upp allskonar hluti og þegar lítt þekkt hálfsystir
þeirra Rakel, sem hann eignaðist í framhjáhaldi og
hefur aldrei viljað viðurkenna, slær óvænt i gegn
með skáldsögu sinni "The Lost Father" er eins og
líf þeirra allra fari úr skorðum. Þetta er svona
systradrama beint upp úr samtímanum þar sem
margar furðulegar og fyndnar persónur koma við
sögu.
Hvernig myndirðu lýsa systrunum?
RebekkasemÞrúðurleikurerbrjálæðislegastjórnsöm
og meðvirk. Allt á að vera fullkomið á yfirborðinu
Frumsýning verður
í Iðnó 23. október.
en síðan er allt í rugli undir niðri, maðurinn að halda
framhjá henni og börnin í tómu tjóni.
Rakel/Arndís Hrönn, miðsystirin er síðan eiginlega
venjulegust af þeim. Hún er búin að skrifa
metsölubókina um týnda föðurinn, fræg líkt og
pabbi þeirra sem gerir hinar systurnar er svolitið
afbrýðissamar út í hana.
Hverju eru þið að vonast eftir að
sýningagestir fái út úr sýningunni?
Þetta er grátbroslegt, fyndið en jafnframt sorglegt
og kaldhæðið. Fólk á eftir að geta speglað sig í
mörgum af þessum karakterum og ef ekki þá getur
það allavega hlegið að þeim.
Þetta verk er mjög ólíkt því sem við vorum að gera
síðast í Beyglunum. Við erum að reyna að fara þá
leið að gera þetta mjög sanna karaktera og ég held
að það geti allir fundið sig í þessum persónum á
einhvern hátt.
Er þessi sýning frábrugðin öðrum?
Hún er náttúrulega frábrugðin öðrum sýningum
að þvt leyti að þetta er nýtt íslenskt samtímaverk
sem er ekki oft á fjölunum í íslensku leikhúsi. Það
er sjálfstæður leikhópur sem að sýningunni stendur
og verkið er skrifað í samvinnu við okkur. Síðan
er útfærslan þannig að við leikum niður á gólfinu
og það er setið allt í kringum okkur. Við leikum
líka öll marga karaktera sem er mjög mikil áskorun
fyrir okkur þar sem við förum aldrei út af sviðinu
en þurfum stöðugt að vera að skipta um karaktera.
Jóhann Freyr danshöfundur vinnur náið með okkur
í hreyfingum og útfærslum á skiptingum þar sem
við geturm ekki farið út af sviðinu. Hann hjálpar
okkur með hreyfingarnar og að koma okkur úr einu
hlutverki í annað.
-HBS-