Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 18

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 18
Þegar ég var að ffjúga heim til fslands eftir stutt frí fyrir nokkrum dögum las ég grein í flugtímaritinu sem fjallaði um það hvað íslendingar fylgdust vel með tísku og að þú fyndir varla þá íslensku konu sem ekki væri klædd samkvæmt nákvæmum leiðbeiningum erlendra hönnuða. Um sannleiksgildi þessara staðhæfinga ætla ég ekki að dæma en þetta varð þó til þess að ég fór að horfa aðeins í kringum mig. Það sem ég tók þá eftir er að íslenskar konur klæða sig allavega ekki eftir vexti. Við konur erum allar mismunandi vaxnar og þó eitthvað sé flott á vinkonu minni þá þarf það ekki að fara mér vel. Margar stelpur, og þar á meðal ég, virðast vera gjarnar á að klæða sig í of litlar stærðir, líkt og þær séu að refsa sér fyrir að vera ekki þvengmjóar með því að troða sér í allt of lítil föt. Að velja föt sem fara þér vel og hampa þínum náttúrulega vexti er nefnilega ekki alltaf jafn auðvelt og margur gæti haldið. Málið er að við erum allar gullfallegar en við eigum mis gott með að koma því á framfæri. Þótt fötin geti hjálpað til þá má ekki gleyma að það sem mestu skiptir er hvernig maður ber sig. Hér með er ég hvorki að halda fram að ég sé vaxin eins og Paris Hilton né að ég sé búin að fullkomna þá list að klæða mig eftir vexti en ég er að gera mitt besta í að fikra mín hænuskref í rétta átt og er eingöngu að miðla minni nýju visku. Stuttar lappir miðað við búk: Ef þú ert með stuttar lappir miðað við búkinn þá skaltu forðast lágar og stuttar buxur. Hvort tveggja styttir lappirnar allverulega. Einnig ætti að forðast víðar hangandi buxúr þar sem klofið er komið niður á hné og einnig uppbrettar buxur. Pils og kjólar ættu ekki að ná níður fyrir hné því það lengir iappirnar. Ef kjóiarnir eða pilsin eru þrengst í mittinu frekar en að sitja á mjöðmunum lengir það einnig iappirnar. Háir hælar gera líka ótrúlega mikið fyrir mann þar sem þeir einfaldlega lengja lappirnar og jafna þannig út hlutföll líkamans. Langar lappir miðað við búk: Þetta virðist kannski ekki vandamál en getur þó verið það. Stelpur svona vaxnar geta verið ánægðar með það að sleppa hælunum þar sem þeir ýkja bara lengd lappanna. Ef maður er svona vaxinn ætti maður að ganga í lágum buxum og forðast pils, kjóla og buxur sem ná upp í mittið og láta þær frekar sitja á mjöðmunum. Einnig er líka sniðugt að ganga í stuttum buxum. Peruvöxtur: Það þýðir að þú fitnar frekar að neðan meðan maginn helst nær spegilsléttur og þú ert með langan búk og styttri lappir. Kosturinn við þennan vöxt er að stelpur svona vaxnar bera það yfirleitt mjög vel að fitna og geta vel borið þó nokkur aukakíló. Konur með þennan vöxt ættu alltaf að forðast að vera í lágum buxum sama hversu mikið þær geta verið í tísku þar sem lágar buxur láta lappirnar líta út fyrir að vera styttri og búkinn lengri. Stelpur svona vaxnar ættu frekar að vera í þröngum og frekar háum buxum. Ef þú ert með komplexa yfir rassinum er tilvalið að fara þá í síða peysu yfir, þar sem peysan líka bætir á þig að ofan og réttir þannig hlutföllin. Ef stelpur eru mjög grannar að ofan er gott að fara í mynstraða boli, jafnvel þverröndótta. Pils fara einnig mjög vel á svona vexti en þá verður að passa að þau nái ekki niður fyrir hné þar sem það aftur lætur lappirnar virðast styttri. Ef stelpur eru með komplexa yfir kálfunum þá er bara að skella sér í stígvél. Það er hægðarleikur núna þar sem það er gott úrval af þeim i nær öllum búðum. Stelpur svona vaxnar geta verið ánægðar í dag þar sem kynbombur eins og J-Lo og Beyonce hafa gert þennan vöxt eftirsóttan. Sleikjóvöxtur: Það þýðir að þú fitnar eiginlega bara að ofan og ert alltaf með tágrannar lappir þótt þú safnir bumbu. Konur með þennan vöxt bera það yfirleitt illa að fitna og geta leyft sér að fitna minna en peru vinkonur sínar. Helsti feillinn sem stelpur svona vaxnar gera er að þær byrja að ganga í pilsum í tíma og ótíma þegar þær fitna til að sýna heiminum sína grönnu leggi. Þetta er mjög vitlaust þar sem þetta dregur einfaldlega athyglina að feitari efrihlutanum sem virðist ekki passa alveg við. Stelpur með þennan vöxt ættu að forðast stutta jakka og peysur og njóta þess frekar að ganga í kápum þar sem kápur fara best stelpum með litlar mjaðmir. Einnig er flott á þeim að vera í síðum peysum. Þegar farið er í pils er best að fara í stígvél við frekar en litla háhælaða bandaskó þar sem þeir draga athyglina að grönnum fótunum. Bandaskórnir geta þó gengið við sum pils en eru alveg bannaðir ef pilsið er púffað eða stendur mikið út. Ef það eru alvarleg bumbuvandræði eru til flottir bolir með svona mussusniði sem hanga þá beinir niðir en eru þröngir yfir brjóstin. Það verður þó að passa sig á því að virðast ekki vera ólétt! Stelpur sem eru með mjög grannan rass ættu líka að forðast að ganga í buxum með enga rassvasa og helst vera í pilsi með rassvösum sem eru úr frekar þykku efni (til dæmis gallapils) frekar en að vera í alveg þunnu þröngu pilsi. Þétta stelpan: Þær eru oftast í tiltöiulega góðum hlutföllum og fitna jafnt og þétt á öllum líkamanum. Þetta getur bæði verið kostur og galli. Kosturinn er sá að þú getur fitnað ansi vel áður en fólk fer að taka eftir því og þú ert með mjög fallegan vöxt þegar þú ert grönn. Gallínn er hins vegar só að þú vext upp úr öllum fötunum á sama tíma og þá er hætt við að þú sért farin að líta út fyrir að ganga í fötum af litlu systur þínni. Stelpur sem fitna svona ættu að forðast lítil föt og passa að kaupa ekki föt sem eru í minni kantinum. Ef þú ert í þykkari kantinum er best að halda sig við fáa liti og dökka til þess að forðast það að líta út eins og leiktæki í Disney. Forðast skal munstraðar flíkur og þá sérstaklega þverrendur. Einnig ætti að forðast að klæða sig í mörgum lögum, það er að segja í bol sem kemur niður fyrir annan bol og í peysu yfir og með uppbrettar buxur og svo framvegis þar sem þetta býr til þverrendur á líkamann og lætur þig virðast lægri og feitari. Háir hælar eru náttúrulega algjört töfratrikk þar sem þeir láta þig virðast lengri og grennri. Ég myndi þó ekki mæla með því að ganga á háum hælum alla daga þar sem það fer illa með bak og fætur en um að gera að eiga nokkur pör til að grípa til þegar maður vill líta vel út. Einnig er hægt að vera á skóm með lágum hæl, til dæmis stígvél, því þótt það virðist ekki mikið þá munar það samt. Ég vona að ég hafi komið að einhverju gagni hér og að sem flestar hafi haft gaman að. Annað sem mig langar að benda á svona rétt í lokin og er beint til ykkar allra, ekki vera með bert á milli nema þú sért Ijósabrúnt módel á Spáni. Gangið í fötum sem ykkur líður vel í og einbeitið ykkur frekar að því að vera í fötum sem passa ykkur vel í staðinn fyrir að rembast við að troða ykkur í litlar stærðir. Texti: Kristín Soffía

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.