Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 36

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 36
ERUFEGRUNARAÐGERÐIR FÁRÁNLEGAR EÐA FRÁBÆRAR? Enginn er fullkominn Þegar fröken Reginalds tilkynnti í ársbyrjun að hún ætlaði sér í allsherjar yfirhalningu fór umræðan í gangsemaldreifyrr. Hvortsem varífjölskylduboðum, á bloggsíðum eða kaffihúsum þá kepptist fólk við að láta skoðanir sínar í Ijós á þann dæmigerða hátt þegar þjóðin fær eitthvað málefni á heilann. Að sjálfsögðu tóku flestirfjölmiðlar líka höndum saman, stúderuðu málið og ræddu fram og aftur, bæði við leikmenn sem og „sérfræðinga". Ónefnt gáfumenni lét á þessum tíma hafa það eftir sér á Rás 1 að „ef þetta væru afleiðingar slyss" þá fyndist honum allt í lagi að láta laga það, en að láta laga eitthvað sem ekki væri í ólagi væri mjög siðferðislega rangt. Einstaklega „politically correct" sá maður. Hans skoðun er þá kannski líka sú að tannréttingar séu óþarfar svo lengi sem hægt sé að tyggja og að allir ættu að vera glaðir yfir Megasareyrunum sínum því þau gera mann bara meira spes? Eftir rosa upphitun í morgunsjónvarpsþætti bremsaði landlæknir fröken Reginalds af og bannaði læknunum sem ætluðu að vinna í henni fái sér göt í eyrun en um leið og gatið er komið í einhverja aðra skinntutlu þá er það skyndilega allt annað mál og tilefni til hneykslunar eða jafnvel uppsagnar frá vinnu. Að fá sér gat í eyrað er minniháttar aðgerð en aðgerð engu að síður og eftir aðgerðina er manneskjan komin með aðskotahlut í líkamann líkt og þegar hún fær sér sílikon í brjóstin eða þegar stálpinni er settur í bein til að rétta brotinn fót. I okkar menningarheimi eru margir sammála um að Guðrún megi rústa nefinu á sér (sem var Ijótt fyrir) í slysi og láta svo breyta því eftir eigin hugmyndum um hvað sé fallegt, en ef hún vill bara láta breyta sér til að gera sig flottari í eigin augum og annarra, þá er hún fyrir þessu sama fólki, sorglegt fórnarlamb fegurðaráróðurs eftir því sem margir halda fram. Merkilegt ekki satt? Á Burma þykir það mikið og fínt stöðutákn þegar konur eru með svona tuttugu gullhringi utan um hálsinn til að hann sé sem lengstur. Langur háls er fyrir þeim fegurðar- og stöðutákn líkt og Gucci sólgleraugu, Prada skór og Mercedes Benz bifreiðar eru fyrir okkur. Kona með langan gullháls í Burma þykir þar álíka flott og vel póleruð Gucci gella sem situr með litla putta út í loftið og drekkur cappucino á Sólon. Engum dettur í hug að gagnrýna hálslöngu gíraffakonurnar í Burma fyrir þetta uppátæki, hvað þá líta á þær sem fórnarlömb áróðurs. Okkur finnst þetta bara skrítið og ekki mikið meira en það. Eins höfum við frá barnæsku furðað okkur á þessum ættbálkum í Afríku sem gleðja fegurðarskyn sitt og annarra með því að strekkja neðri vörina eins langt niður hökuna og hægt er. Helst niður að geirvörtum. Þau smella líka beini í gegnum nefið og tosa eyrnasneplana niður að öxlum. Þetta þykir þeim bara rosa flott. Því lengri sneplar, því betra! í Japan var siður karlmanna að láta græða perlur undir forhúðina til að vera með fínna typpi og gleðja spúsurnar undir dúnsænginni. Hér í okkar vestræna heimi láta konur sílikon í brjóstin á sér og menn láta taka í burtu bauga undir augum. Allt eru þetta svaka aðgerðir sem fólk gengur í gegnum til að breyta þjóðfélagsstöðu sinni og/eða verða soldið sætari og flottari í eigin augum og annarra. Og er það ekki Misjafn siður í hverju landi Það er samt misjafnt hvernig litið er á þessar aðgerðir í okkar vestrænu veröld. Kona með langan gullliáls í Burma þykir þar álíka flott og vel póleruð Gucci gella sem situr með litla putta át í loftið og drekkur cappucino á Sólon að gera það fyrir framan alþjóð. Það hefði flokkast undir auglýsingu og læknar á íslandi mega ekki auglýsa þjónustu sína og „afurðir" frekar en bjór og sígarettuheildsalar. Reginalds hvarf um tíma og enginn vissi almennilega hvað planið væri en svo spratt hún aftur fram eins og nýbónaður álfur út úr hól; kominn með baugalaus augu, hærri brúnir og bústnari barm. Spurningin er: Hefði Reginalds virkilega þurft að lenda í slysi til að afsaka þessar aðgerðir? Og þarf yfirleitt afsakanir til að réttlæta það að hún, eða hver sem er, smelli sér í aðgerðir af þessum toga? Er ekki nóg að eiga sinn líkama og ráða hvað mann langar til að gera við hann án þess að einhverjir loðnir spekúlantar í mussum patróníseri það og klíni upp einhverjum siðferðislegum tyggjóklessum sem eru byggðar á því hvernig við „eigum" að vera og hvernig okkur „á" að líða og að við „eigum" ekki að láta útlitið skipta okkur svona miklu máli? Útlit skiptir alla máli. Við elskum öll fallegt fólk, eða það sem við álítum fallegt fólk. Þetta skiptir okkur mismiklu máli reyndar, en köttum krappið, það skiptir máli og um það skal fjallað í þessari grein. Flest það sem fólk gerir til að líta betur út er samþykkt af fjöldanum svo lengi sem fegurðarstaðallinn er sá sami því fegurð, líkt og húðin á okkur, er mjög teygjanlegt fyrirbæri. Það fer allt eftir því hvar á plánetunni við erum stödd og í hvaða tíma. Aðfásértattúflokkasttildæmisundirfegrunaraðgerð fyrir mörgum einstaklingum, ættbálkum og þjóðum. Það sama má segja um andlitsfarðanir, hárlitun og fleira. Hér í okkar vestræna heimi er til dæmis vandfundin sú manneskja sem hefur eitthvað á móti því að fólk bara sætt? Er ekki bara gaman að gera heiminn sætari, hvernig sem skilgreiningin á „sætari" er. í Bandaríkjunum, og þá sérstaklega Los Angeles og víðar í Kaliforníu, þykja lýtaaðgerðir sjálfsagðar og margar konur og karlar fara hreinlega reglubundið til lýtalæknis til að láta breyta hinu og þessu við útlitið. Sumt fólk er meira að segja orðið háð svona aðgerðum. Það er kannski ekkert eftir til að breyta á öllum líkamanum, en samt finnst þeim eins og það megi endilega gera meira. Michael Jackson er gott dæmi um Kaliforníubúa sem gekk full langt i þessari fíkn og flest erum við sammála um að hann hafi fyrir löngu farið yfir mörkin sem skilja á milli fegurðar og ófrýnileika, enda er hann hálf ójarðneskur i útliti núna og minnir helst á skoffin eða Picasso málverk. Þó ber að hafa það hugfast að þó að flestum þyki hann ekki lengur sætur, þá hefur hann sjálfur sagt að nú sé hann sáttur við útlit sitt og það hlýtur að vera það sem skiptir mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft og tæmt er úr töskunni. I Los Angeles kostar mikið meira að fara í svona aðgerðir en hérna á íslandi og þar eru ummerki um aðgerðir, líkt og í Burma, merki um það að manneskjan eigi mikla peninga og geti þar með leyft sér slíkan munað. Ummerki eftirvissa lýtalækna geta líka verið stöðutákn en sumir þeirra leggja sig fram við að skilja eftir sig persónulegt handbragð. Dr. Mann, vinsæll lýtalæknir í Los Angeles, telur sig t.d. hafa reiknað út hið fullkomna andlit og máli sínu til stuðnings ber hann útreikningana saman við andlitið á Grace Kelly sem smellpassar við formúluna. Afrakstur aðgerða hans er sá að allar konur sem til hans fara koma út með keimlík andlit, en þau er vel strekkt, með háum kinnbeinum, beinu nefi og þykkum vörum. Reyndar er þetta útlit frekar vinsælt í Los Angeles og ef einhver er ekki alveg með það á hreinu um hvað verið er að tala þá er bara að kíkja á mynd af leik- og söngkonunni Cher, en hún var með

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.