Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 17

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 17
að nafni sem næði yfir það harðasta og sterkasta sem til væri í heiminum og hafi því sokkið sér ofan í ofurhetjusögurnar. Eina efnið sem Superman réð ekki við var Kryptonite sem var stytt í Crip. Gengið var fljótt að afla sér vinsælda, þar sem það var eitt stærsta, sterkasta og hættulegasta á svæðinu. Þó að upprunalega hafi ætlun Tookie og Washington ekki verið að stofna glæpahring þá voru þeir ekki nema tvö ár að afla sér það orðspor að vera vægðarlausir glæpamenn sem réðust á og rændu saklausan almenning á götunum. Fleiri og fleiri ungmenni gengu til liðs við Tookie og félaga og starfsemin var fljót að dreifast og skipta sér víða og mynda nýjar og nýjar klíkur. Talað var um „Crip- maníu" sem væri að dreifast eins og sinueldur um skólana í suðurhluta LA með tilheyrandi bardögum og ofbeldi. Það eru LA's Rollin 60's Crips, Watts ' Grape Street Crips, Long Beach 's Insane Crips, South Side Compton Crips, Hoover Crips, East Coast Crips, Hard Time Hustler Crip og School Yard Crips, svo nokkur séu nefnd. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar stækkuðu umsvif Crips gífurlega og virðingin jókst samkvæmt því. Á þessum tíma var gengið í hápunkti en Washington var þó drepinn í götubardaga árið 1979 og Tookie dæmdur í fangelsi árið 1981 fyrir fjögur morð. Hann situr enn á dauðadeildinni í San Quentin fangelsinu. Þar sem gengið var orðið svo stórt gat starfsemin auðveldlega haldið áfram þó svo að stofnendur þess væru horfnir og nú eru rúmlega 200 Crips gengi starfandi í LA einni saman. BLOODS Það voru ekki allir sáttir við þróunina í LA. Þegar nokkrir meðlimis Piru gengisins í Sentennial High School féllu fyrir Cripsmeðlimum árið 1973 tóku þeir ásamt nokkrum minni gengjum sig saman og mynduðu bandalag gegn Crips sem fékk nafnið Bloods. Nafnið er stytting á setningunni: Blood Love Overcomes Our Depressions, en Blood klíkurnar ganga líka stundum undir nafninu Piru. Stríð þessara tveggja hópu urðu miðpunkturinn í allri gengjastarfseminni í LA þar sem einskis var svifist til þess að „dissa" óvinina og auka virðingu og orðspor eigin gengis. Bloods gengin hafa ekki síður dreift sér um og finnast í flestum stórborgum Bandaríkjanna og víðar. Það eru Nine Trey Gangsta Bloods, Miller Gangsta Bloods, Young Bloods, Valentine Bloods, Mad Dog Bloods, 135 Piru, One Eight Trey Bloods, Blood Stone Pirus, Mad Stone Bloods, Gangsta Killer Bloods, Rollin 20s NeighborHood Blood, Compton's Piru Bloods og mörg, mörg fleiri. SKIPTING HÓPANNA Aldursbil meðlimanna er stórt, allt frá 6 ára upp í 35 ára. Þessir meðlimir skiptast síðan í hópa, eftir aldri og valdahlutföllum: ORIGINAL GANGSTERS: Kallaðir: „OG's". Þeir eru yfirleitt stofnendur gengjanna og um leið valdamestu mennirnir innan þess. Þeir sjá ekki um dagleg skítverk, heldur hafa hóp af öðrum til þess en sjá um að skipuleggja eiturlyfjasöluna. Hægt er að vinna sig upp í að vera OG með því að fremja alveg sérstaklega hrottalegan glæp eða hafa setið í fangelsi fyrir glæpi tengda gengjastarfseminni. GANGSTERS: Kallaðir: „G's". Þeir eru yfirleitt yngri (14-17 ára) en OG's en eru meginstoðirnar í gengjunum, sjá um skipulagningu á starfseminni og fylgjast með yngri dópsölunum. Þeir sjá yfirleitt um helstu glæpastarfsemina og „drive-by" skotbardagana. BABY GANGSTERS: Kallaðir „BG's" en þeir eru á aldrinum 9-13 ára. Þeir eru gjarnan notaðir sem senditíkur eða til að merkja svæði með graffi gengisins. Þeir reyna að vinna sig upp í metorðastiganum með því að ráðast á og jafnvel drepa meðlimi úr óvinagengjunum eða saklaus fórnarlömb. Slíkt er að verða mikið vandamál í Bandaríkjunum þar sem þessir Baby Gangsters eru svo ungir að erfiðara er að dæma þá í almennum dómstólum. TINY GANGSTER: eða „TG's" eru síðan yngstu meðlimirnir, 6-9 ára. Þeir starfa einnig yfirleitt sem senditíkur og stundum notaðir til að geyma dóp. EINKENNI Ýmis tákn og önnur einkenni eru mikilvæg fyrir gengjakúltúrinn. Oft er hægt að þekkja gengismeðlimi á ákveðnum litum á fötunum, skartgripum, klútum, skóreimum eða beltum og tattúum sem bæði eru notuð til aðgreiningar og að sýna tryggð við aðra meðlimi. Slík tíska hófst strax í byrjun 19. aldar og talað var um „gang colors". Margir krakkar eru farnir að klæða sig eins og „homeboys" þó að þeir séu ekki hluti af gengi þar sem þeir telja það svo cool og er það líklega ímynd mikið til komin úr bíómyndunum og rappheiminum þar sem líf gangstersins hefur fengið meiri glamúr en raunverulega er. Þetta getur því miður leitt til þess að þessir krakkar eru drepnir vegna mistaka. LITIR Flest gengi hafa einhvern ákveðinn lit til þess að einkenna sig og það getur kostað þig lífið að vera í vitlausum lit á vitlausu svæði. Crips meðlimir ganga til að mynda í bláu og nota yfirleitt bláan klút til að einkenna sig en litur Blood er hins vegar rauður. Rauðir klútar og /eða rauðir íþróttagallar og þá helst með merkjum Chicago Bulls körfuboltaliðsins. Upphaflega var auðvelt að þekkja gengjameðlimi á þessum mismunandi litum, en slíkt er mun óalgengara í dag, einmitt vegna þess að það auðveldaði löggunni að hafa uppi á meðlimunum. [ATTÚ Tattúin gegna mikilvægu hlutverki af nokkrum ástæðum. í fyrsta lagi merkirfjöldi tattúa hversu oft meðlimurinn hefur setið í fangelsi. Tattúin eru þá einhver tákn sem gengið hefur ákveðið eða merki eins og dropi undir auganu eða köngulóarvefur sem tákna fangelsisvist. í öðru lagi eru tattúin notuð við vígsluathafnir. Þá er nafn gengisins brennt stórum stöfum á nýja meðliminn þannig að aðrir geti séð hvaða hópi hann tilheyrir. Gallinn við þetta er að það auðveldar óhjákvæmilega lögreglumönnum og öðrum yfirvöldum að tengja glæpamennina við ákveðin gengi og eiturlyfjahringi. Crips meðlimir ganga því sjaldan með tattú en nota graffití frekar til þess að einkenna glæpastarfsemina sína. Bloods meðlimi er þó hægt að þekkja á tveimur punktum yfir einum punkti sem á að „repprísenta" loppuna á hundi, en Blood meðlimir kalla sig „dogs." I þriðja lagi tattúa gangsterarnir götunöfnin sín á sig og ýmis önnur tákn sem einkenna einstaka klíkur. HANDAMERKI Handamerkin eru notuð til þess að eiga samskipti við aðra meðlimi og til þess að ögra öðrum klíkum og lögreglumönnum. Það er í raun hægt að segja að sérstakt tungumál, í formi handamerkja, hafi myndast á götunum. Mörg gengi hafa búið til tákn fyrir hvern einasta staf stafrófsins og geta því talað saman og tjáð sig um þær hættur sem steðjar að án þess að nokkur annar skilji. Einnig nota þeir handamerkin til þess að sýna hvaða gengi þeir tilheyra og sýna vanvirðingu við aðra hópa. Þá er talað um að „flassa" merkjunum. GRAFFÍTÍ Graffið er notað til að merkja ákveðin svæði, auglýsa gengið og til að ögra öðrum gengjum, þá til dæmis með því að spreyja nafn Blood á svæði þar sem Crips ráða ríkjum. Slík vanvirðing getur þýtt dauða fyrir þann sem spreyjar, sem eru yfirleitt yngstu meðlimir hópanna. GÖTUNÖFN Gælunöfn skipta gífurlegu máli, þvi enginn vill láta skírnarnafnið sitt í Ijós. Yfirleitt þekkja meðlimirnir ekki raunveruleg nöfn hinna. Gælunöfnin gefa oft persónuleika viðkomandi í Ijós eins og til dæmis C-Bone, T-Loc eða Mad-Dog. Margir tattúa svo gælunafnið á sig. Ýmsar reglur gilda á milli Bloods og Crips hvað þetta varðar. Crips meðlimir nota til að mynda ekki bókstafinn B og Blood ekki bókstafinn C. AÐ KOMAST INN ER AUÐVELDARA EN ÚT! Gangsterarnir koma úr ýmsum áttum og mismunandi þjóðfélagsstigum. Mikill þrýstingur og hræðsla er oft ein af ástæðunum fyrir því að ganga til liðs við gengi, en eins ef fjölskyldumeðlimur er nú þegar meðlimur. Eins og í mörgum hópum fer fram ákveðin vígluathöfn til þess að fá að vera með. Þetta er þó ekkert í líkingu við busavíglur og ógeðisát heldur hard kor barsmíðar í ákveðið margar mínútur, vopnað rán, „drive by", ráðast á eitthvað saklaust fórnarlamb, nauðgun eða jafnvel verra. Þú þarft að sýna hvað í þér býr, styrk og fullkomna tryggð. Gengismeðlimir tala þá oft um „Blood in - Blood out" í þeirri merkingu að annað hvort þarf að úthella þínu blóði eða þú þarft að drepa einhvern. Stelpur ganga í gegnum öðruvísi vígsluathöfn, en þær þurfa þá að sofa hjá mörgum meðlimum gengisins eða hjá einhverjum sem vitað er að sé HIV smitaður! Óhjákvæmilega nær lögreglan einhverjum meðlimum og lokar þá á bak við lás og slá. Þá er þó sagan ekki öll því að nú hafa meðlimirnir fært gengjastarfsemina inn fyrir fangelsisveggina þar sem meðlimir sömu gengja halda sig saman. Hjá mörgum kemur þó sá tími að þeir vilja losna, komast út úr þessu niðurbrjótandi eiturlyfja/glæpalíferni, en það er enginn hægðarleikur að komast út úr genginu. Áður fyrr var hægt að flytja frá borginni, en nú er starfsemin orðin svo veigamikil að gengin finnast í um 90% allra stórra eða meðalstórra borga Bandaríkjanna. Ég rakst á spjallsíðu á netinu þar sem ungir strákar voru að tjá sig um lífið sem gangster og ekki voru allir eins hrifnir. Einn strákur skrifaði: Ðwell i've been a blood for 8 yrs 5star general NTG 031 KnOwLeGe, honestly i want out, but i have no choice" og annar 13 ára tók undir og sagðist hafa verið meðlimur í East Side Bloods í sex ár. Fjölskylda hans og vinir eru meðlimir og því veit hann ekki hvernig hann á að komast út. Yfirleitt er það ekki hægt nema að láta lífið því að barsmíðarnar eru margfalt verri en við vígsluathöfnina. Það er litið á slíkt sem svik, og svik eru ekki fyrirgefin! ENGINN FRIÐUR í NÁND Tookie, stofnandi Crips gengisins, er eins og áður sagði að afplána dóm sinn á dauðadeildinni. Eftir að hafa setið í fangelsinu fór hann að sjá villu síns vegar og hefur eytt tímanum sínum í að skrifa bækur um hætturnar og hryllinginn sem felast í gangsteralífinu og tillögur um farsælan endi í stríðinu sem hefur að hans mati staðið allt, allt of lengi. Fyrir friðartilraunir sínar var hann tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna. Einnig er búið að gera kvikmynd um líf hans, „Redemtion" sem sýnd var á Cannes. Þrátt fyrir þessar tilraunir hans eru morð og átök enn hluti af daglega lífinu á götunni og fjöldi Blood og Crips gengjanna aukist stöðugt, þau orðin mun skipulagðari en áður og byssurnar fleiri og fjölbreyttari. ORÐAFORÐI að skjóta einhvern lítið gengi að „dissa", sýna vanvirðingu gengismeðlimur að lemja virðing innrás á óvínasvæðí | að skjóta einhvern | sá sem þykist vera gangster sem hefur öðlast mikla virðingu innan gengisins hard-kor gangster fake-ass gangster pimping hoes daily, sá sem er alltaf með gellum „chilling while relaxing" ■HHH Löggan Fullt af peningum Bless EmhjKBtsem «r eaol Að Ijúga B.M.W Hvitur maður Stelpa ínnan gengísins sem geymir vopn og dóp Dópdíll Demonstration Gengjabardagi i r E

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.