Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 33

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 33
Spánn Gífurlega mannskæð hryðjuverkaárás var gerð í Madrid 11. mars 2004 þar sem um 200 saklausir borgarar létu : lífið og mörg hundruð særðust. Grunur lék á að ETA, , aðskilnaðarhreyfing Baska á Spáni, hafi staðið fyrir árásunum, en talið er að þeir hafi myrt um 800 manns í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki síðustu 35 árin. Síðar kom í Ijós að íslamskir öfgamenn hafi borið ábyrgðina. Xrak Ráðist var inn í írak 19. mars 2003 og stóð stríðið formlega fram í maí. Eftir það hefur ógnarástand ríkt í landinu. Þrátt fyrir að Saddam hafi verið steypt af stóli sér ekki fyrir endann á árásum, ránum og morðum á saklausum borgurum, hermönnum og uppreisnarmönnum. Ástandið er vægast sagt hörmulegt. Enn berjast uppreisnarmenn gegn bráðabirgðastjórninni, Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í írak í götubardögum og með bílasprengjum. Til að mynda féllu rúm hundrað manns í Samarra, þar sem sunnímúslimar ráða ríkjum, á tveimur dögum í september, en bardagar eru einnig tiðir í Bagdad, Falluja og Nadjaf. Rússland Um 336 manns létust og 400 slösuðust, mestmegnis börn, í gíslatöku í barnaskóla í Beslan í byrjun september. Uppreisnarmenn Tétsena báru ábyrgð á blóðbaðinu en stöðugar erjur hafa verið á milli Tétsena og stjórnvalda í Rússlandi. Minnti þetta óneitanlega á þegar tétsneskir vígamenn tóku hundruði manna í gíslingu í leikhúsi í Moskvu. Tétsenar, sem eru íslamstrúar, krefjast fulls sjálfstæðis Tétsníu frá Rússlandi og vilja stofna múslimskt ríki á Kákasussvæðinu og hafa barist fyrir því í marga tugi ára, en stjórnvöld i landinu eru ekki á því máli. Hermenn stjórnarinnar hafa sjálfir framið gífurleg brot gegn íbúum Tétsniu og uppreisnarmönnum þar, morð, pyntingar og nauðganir á mönnum, börnum og konum og fjölmargir hafa látið lífið úr báðum liðum. Gífurlega mikilvægt er að koma á sáttum þannig að hryðjuverkaárásum linni og tala fallinna borgara fari ekki enn hækkandi. 'X Kambódía Kambódía er eitt af fátækustu löndum heims þar sem rúmlega 13 milljónir manna búa í stöðugum ótta við borgarastríð, efnahagshrun, lélegt lagakerfi og matarskort. Á tímum ógnarstjórnar Pols Pot og kommúnísku skæruliðahreyfingar hans, Rauðu kmeranna, árin 1975-1979 var fólkið i landinu kúgað og gjörbyltu þeir þjóðfélaginu í tilraun sinni við að byggja upp ríki í anda Maóisma. Talið er að þeir hafi útrýmt um 2 milljónum íbúa, en mun fleiri létu lífið úr hungri, efnahagurinn splundraðist, íbúarnir sendir nauðugir út á akrana að vinna langa og erfiða vinnudaga, öll erlend áhrif voru fordæmd, svo sem sjónvarpsstöðvar, dagblöð og útlendingar, menntakerfið lagt niður og menntamenn drepnir og öll fjárhagsleg aðstoð frá erlendum ríkjum var bönnuð, þó svo að landið og íbúar þess sárþörfnuðust þess. Stöðugar skærur voru í landinu frá því að Víetnamgerði innrásárið 1978 til þessað bola Rauðu kmerunum burt, en þrátt fyrir að unnið hafi verið að endurreisn í um 25 ár er landið enn í rúst. Á hverju ári deyja rúmlega 60.000 börn undir fimm ára aldri úr næringarskorti og sjúkdómum sökum vatnsskorts og annarra veikinda. Verslun með konur og börn til kynlífsþrælkunar er stjórnlaus og oft studd af lögreglumönnum eða ríkisstarfsmönnum og yfir 30.000 manns hafa slasast eða látist af völdum jarðsprengja. Búrúndi Borgarastríð milli stjórnarhers Tútsa og skæruliðahreyfinga Hútúa hefur geisað frá árinu 1993, þegar iVlelchoir Ndadaye forseti var myrtur af hermönnum úr liði Tútsá. Tútsar, sem fara með yfirráð í landinu en eru þó minnihluti íbúa landsins og Hútúar sem sætta sig ekki við gang mála háfa verið andstæðingar allt frá 15. öld. Hútúar hafa oft reynt að gera uppreisn og styrjöldin geysar enn þar sem rúmlega hundruðir þúsunda hafa látið lífið, mun fleiri særst, og konum oé( börnum nauðgað. Gífurlegt alnæmisvandamál, matarskortur og hrikalegt heilbrigðiskerfi hjálpar ekki til í þesssu fátæka og óstöðuga ríki. Reynt hefur verið að koma á friði en stöðug átök hafa geisað og hafa þúsundir manna þurft að flýja heimili sín og mörg hundruð þúsund lifa sem flóttamenn í nágrannaríkjunum. Mikill órói rikir ennþá og ekki bætti fjöldamorð á 160 flóttamönnum kongóskra Tútsa í Búrúndi í ágúst á þessu ári ástandið og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að stríð gæti brotist út. Afganistan Hrikalegar hörmungar hafa dunið yfir Afganistan í tugi ára. Ástandið var sérlega slæmt undir ógnarstjórn Talíbana frá því að þeir tóku yfir öll völd árið 1996 eftir blóðugt borgarastríð við Mújahedína sem áður höfðu barist gegn Sovétmönnum í landinu. Innrás Bandaríkjamanna og bandamanna í október 2001 vegna stríðsins gegn hryðjuverkum náði að hrekja Talíbana frá völdum en í stríðinu féllu þó tæplega 4.000 almennir borgarar, þorp voru eyðilögð í loftárásum og fólk missti heimili sín og ástvini. I einni misheppnaðri árásinni dóu til að mynda 48 afganskir brúökaupsgestir og 117 særðust. Mun fleiri hafa látið lifið eftir að stríðinu formlega lauk, í almennum skærum, úr sjúkdómum og vannæringu. Gífurlega erfið uppbygging blasti við eftir að stríðinu lauk og eru stjórnvöld í landinu ófær um að sjá um hana á eigin spýtur sem gerir landið mjög óstöðugt. Skæruhernaður uppreisnarmanna í landinu tekur engan endi, þá sérstaklega í Kabúl, og berjast þeir við hermenn Bandaríkjanna og bandalagsríkja og ráðast á, ræna og drepa friðargæsluliða sem starfa í landinu, drepa almenna borgara, kveikja í skólum og nauðga konum og börnum. Talíbanar hafa heitið stríði gegn kosningum í landinu og allri lýðræðisþróun og hafa árásirnar því aukist þar í landi. Sri Lanka I Sri Lanka hefur geisað borgarastríð á milli stjórnarhersins, sem flestir eru búddatrúar, og skæruliðahreyfingar Tamíl-tígra (LTTE), sem eru hindúar. Tamilar eru minnihlutahópur sem hefur barist fyrir sjálfstæðu ríki á eyjunni í tvo áratugi með tilheyrandi sjálfsmorðsárásum og ofbeldisverkum. Samið var um vopnahlé árið 2002 og vonir um endi á þessari blóðugu borgarastyrjöld virtust í höfn og ástandið hefur vissulega batnað. Á þessu ári hefur friðurinn þó staðið á bláþræði, í júlí á þessu ári var framin sjálfsmorðsárás í höfuðborginni Colombo, þar sem fimm manns létust. Fleiri hafa verið myrtir í kjölfarið og stríð gæti brotist út hvað úr hverju. Allt er morandi f jarðsprengjum, verðbólga og atvinnuleysi hrjáir íbúana og Tamíl-tígrarnir keppast við að stela börnum til þess að berjast í skæruliðahreyfingum Súdan I Súdan, sem er stærsta Afríkuríkið hefur ríkt algjört neyðarástand, þá sérstaklega í Darfur-héraði í vesturhluta landsins. Átök hafa blossað upp í áratugi vegna skiptingar landsins, en nú hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst ástandinu þar sem verstu mannúðarmálum heimsins í dag þar sem svörtum kristnum íbúum er misþyrmt og hreinlega útrýmt af samtökunum Janjaweed sem eru súdanskir múslimarsem vilja að íslam sé þjóðartrú landsins. Milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og hafast við í flóttamannabúðum og tæpar tvær milljónir óbreyttra borgara hafa fallið. Alþjóðaheil brigðismálastofnunin gaf út þá yfirlýsingu i september að um 10.000 borgarar deyi i hverjum mánuði í Darfur og sú tala fari ekki minnkandi ef ekkertverðuraðgert. Stöðugar árásir eru gerðar á flóttamannabúðirnar, konum og börnum er nauðgað og fólk jafnvel brennt lifandi. Reynt hefur verið að koma á vopnahléi uppreisnarmanna en það er mjög óstöðugt og á engan hétt hægt að treysta á að árásunum linni.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.