Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 45

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 45
hratt og mögulegt var. Það gefur að skilja að þegar maður kemst ekki lengra frá lestinni heldur en einn metra er gríðarlega flókið að halda öllum línum beinum og halda sjónarhorninu réttu í myndskreytingunum. Verkið sjálft sá enginn í heild sinni fyrr en lestinn rann út á teinana í morgunsárið. Á hverjum degi söfnuðust menn saman fyrir neðan teinanna þar sem lestarnar gengu á upphækkuðum teinum í Queens og Bronx og skoðuðu hvað aðrir höfðu verið að gera um nóttina. Sum verkin misheppnuðust, önnur breyttu algerlega gangi mála í graffinu. Nýjungarnar og straumhvörfin gerðust hratt á þessum tíma. Og á hverjum morgni þegar lestarnar gengu um borgina var einhver sem taldi sig geta gert betur og hóf að mála graffiti. Samfélagið stækkaði með hverjum deginum. Menn af öllum þjóðernisbrotum i mismunandi hverfum borgarinnar höfðu nú eitthvað sameiginlegt. Þeir gátu hist, borið saman skissur og Ijósmyndir og skipst á stríðssögum úr lestargörðunum. Það voru auðvitað líka ýmis illindi í gangi. Þegar svo margir voru um hituna urðu menn að standa vörð um sín svæði. Graffari sem hætti sér inn á lestarsvæði í öðru hverfi en sínu eigin mátti eiga það á hættu að vera lúbarinn og/eða að missa alla málninguna sína í hendur samkeppnisaðilans. Þótt að þessi hætta væri til staðar voru margir sem bentu réttilega á að þeir unglingar sem aðhylltust betur. Þekktir listamenn eins og Dondi, Mare, Seen og Cap tala opinskátt um tilveru sína og daglegt líf sem listamenn sem eiga undir högg að sækja. Þessi aukna athygli á leiddi af sér enn meiri áhuga ungs fólks á graffiti (og þá sérstaklega í Evrópu) en um leið meiri þrýsting frá almenningi á stjórnvöld til að eyða graffitifaraldrinum. Árin til 1985 voru síðustu góðu árin fyrir graffiti listamenn sem herjuðu á lestarnar. Það var aðeins tímaspursmál hvenær myndlistarheimurinn tæki graffiti listamenn upp á arma sína. Graffiti listamenn skiptu margir hverjir út lestum fyrir striga og seldu grimmt af graffi í galleríum. Fab 5 Freddy hélt einkasýningar i Róm og graffiti listamenn voru skyndilega farnir að ferðast heimshornanna á milli og voru hylltir sem hetjur af trylltum aðdáendum. Loksins búnir að meika það. Tveir graffiti listamenn komust alla leið og urðu skærustu stjörnur myndlistarheimsins. Þessir dauðadæmdu listamenn voru Keith Haring og Jean-Michel Basquiat. Fólk var farið að kannast við barnalegu teikningarnar sem voru út um allt í lestarstöðvunum. Oftast voru það hundar, stundum börn að skríða, en alltaf voru teikningarnar skemmtilegar og fyndnar. Þegar Keith Haring flutti til New York frá einhverju krummaskuði úti í sveit varð hann strax ástfanginn af graffiti. Hann fl meöon oðrir voru oð skjóto fólk ó götunni voru þessir krokkor oð útkljó sín mól með úðobrúso 09 donssporin ein oð vopni. €ngu oð síður vor somkeppnin hörð 09 þær orrustur sem hóðor voru ó milli groffiti listomonnonno gófu of sér sífellt stærri 09 villtori verk hip-hop menningunni væru skömminni skárri en aðrir glæpamenn götunnar. Á meðan aðrir voru að skjóta fólk á götunni voru þessir krakkar að útkljá sín mál með úðabrúsa og danssporin ein að vopni. Engu að síður var samkeppnin hörð og þær orrustur sem háðar voru á milli graffiti listamannanna gáfu af sér sífellt stærri og villtari verk. Þegar færnin og hugmyndaflugið jókst fóru menn að gera tilraunir með letur og form stafanna. Menn fóru að tengja stafina saman með pílum og tengingum og sífellt erfiðara var fyrir „almúgann" að skilja nöfnin á verkunum. Þaðsem graffiti listamennirnir þurftu að sætta sig við var að list þeirra var ekki gerð í þökk samborgaranna. Það var daglegt brauð að verk sem voru varla vikugömul voru þvegin af lestum eða að málað var yfir verk á veggjum. Það sem mönnum þótti í raun verra var þegar verk þeirra voru skemmd af kollegum þeirra. „Bombur" eru lítil verk sem graffiti listamenn henda upp í skyndi. Oftast bara nafnið þeirra með feitum blöðrustöfum, fyllt með einum lit, oftast hvítum eða silfurlituðum og dökk útlína. það var gjarnan litið hornauga þegar menn gerðu lítið annað en að fleygja upp bombum. Það var auðvelt, ódýrt og kostaði litla fyrirhöfn eða hættu á að vera gómaður. Það var því ekkert grin að vera Cap, sem stundaði það að setja bomburnar sínar markvisst yfir verk annarra. Með því skapaði hann sér alræmt orðspor og var hataður meðal annara graffara. Honum tókst þó ætlunarverk sitt og varð mun þekktari en margir graffarar sem voru mikið færari en hann sjálfur. Þegar fyrirbærið hip-hop varð sífellt stærra hlaut að koma að því að það skildi vekja athygli hjá skemmtanaiðnaðinum. Rappgrúppur voru farnar að gefa út plötur og breikarar voru farnir að halda dans-sýningar um allan heim. Charlie Ahearn gaf út kvikmyndina „Wild Style" árið 1982 og var hún fyrsti gluggi heimsbyggðarinnar inn í heim graffitilistamanna og annara i hip-hop senunni. í aðalhlutverki var alvöru graffari, Lee Quinones, í hlutverki listamannsins Zoro, sem klifrar hægt upp metorðastigann þangað til hann fær að halda sýningu í gallerii og gerir stærsta verk lífs síns fyrir stórt partý í hverfinu sínu. Söguþráðurinn er ekki upp á marga fiska og er í raun algert aukaatriði. Þessi mynd er sérstök fyrir þær sakir að hún sýnir Ijóslifandi stemningu þessa tima og spennuna og sköpunargleðina sem var í loftinu. Engir eiginlegir „leikarar" eru í myndinni heldur eru öll atriði tekin upp á næturklúbbum og skuggastrætum borgarinnar og sýndi myndin í fyrsta sinn graffara að verki. Ári síðar gaf Henry Chalfant út heimildarmynd sína „Style Wars". Sú mynd sýndi heim graffiti listamannanna enn nam myndlist við School of Visual Arts en var um leið iðinn við að teikna myndirnar sínar á götunni. Hann vafði saman grófum en einföldum línum í risastór abstrakt verk og sankaði að sér orðaforða myndefnis: börn, hundar, fljúgandi furðuhlutir. Þegar hann hélt sína fyrstu einkasýningu 1982 í galleríi Tony Shafrazi sló hann samstundis í gegn. Verk hans eru auðþekkjanleg og eru enn dáð í dag, sérstaklega meðal barna, sem hann áleit vera mikilvægustu aðdáendur sína. Keith var samkynhneigður og spilaði það stóra rullu í list hans. Hann vann mörg verk sem áttu að vekja vitund fólks á alnæmi. Keith sýktist sjálfur af alnæmi og lét lífið 1990, aðeins 31 árs að aldri. Jean Michel Basquiat skapaði götulist undir nafninu Samo. Hann skrifaði fleygar setningar á veggi og var þekktur í hip-hop senunni. Hann birtist m.a. í myndbandi með Blondie og í heimildarmynd Edo Bertoglio umsjálfan sig, Downtown '81 árið 1981. Hann skaust upp á stjörnuhiminn listaheimsins og varð einn af dáðustu og vinsælustu listamönnum samtímans. Verk hans með Francisco Clemente og Andy Warhol vöktu mikla athygli og Basquiat ferðaðist um allan heim til að sýna myndlist sína. List götunnar var endurspegluð í myndverkum Basquiats. Afbökuð form og krot, sterkir litir og sterkt myndmál. Hann varð háður eiturlyfjum og lét lífið árið 1988 eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni. I dag er hann enn frægari en áður þegar ný kynslóð listunnenda kynnist verkum hans. Endalokin fyrir graffiti listamennina komu strax eftir 1985. Úðabrúsar voru læstir inni í skápum í verslunum og refsingar fyrir veggjakrot voru hertar. Krakkfaraldurinn herjaði á íbúa fátækrahverfanna og ofbeldið á milli óvinahverfa var farið að aukast. Þegar Borgarstjóri New York tilkynnti The Clean Train Movement árið 1989 var spilinu endanlega lokið. Engin lest fékk að fara á teinana ef það var svo mikið sem eitt strik af graffiti á lestinni. Graffarar sáu ekki tilganginn með að mála lestir sem enginn fékk að sjá. Hægt og bítandi var lestunum skipt út fyrir nýjar tegundir lesta sem ómögulegt var að mála á. Öryggisgæslan var hert til muna og varðhundar voru reknir í þrönga gangana á milli lestanna til til hrekja graffara burt. Yfirvöldin sigruðu og subway-graffiti rann undir lok. Graffiti lifir enn á veggjunum en þessir spennandi og litriku tímar fæðingarára graffiti koma aldrei aftur. Texti: Björn Þór Björnsson

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.