Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 44

Orðlaus - 30.09.2004, Blaðsíða 44
 Þettci vor olger bylting og þeir sem höfðu oður verið oð kroto nofnið sitt ó sætið í lestinni horfðu ogncJofo upp o lestino renno yfir hverfunum með risostórt nofn Superkool223 ó hliðinni í lok 8. áratugarins voru neðanjarðarlestir New York borgar orðnar að galleríum á hreyfingu. Ekki bara farartæki almúgans heldur strigi fyrir listamenn götunnar. Það sem á þessum tíma var sagt skemmdaverk og smáglæpir unglinga er í dag orðið að þrjátíu ára gömlu fyrirbæri með miklum og sterkum rótum. Veggjakrot, graffiti, götulist, þetta er enn talið skemmdarverk en hefur engu að síður þróast mikið í gegnum árin og hefur í sífellu birst okkur í „mainstream" hönnun og myndlist. Þetta hófst allt saman í neðanjarðarlestarkerfi New York borgar í upphafi áttunda áratugarins. Það er lengi hægt að tala um hvar, hvenær og hvernig fyrirbæri eins og graffiti fæðast. Götustrákar í Philadelphia, Cornbread og Cool Earl, skrifuðu nöfnin sín á veggi á sjötta áratugnum. Flækingar á ferðalagi um Bandaríkin í kreppunni skildu eftir sig krot og rispur á veggjum til að eiga samskipti við aðra flækinga. Þetta voru svokölluð „hobo-marks", merki sem þeir þróuðu með sér sem áttu að upplýsa þá sem lásu um hvernig aðstæður væru í bóndabýlinu framundan. Glæpagengi hafa merktyfirráðasvæði sín á veggi svo lengi sem elstu menn muna og á tímum Rómverja voru yfirvöldum storkað með andhófsskilaboðum sem voru máluð á veggi borgarinnar í skjóli nætur. Ein fyrstu ummerki um sköpunargleði mannsins eru hellamálverkin. Menn í árdaga voru að skapa myndlist á veggi áður en lög og regla urðu til. En sá fyrsti sem virkilega stundaði veggjakrot í almennum skilningi orðsins var maður sem kallaði sig Taki183 og var alræmdur í upphafi áttunda áratugarins. Grandmaster Flash og Kool DJ Herc, tveir af fyrstu hip-hop plötusnúðunum, vildu vera tónlistarmenn en höfðu ekki efni á hljóðfærum. Þeir notuðu því tvo plötuspilara til að skipta á milli platna og skapa nýja tónlist. Þeir gerðu það með því að finna tvö eintök af plötum með góðu drum-break sem er í rauninni stutt trommusóló. Þessi break voru aðallega að finna á fönk- og diskóplötum. Flash og Herc skiptu á milli þessara break-a í sífellu með mixer og sköpuðu þannig stöðugan takt. Þegar þeir spiluðu útkomuna fyrir fólkið í partýunum og næturklúbbunum varð allt vitlaust. Þetta var eitthvað sem fólkið kunni að meta. Að taka eitthvað í sundur og setja aftur saman og búa til etthvað nýtt. Þegar félagarnir hvöttu fólkið til að dansa og skemmta sér í gegnum míkrafón varð rappið til. Þeir köstuðu fram rímandi frösum og kepptust við að koma með betri og frumlegri línur. Þegar Grandmaster Theodore fann upp á því að draga plötuna fram og til baka undir nálinni varð scratch til. Þetta varð svo allt saman að rapp tónlist. Þegar ný tónlist tryllir lýðinn Þegar menn skilja eftir sig nafnið sitt á opinberu rými er það kallað að skilja eftir sig Tag. Taki183 krotaði nafnið sitt með tússpenna hvert sem hann fór. Áður en langt um leið varhann orðinn þekkturmeðalfarþega lestanna sem gláptu á nafnið hans allan daginn á ferðalögum sínum. Þegar aðrir fóru að taka sér hann til fyrirmyndar fylltust lestirnar fljótt af kroti að innanverðu. Þessir ósýnilegu krotarar voru í raun að hafa samskipti sín á milli og fljótt varð heill kúltúr til. Þessi fyrstu tögg voru iðullega nafn viðkomandi eða gælunafn og á eftir fylgdi númerið á götunni sem hann/hún bjó. Nokkrir áberandi af þessum fyrstu veggjakroturum: Julio204, Frank207, og StayHigh149. Á árunum 1970-1973 voru forsvarsmenn neðanjarðarlestanna að eyða uþb. 300.000 dollurum á ári í að þrífa lestarnar að innan. Þetta átti bara eftir að versna. Þegar allir vagnar voru orðnir mettaðir af kroti þurftu krotararnir að finna sér aðrar leiðir til að standa upp úr. Margir fóru að bæta við litlum myndum og viðbótum við taggið sem eru í dag grundvallartáknmál graffiti og veggjakrots. Stjörnur, örvar, pílur og kórónur. Fljótlega fóru menn að skapa heil verk með tússpennanum, þeir fóru að að hafa stafina þykkari og teiknuðu heilu karakterana með. Fyrrnefndur StayHigh 149 notaði jónu sem þverstrikið í H-inu og bætti við kallinum úr merki sjónvarpsþáttanna The Saint. Ein mikilvægasta, ef ekki allra mikilvægasta uppgvötun þessara ára var að nota málningu úr úðabrúsa. Það er almennt talið að það hafi verið maður af nafni Superkool223 sem gerði fyrstur manna stórt verk með úðabrúsa, með mörgum litum og þykkum, fylltum stöfum. Hann var líka sá fyrsti til að fylla heila hlið lestarvagns af málningu (kallað top-to-bottom). Þetta var alger bylting og þeir sem höfðu áður verið að krota nafnið sitt á sætið í lestinni horfðu agndofa upp á lestina renna yfir hverfunum með risastórt nafn Superkool223 á hliðinni. Loksins sáu krakkarnir í skuggahverfum Queens og S-Bronx hvernig þeir gátu sett mark sitt á umhverfið. Þetta var meira en bara eitthvað sniðugt til að gera, þetta var leið til þess að afla sér virðingar og frægðar í fátækrahverfunum. Á þessum tíma voru ótrúlega spennandi tímar í gangi í þessum hverfum. Krakkar af afrísku og rómönsku bergi brotnu voru að skapa heilan kúltúr í kringum sig. Hip- hop menningin var að fæðast. Þessir krakkar voru bláfátækir. Þeir bjuggu í niðurníddum blokkum í fátækrahverfunum og höfðu litla sem enga von um að spjara sig og meika það utan hverfisins. Það sem þau gerðu var einfaldlega að taka málin í sínar eigin hendur og skapa sína eigin tónlist, sína eigin dansa og sína eigin myndlist. verður að dansa við hana. Frávera allrar melódíu, brotinn takturinn og hrár talandi rapparanna buðu ekki upp á neinn betri dans en einfaldlega að sleppa af sér beislinu og ganga bara af göflunum. Breikararnir köstuðu sér í gólfið, fleygðu útlimunum út um allt og snéru sér og engdustá gólfinu. Graffiti átti fullkomlega við þennan heim. Tónlistin endurspeglaði myndefnið og breikdansinn var endurspeglaður í flækjum og villtum litum stafanna. Allt smellpassaði og á þesum tímapunkti varð hip-hop menningin til og ekkert var þeim ómögulegt. Árin 1975 - '77 var mesti fátæktartími New York borgar síðan í kreppunni. Það var talað um að borgin væri bókstaflega gjaldþrota. Enginn peningur var til staðar til að sporna gegn hinu vaxandi vandamáli sem graffiti var orðið. Öryggisgæsla á geymslusvæðunum þar sem lestarnar sátu yfir nótt var lítil sem engin og fjárráð voru ekki næg til að hreinsa verkin af lestunum eftir að þær voru hreinsaðar. Þetta var að sjálfsögðu alger gósentíð fyrir graffara sem máluðu lestarnar sem aldrei fyrr. Frá 1977 til '80 var blómatíð graffiti í New York. Hver einasta lest var þakin. Marglit form, línur á þvers og kruss og aragrúi af litríkum karakterum sem störðu á farþegana er þeir gengu inn í lestarnar. Meirihluti fólks fannst þetta fyrirbæri sem var sífellt stærri hluti af daglegu lífi þeirra ógeðslegt og vildi úrbætur strax. Það var bara enginn peningur eða mannafli til. Sífellt fleiri voru að laðast að því tjáningarformi sem graffiti er. Samkeppnin varð mjög mikil og listamennirnir þurftu sífellt að bæta sig. Þeim var sama þótt hinum almenna borgara þætti þetta vera óþrifnaður og skemmdarverk. Dondi White, Seen og aðrir meistarar þessara ára voru ekki að mála lestarnar til að skemma eða til að storka yfirvöldum, þeir álitu sig listamenn sem þurftu sífellt að bæta sjálfa sig til að halda virðingunni. Þeir bestu og mest áberandi voru goð í augum krakkana sem horfðu upp til þeirra og voru að stíga sín fyrstu spor í krotinu. Það gat hver sem er málað á veggi yfirgefinna húsa í skjóli nætur. Aðeins þeirallra bestu gátu málað stór verk á lestarnar, enda var það enginn barnaleikur. Menn eins og Dondi þurftu að brjótast inn á svæðin þar sem lestarnar voru geymdar yfir nótt. Eftir að hafa klippt sér leið inn á svæðið í gegnum gaddavírsgirðingarnar þurfti hann að forðast verðina og komast að lestinni sjálfri. Lestunum var lagt mjög þétt saman, oftast var varla metri á milli þeirra. Dondi þurfti því að troða sér og öllum brúsunum inn í þessa þröngu ganga í kolniðamyrkri. Hann, einsog aðrir sem voru hetjur þessa tíma, hafði með sér nokkra yngri málara sem voru að afla sér virðingar til að fylgjast með eftir vörðum og öðrum hættum. Með skissubókina í annarri hendi og brúsann í hinni þurfti hann að klöngrast upp á milli lestanna og vinna eins

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.